Kerfisfíklarnir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Einn undarlegasti eiginleiki mannsins er að þrá tiltekið fyrirbæri, en um leið hata það og afleiðingar þess. Við verðum ástfangin þegar við vitum að líkur eru á að við munum annaðhvort átta okkur á því að ástin er ekki endurgoldin eða að ástin muni valda okkur ástarsorg. Þessi sérkennilega tilhneiging okkar kristallast einnig í annars konar ástsýki: fíkn. Nútímamaðurinn er á marga vegu aðeins summa fíknar sinnar. Fíknar sinnar í ást, kynlíf, sykur, vímuna, og samþykki og viðurkenningu hinna. Sem vímugjafar eru samfélagsmiðlar í algjörum sérflokki. Aldrei í sögunni hefur vímugjafi klófest fórnarlömb sín hraðar og í meiri mæli en á síðustu árum. Áhrif þessara miðla, sér í lagi Facebook, eru slík að þau ógna hinni lýðræðislegu hugsjón sem við byggjum samfélag okkar á, rétt eins og dópið étur heila fíkilsins. Það er óskandi að árið sem senn er á enda verði einhvers konar vendipunktur í því hvernig við umgöngumst samfélagsmiðla. Á síðustu tólf mánuðum höfum við ítrekað séð hvernig þessir miðlar hafa verið vopnvæddir í pólitískum eða félagslegum tilgangi af þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu. Á árinu var hulunni svipt af því hvernig Facebook var notað til að dreifa fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Freedom House voru slíkar aðferðir notaðar í sextán öðrum ríkjum þar sem kosningar fóru fram. Oftar en ekki njóta þessar aðferðir stuðnings ríkjandi yfirvalda, stundum er þeim ætlað að greiða leið tiltekinna stjórnmálamanna eða styrkja grundvöll tiltekinnar hugmyndafræði. Tveir milljarðar manna nota Facebook í dag, en þá aðeins í þeim skilningi að þessir einstaklingar leggja upplýsingar sínar, skoðanir og læk í púkkið. Hin raunverulega virkni Facebook felst í algríminu sem notar þessar upplýsingar til að birta meira af sams konar efni. Við erum ekki þátttakendur, heldur breyturnar sem gefa reikniritinu tilgang. Að launum fáum við vænan skammt af dópamíni þegar við fáum staðfestingu á skoðunum okkar. Stjórnendur Facebook eru fyrst núna að viðurkenna það lýðræðislega hlutverk sem miðillinn gegnir sem fjölmiðill, og mun ef heldur sem horfir þurfa að gegna sem Fjölmiðillinn. Facebook hefur nú þegar gleypt fjölmiðla og ógnar nú stjórnmálunum. Upphafleg hugmynd Marks Zuckerberg og þeirra sem komu að þróun Facebook var að bjóða upp á vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti og að efla tengsl milli fólks. Þannig sjáum við öðru hverju hversu öflugt tól Facebook getur verið þegar því er beitt sem andófi gegn úreltum stöðlum og hugsunarhætti. Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Einn undarlegasti eiginleiki mannsins er að þrá tiltekið fyrirbæri, en um leið hata það og afleiðingar þess. Við verðum ástfangin þegar við vitum að líkur eru á að við munum annaðhvort átta okkur á því að ástin er ekki endurgoldin eða að ástin muni valda okkur ástarsorg. Þessi sérkennilega tilhneiging okkar kristallast einnig í annars konar ástsýki: fíkn. Nútímamaðurinn er á marga vegu aðeins summa fíknar sinnar. Fíknar sinnar í ást, kynlíf, sykur, vímuna, og samþykki og viðurkenningu hinna. Sem vímugjafar eru samfélagsmiðlar í algjörum sérflokki. Aldrei í sögunni hefur vímugjafi klófest fórnarlömb sín hraðar og í meiri mæli en á síðustu árum. Áhrif þessara miðla, sér í lagi Facebook, eru slík að þau ógna hinni lýðræðislegu hugsjón sem við byggjum samfélag okkar á, rétt eins og dópið étur heila fíkilsins. Það er óskandi að árið sem senn er á enda verði einhvers konar vendipunktur í því hvernig við umgöngumst samfélagsmiðla. Á síðustu tólf mánuðum höfum við ítrekað séð hvernig þessir miðlar hafa verið vopnvæddir í pólitískum eða félagslegum tilgangi af þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu. Á árinu var hulunni svipt af því hvernig Facebook var notað til að dreifa fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Freedom House voru slíkar aðferðir notaðar í sextán öðrum ríkjum þar sem kosningar fóru fram. Oftar en ekki njóta þessar aðferðir stuðnings ríkjandi yfirvalda, stundum er þeim ætlað að greiða leið tiltekinna stjórnmálamanna eða styrkja grundvöll tiltekinnar hugmyndafræði. Tveir milljarðar manna nota Facebook í dag, en þá aðeins í þeim skilningi að þessir einstaklingar leggja upplýsingar sínar, skoðanir og læk í púkkið. Hin raunverulega virkni Facebook felst í algríminu sem notar þessar upplýsingar til að birta meira af sams konar efni. Við erum ekki þátttakendur, heldur breyturnar sem gefa reikniritinu tilgang. Að launum fáum við vænan skammt af dópamíni þegar við fáum staðfestingu á skoðunum okkar. Stjórnendur Facebook eru fyrst núna að viðurkenna það lýðræðislega hlutverk sem miðillinn gegnir sem fjölmiðill, og mun ef heldur sem horfir þurfa að gegna sem Fjölmiðillinn. Facebook hefur nú þegar gleypt fjölmiðla og ógnar nú stjórnmálunum. Upphafleg hugmynd Marks Zuckerberg og þeirra sem komu að þróun Facebook var að bjóða upp á vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti og að efla tengsl milli fólks. Þannig sjáum við öðru hverju hversu öflugt tól Facebook getur verið þegar því er beitt sem andófi gegn úreltum stöðlum og hugsunarhætti. Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar