Kerfisfíklarnir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Einn undarlegasti eiginleiki mannsins er að þrá tiltekið fyrirbæri, en um leið hata það og afleiðingar þess. Við verðum ástfangin þegar við vitum að líkur eru á að við munum annaðhvort átta okkur á því að ástin er ekki endurgoldin eða að ástin muni valda okkur ástarsorg. Þessi sérkennilega tilhneiging okkar kristallast einnig í annars konar ástsýki: fíkn. Nútímamaðurinn er á marga vegu aðeins summa fíknar sinnar. Fíknar sinnar í ást, kynlíf, sykur, vímuna, og samþykki og viðurkenningu hinna. Sem vímugjafar eru samfélagsmiðlar í algjörum sérflokki. Aldrei í sögunni hefur vímugjafi klófest fórnarlömb sín hraðar og í meiri mæli en á síðustu árum. Áhrif þessara miðla, sér í lagi Facebook, eru slík að þau ógna hinni lýðræðislegu hugsjón sem við byggjum samfélag okkar á, rétt eins og dópið étur heila fíkilsins. Það er óskandi að árið sem senn er á enda verði einhvers konar vendipunktur í því hvernig við umgöngumst samfélagsmiðla. Á síðustu tólf mánuðum höfum við ítrekað séð hvernig þessir miðlar hafa verið vopnvæddir í pólitískum eða félagslegum tilgangi af þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu. Á árinu var hulunni svipt af því hvernig Facebook var notað til að dreifa fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Freedom House voru slíkar aðferðir notaðar í sextán öðrum ríkjum þar sem kosningar fóru fram. Oftar en ekki njóta þessar aðferðir stuðnings ríkjandi yfirvalda, stundum er þeim ætlað að greiða leið tiltekinna stjórnmálamanna eða styrkja grundvöll tiltekinnar hugmyndafræði. Tveir milljarðar manna nota Facebook í dag, en þá aðeins í þeim skilningi að þessir einstaklingar leggja upplýsingar sínar, skoðanir og læk í púkkið. Hin raunverulega virkni Facebook felst í algríminu sem notar þessar upplýsingar til að birta meira af sams konar efni. Við erum ekki þátttakendur, heldur breyturnar sem gefa reikniritinu tilgang. Að launum fáum við vænan skammt af dópamíni þegar við fáum staðfestingu á skoðunum okkar. Stjórnendur Facebook eru fyrst núna að viðurkenna það lýðræðislega hlutverk sem miðillinn gegnir sem fjölmiðill, og mun ef heldur sem horfir þurfa að gegna sem Fjölmiðillinn. Facebook hefur nú þegar gleypt fjölmiðla og ógnar nú stjórnmálunum. Upphafleg hugmynd Marks Zuckerberg og þeirra sem komu að þróun Facebook var að bjóða upp á vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti og að efla tengsl milli fólks. Þannig sjáum við öðru hverju hversu öflugt tól Facebook getur verið þegar því er beitt sem andófi gegn úreltum stöðlum og hugsunarhætti. Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Einn undarlegasti eiginleiki mannsins er að þrá tiltekið fyrirbæri, en um leið hata það og afleiðingar þess. Við verðum ástfangin þegar við vitum að líkur eru á að við munum annaðhvort átta okkur á því að ástin er ekki endurgoldin eða að ástin muni valda okkur ástarsorg. Þessi sérkennilega tilhneiging okkar kristallast einnig í annars konar ástsýki: fíkn. Nútímamaðurinn er á marga vegu aðeins summa fíknar sinnar. Fíknar sinnar í ást, kynlíf, sykur, vímuna, og samþykki og viðurkenningu hinna. Sem vímugjafar eru samfélagsmiðlar í algjörum sérflokki. Aldrei í sögunni hefur vímugjafi klófest fórnarlömb sín hraðar og í meiri mæli en á síðustu árum. Áhrif þessara miðla, sér í lagi Facebook, eru slík að þau ógna hinni lýðræðislegu hugsjón sem við byggjum samfélag okkar á, rétt eins og dópið étur heila fíkilsins. Það er óskandi að árið sem senn er á enda verði einhvers konar vendipunktur í því hvernig við umgöngumst samfélagsmiðla. Á síðustu tólf mánuðum höfum við ítrekað séð hvernig þessir miðlar hafa verið vopnvæddir í pólitískum eða félagslegum tilgangi af þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu. Á árinu var hulunni svipt af því hvernig Facebook var notað til að dreifa fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Freedom House voru slíkar aðferðir notaðar í sextán öðrum ríkjum þar sem kosningar fóru fram. Oftar en ekki njóta þessar aðferðir stuðnings ríkjandi yfirvalda, stundum er þeim ætlað að greiða leið tiltekinna stjórnmálamanna eða styrkja grundvöll tiltekinnar hugmyndafræði. Tveir milljarðar manna nota Facebook í dag, en þá aðeins í þeim skilningi að þessir einstaklingar leggja upplýsingar sínar, skoðanir og læk í púkkið. Hin raunverulega virkni Facebook felst í algríminu sem notar þessar upplýsingar til að birta meira af sams konar efni. Við erum ekki þátttakendur, heldur breyturnar sem gefa reikniritinu tilgang. Að launum fáum við vænan skammt af dópamíni þegar við fáum staðfestingu á skoðunum okkar. Stjórnendur Facebook eru fyrst núna að viðurkenna það lýðræðislega hlutverk sem miðillinn gegnir sem fjölmiðill, og mun ef heldur sem horfir þurfa að gegna sem Fjölmiðillinn. Facebook hefur nú þegar gleypt fjölmiðla og ógnar nú stjórnmálunum. Upphafleg hugmynd Marks Zuckerberg og þeirra sem komu að þróun Facebook var að bjóða upp á vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti og að efla tengsl milli fólks. Þannig sjáum við öðru hverju hversu öflugt tól Facebook getur verið þegar því er beitt sem andófi gegn úreltum stöðlum og hugsunarhætti. Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun