Kerfisfíklarnir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Einn undarlegasti eiginleiki mannsins er að þrá tiltekið fyrirbæri, en um leið hata það og afleiðingar þess. Við verðum ástfangin þegar við vitum að líkur eru á að við munum annaðhvort átta okkur á því að ástin er ekki endurgoldin eða að ástin muni valda okkur ástarsorg. Þessi sérkennilega tilhneiging okkar kristallast einnig í annars konar ástsýki: fíkn. Nútímamaðurinn er á marga vegu aðeins summa fíknar sinnar. Fíknar sinnar í ást, kynlíf, sykur, vímuna, og samþykki og viðurkenningu hinna. Sem vímugjafar eru samfélagsmiðlar í algjörum sérflokki. Aldrei í sögunni hefur vímugjafi klófest fórnarlömb sín hraðar og í meiri mæli en á síðustu árum. Áhrif þessara miðla, sér í lagi Facebook, eru slík að þau ógna hinni lýðræðislegu hugsjón sem við byggjum samfélag okkar á, rétt eins og dópið étur heila fíkilsins. Það er óskandi að árið sem senn er á enda verði einhvers konar vendipunktur í því hvernig við umgöngumst samfélagsmiðla. Á síðustu tólf mánuðum höfum við ítrekað séð hvernig þessir miðlar hafa verið vopnvæddir í pólitískum eða félagslegum tilgangi af þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu. Á árinu var hulunni svipt af því hvernig Facebook var notað til að dreifa fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Freedom House voru slíkar aðferðir notaðar í sextán öðrum ríkjum þar sem kosningar fóru fram. Oftar en ekki njóta þessar aðferðir stuðnings ríkjandi yfirvalda, stundum er þeim ætlað að greiða leið tiltekinna stjórnmálamanna eða styrkja grundvöll tiltekinnar hugmyndafræði. Tveir milljarðar manna nota Facebook í dag, en þá aðeins í þeim skilningi að þessir einstaklingar leggja upplýsingar sínar, skoðanir og læk í púkkið. Hin raunverulega virkni Facebook felst í algríminu sem notar þessar upplýsingar til að birta meira af sams konar efni. Við erum ekki þátttakendur, heldur breyturnar sem gefa reikniritinu tilgang. Að launum fáum við vænan skammt af dópamíni þegar við fáum staðfestingu á skoðunum okkar. Stjórnendur Facebook eru fyrst núna að viðurkenna það lýðræðislega hlutverk sem miðillinn gegnir sem fjölmiðill, og mun ef heldur sem horfir þurfa að gegna sem Fjölmiðillinn. Facebook hefur nú þegar gleypt fjölmiðla og ógnar nú stjórnmálunum. Upphafleg hugmynd Marks Zuckerberg og þeirra sem komu að þróun Facebook var að bjóða upp á vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti og að efla tengsl milli fólks. Þannig sjáum við öðru hverju hversu öflugt tól Facebook getur verið þegar því er beitt sem andófi gegn úreltum stöðlum og hugsunarhætti. Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Einn undarlegasti eiginleiki mannsins er að þrá tiltekið fyrirbæri, en um leið hata það og afleiðingar þess. Við verðum ástfangin þegar við vitum að líkur eru á að við munum annaðhvort átta okkur á því að ástin er ekki endurgoldin eða að ástin muni valda okkur ástarsorg. Þessi sérkennilega tilhneiging okkar kristallast einnig í annars konar ástsýki: fíkn. Nútímamaðurinn er á marga vegu aðeins summa fíknar sinnar. Fíknar sinnar í ást, kynlíf, sykur, vímuna, og samþykki og viðurkenningu hinna. Sem vímugjafar eru samfélagsmiðlar í algjörum sérflokki. Aldrei í sögunni hefur vímugjafi klófest fórnarlömb sín hraðar og í meiri mæli en á síðustu árum. Áhrif þessara miðla, sér í lagi Facebook, eru slík að þau ógna hinni lýðræðislegu hugsjón sem við byggjum samfélag okkar á, rétt eins og dópið étur heila fíkilsins. Það er óskandi að árið sem senn er á enda verði einhvers konar vendipunktur í því hvernig við umgöngumst samfélagsmiðla. Á síðustu tólf mánuðum höfum við ítrekað séð hvernig þessir miðlar hafa verið vopnvæddir í pólitískum eða félagslegum tilgangi af þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu. Á árinu var hulunni svipt af því hvernig Facebook var notað til að dreifa fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Freedom House voru slíkar aðferðir notaðar í sextán öðrum ríkjum þar sem kosningar fóru fram. Oftar en ekki njóta þessar aðferðir stuðnings ríkjandi yfirvalda, stundum er þeim ætlað að greiða leið tiltekinna stjórnmálamanna eða styrkja grundvöll tiltekinnar hugmyndafræði. Tveir milljarðar manna nota Facebook í dag, en þá aðeins í þeim skilningi að þessir einstaklingar leggja upplýsingar sínar, skoðanir og læk í púkkið. Hin raunverulega virkni Facebook felst í algríminu sem notar þessar upplýsingar til að birta meira af sams konar efni. Við erum ekki þátttakendur, heldur breyturnar sem gefa reikniritinu tilgang. Að launum fáum við vænan skammt af dópamíni þegar við fáum staðfestingu á skoðunum okkar. Stjórnendur Facebook eru fyrst núna að viðurkenna það lýðræðislega hlutverk sem miðillinn gegnir sem fjölmiðill, og mun ef heldur sem horfir þurfa að gegna sem Fjölmiðillinn. Facebook hefur nú þegar gleypt fjölmiðla og ógnar nú stjórnmálunum. Upphafleg hugmynd Marks Zuckerberg og þeirra sem komu að þróun Facebook var að bjóða upp á vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti og að efla tengsl milli fólks. Þannig sjáum við öðru hverju hversu öflugt tól Facebook getur verið þegar því er beitt sem andófi gegn úreltum stöðlum og hugsunarhætti. Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun