Körfubolti

KR-ingar hafa sokkið sex sinnum í Síkinu á síðustu fimm árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Stólanna.
Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Stólanna. Vísir/Ernir
Jón Arnór Stefánsson snýr aftur í lið KR í kvöld og það á einum erfiðasta útivelli KR-liðsins síðustu fimm árin.  

Þetta verður fyrsti leikur Jóns með KR í sjö ár, átta mánuði og 24 daga eða síðan að hann varð Íslandsmeistari eftir eins stigs sigur í oddaleik á móti Grindavík 13. apríl 2009.

 

KR hefur ekki unnið deildarleik á Sauðárkróki síðan 25. febrúar 2011 og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í Síkinu. KR-liðið hefur reyndar bara tapað þessum sex leikjum með samtals 30 stigum eða 5 stigum að meðaltali í leik.

 

KR-ingar eiga þó frábærar minningar frá eina sigurleik sínum í Síkinu undanfarna 66 mánuði en KR-liðið tryggði sér þar Íslandsmeistaratitilinn í apríl 2015.

Leikir KR í Síkinu frá og með desember 2011

3. mars 2016 - Tindstóll vann 91-85

29. apríl 2015 - KR vann 88-81 (Úkeppni)

23. apríl 2015 - Tindastóll vann 80-72 (Úkeppni)

22. jan. 2015 - Tindastóll vann 81-78  

17. jan. 2013 - Tindastóll vann 72-67

5. feb. 2012 - Tindastóll vann 89-86 (bikar)

8. des. 2011 - Tindastóll vann 99-94




Fleiri fréttir

Sjá meira


×