Þroskasaga þjóðar Birgir Örn Guðjónsson skrifar 12. desember 2017 08:00 Í hruninu og kjölfar þess gekk þjóðin í gegnum vægast sagt sérstakt tímabil. Reiðin var mikil og fólk var oft ekki með það alveg á hreinu hvert átti að beina þessari reiði. Hinn almenni Íslendingur vaknaði einn daginn upp við það að góðæri síðustu ára hafði verið sýndarveruleiki og að stærsta partý Íslandssögunnar var einkapartý þar sem einungis útvöldum var boðið. Eftir sat þjóðin með ruslið og reikninginn. Mótmælin sem fylgdu í kjölfarið voru eitthvað sem við þekktum mjög lítið og við vissum ekki alveg hvernig við áttum að umgangast. Það er því eðlilegt að eitthvað hafi farið úr böndunum. Lögreglan var að læra að vinna við þessar aðstæður og þeir sem voru að mótmæla voru einnig að stíga út á nýjar slóðir. Í þessum aðstæðum og við þetta ferli gerði lögreglan mistök og einnig margir mótmælendur. Margt af því sem við töldum öruggt og sjálfsagt í samfélaginu var hrunið. Hvað eru eðlileg viðbrögð við slíku? Það er mjög erfitt að skilgreina það og þar að leiðandi mjög erfitt að benda fingri. Það að fara að heimilum einstaklinga og mótmæla voru samt ein af þeim mistökum sem gerð voru. Þar var gengið of langt. Það er ekki þar með sagt að þeir sem gerðu þetta séu slæmir einstaklingar eða ofbeldisseggir. Alls ekki. Þetta var bara andrúmið í þjóðfélagi og ákveðin afleiðing örvæntingar. Það er ekki að ástæðulausu að talað sé um siðrof þegar þetta tímabil er nefnt. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að einstaklingar hafi þurft að upplifa það að mótmælt hafi verið við heimili þeirra. Alveg eins og það er leiðinlegt að fjöldi fólks hafi þurft að upplifa það að missa hús sín, bíla, atvinnu og jafnvel heilsu, algjörlega óverðskuldað vegna græðgi og mistaka annarra. Alveg eins og það er leiðinlegt að lögreglumönnum hafi verið stillt upp sem girðingu og í raun andstæðingum ráðvilltrar þjóðar. Ég veit að það eru lögreglumenn enn að takast á við það í dag. Frá þessum tíma hefur lögreglan tekið risa framförum hvað varðar hvernig hún tekst á við mótmæli. Hún hefur lært af reynslunni. Lögreglan er á allt öðrum stað í dag en hún var þarna. Það er gott. Fólk verður síðan að hafa rétt á að láta sína skoðun í ljós og mótmæla. Það má aldrei vera eitthvað sem fólk óttast á einhvern hátt og umræðan má alls ekki verða til þess að fólk óttist að rísa upp og láta rödd sína hljóma. Lýðræði hefur verið dýru verði keypt í sögunni og mistök voru í raun mikilvægir vaxtaverkir þess. Þessi mistök eru þroskaskref lýðræðissamfélaga. Meðal þess sem við eigum að hafa lært er að vernda það sem skiptir okkur hvað mestu máli, eins og heimili fólks og svo ekki sé talað um börnin okkar. Við getum verið ósátt við einstaklinga en það er óásættanlegt að láta það bitna með beinum hætti á börnum þeirra eða fjölskyldum. Slíkt ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera samþykkt af samfélaginu. Við vitum ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Sagan kennir okkur samt að það sé alls ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti muni aftur eitthvað gerast sem veldur einhverskonar siðrofi. Ef það gerist á okkar líftíma þá vona ég að við drögum lærdóm af því sem gerst hefur. Það er kannski það mikilvægasta sem við getum gert. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Í hruninu og kjölfar þess gekk þjóðin í gegnum vægast sagt sérstakt tímabil. Reiðin var mikil og fólk var oft ekki með það alveg á hreinu hvert átti að beina þessari reiði. Hinn almenni Íslendingur vaknaði einn daginn upp við það að góðæri síðustu ára hafði verið sýndarveruleiki og að stærsta partý Íslandssögunnar var einkapartý þar sem einungis útvöldum var boðið. Eftir sat þjóðin með ruslið og reikninginn. Mótmælin sem fylgdu í kjölfarið voru eitthvað sem við þekktum mjög lítið og við vissum ekki alveg hvernig við áttum að umgangast. Það er því eðlilegt að eitthvað hafi farið úr böndunum. Lögreglan var að læra að vinna við þessar aðstæður og þeir sem voru að mótmæla voru einnig að stíga út á nýjar slóðir. Í þessum aðstæðum og við þetta ferli gerði lögreglan mistök og einnig margir mótmælendur. Margt af því sem við töldum öruggt og sjálfsagt í samfélaginu var hrunið. Hvað eru eðlileg viðbrögð við slíku? Það er mjög erfitt að skilgreina það og þar að leiðandi mjög erfitt að benda fingri. Það að fara að heimilum einstaklinga og mótmæla voru samt ein af þeim mistökum sem gerð voru. Þar var gengið of langt. Það er ekki þar með sagt að þeir sem gerðu þetta séu slæmir einstaklingar eða ofbeldisseggir. Alls ekki. Þetta var bara andrúmið í þjóðfélagi og ákveðin afleiðing örvæntingar. Það er ekki að ástæðulausu að talað sé um siðrof þegar þetta tímabil er nefnt. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að einstaklingar hafi þurft að upplifa það að mótmælt hafi verið við heimili þeirra. Alveg eins og það er leiðinlegt að fjöldi fólks hafi þurft að upplifa það að missa hús sín, bíla, atvinnu og jafnvel heilsu, algjörlega óverðskuldað vegna græðgi og mistaka annarra. Alveg eins og það er leiðinlegt að lögreglumönnum hafi verið stillt upp sem girðingu og í raun andstæðingum ráðvilltrar þjóðar. Ég veit að það eru lögreglumenn enn að takast á við það í dag. Frá þessum tíma hefur lögreglan tekið risa framförum hvað varðar hvernig hún tekst á við mótmæli. Hún hefur lært af reynslunni. Lögreglan er á allt öðrum stað í dag en hún var þarna. Það er gott. Fólk verður síðan að hafa rétt á að láta sína skoðun í ljós og mótmæla. Það má aldrei vera eitthvað sem fólk óttast á einhvern hátt og umræðan má alls ekki verða til þess að fólk óttist að rísa upp og láta rödd sína hljóma. Lýðræði hefur verið dýru verði keypt í sögunni og mistök voru í raun mikilvægir vaxtaverkir þess. Þessi mistök eru þroskaskref lýðræðissamfélaga. Meðal þess sem við eigum að hafa lært er að vernda það sem skiptir okkur hvað mestu máli, eins og heimili fólks og svo ekki sé talað um börnin okkar. Við getum verið ósátt við einstaklinga en það er óásættanlegt að láta það bitna með beinum hætti á börnum þeirra eða fjölskyldum. Slíkt ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera samþykkt af samfélaginu. Við vitum ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Sagan kennir okkur samt að það sé alls ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti muni aftur eitthvað gerast sem veldur einhverskonar siðrofi. Ef það gerist á okkar líftíma þá vona ég að við drögum lærdóm af því sem gerst hefur. Það er kannski það mikilvægasta sem við getum gert. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri þjóð.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun