Hvað er merkilegt og mikilvægt? Hilda Jana Gísladóttir skrifar 11. október 2017 07:00 Fjölmiðlamenn vilja skiljanlega oftast beina kastljósinu að því sem við teljum að öðrum, helst sem flestum, þyki merkilegt eða mikilvægt. Því fleiri sem hafa áhuga á því sem við látum frá okkur, þeim mun auðveldara er að selja auglýsingar og kostanir og að sjálfsögðu skiptir það máli ef reka á fjölmiðil á frjálsum markaði. Neytendur stjórna því að stórum hluta ferðinni. Hvað viltu lesa? Hvað viltu horfa á? Hvað viltu hlusta á? Hvað þykir þér merkilegt og mikilvægt? Þegar kemur að hlutfalli kynjanna sem viðmælendur í ljósvakamiðlum, þá hefur ýmislegt þokast í jafnréttisátt í almennri dagskrárgerð. Hins vegar er staðan enn ansi ójöfn í fréttum, jafnan 70/30 eða 80/20 körlum í vil. Að sjálfsögðu hefur verið bent á að karlar sitji einfaldlega oftar á valdastólum og þeir því oftar viðmælendur fréttamanna. En hvaða valdastóla er verið að tala um? Er verið að tala um völdin á heimilum? Í barnauppeldi? Í heilbrigðiskerfinu? Menntakerfinu? Menningu og listum? Góðgerðarsamtökum? Eða er kannski aðallega verið að tala um völd í fjármálum og stjórnmálum? Stundum er talað um „kvenlæg“ og „karllæg“ gildi sem eins konar myndlíkingu ólíks gildismats. Kvenlægu gildin standi þannig fyrir hluti eins og samvinnu, þjónustu, samfélagsvitund o.s.frv. Karllægu gildin einkennist frekar af áræði, áhættusækni, einstaklingshyggju o.s.frv. Þessi gildi eru í mínum huga óháð kynjum, þó að það haldist oft í hendur við kynið. Þannig geti karlar vel aðhyllst kvenlæg gildi og konur karllæg gildi og þá getur sama manneskjan jafnvel haft hvor tveggja gildin að leiðarljósi. Leiða má líkur að því að karllæg gildi hafi hingað til verið talin merkilegri og mikilvægari en þau kvenlægu og því sé karllægt efni líklegra til að komast í helstu fréttir ljósvakamiðla. Ef við höfum áhuga á því að breyta kynjahlutfalli í ljósvakamiðlum, þá tel ég að það verði ekki aðeins gert með þvinguðum aðgerðum eða látlausum talningum fjölmiðlamanna á kynjahlutfalli viðmælenda. Ég tel að við þurfum öll sem samfélag að velta því fyrir okkur hvort okkur þyki í raun karllæg og kvenlæg gildi jafn mikilvæg og merkileg.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Fjölmiðlamenn vilja skiljanlega oftast beina kastljósinu að því sem við teljum að öðrum, helst sem flestum, þyki merkilegt eða mikilvægt. Því fleiri sem hafa áhuga á því sem við látum frá okkur, þeim mun auðveldara er að selja auglýsingar og kostanir og að sjálfsögðu skiptir það máli ef reka á fjölmiðil á frjálsum markaði. Neytendur stjórna því að stórum hluta ferðinni. Hvað viltu lesa? Hvað viltu horfa á? Hvað viltu hlusta á? Hvað þykir þér merkilegt og mikilvægt? Þegar kemur að hlutfalli kynjanna sem viðmælendur í ljósvakamiðlum, þá hefur ýmislegt þokast í jafnréttisátt í almennri dagskrárgerð. Hins vegar er staðan enn ansi ójöfn í fréttum, jafnan 70/30 eða 80/20 körlum í vil. Að sjálfsögðu hefur verið bent á að karlar sitji einfaldlega oftar á valdastólum og þeir því oftar viðmælendur fréttamanna. En hvaða valdastóla er verið að tala um? Er verið að tala um völdin á heimilum? Í barnauppeldi? Í heilbrigðiskerfinu? Menntakerfinu? Menningu og listum? Góðgerðarsamtökum? Eða er kannski aðallega verið að tala um völd í fjármálum og stjórnmálum? Stundum er talað um „kvenlæg“ og „karllæg“ gildi sem eins konar myndlíkingu ólíks gildismats. Kvenlægu gildin standi þannig fyrir hluti eins og samvinnu, þjónustu, samfélagsvitund o.s.frv. Karllægu gildin einkennist frekar af áræði, áhættusækni, einstaklingshyggju o.s.frv. Þessi gildi eru í mínum huga óháð kynjum, þó að það haldist oft í hendur við kynið. Þannig geti karlar vel aðhyllst kvenlæg gildi og konur karllæg gildi og þá getur sama manneskjan jafnvel haft hvor tveggja gildin að leiðarljósi. Leiða má líkur að því að karllæg gildi hafi hingað til verið talin merkilegri og mikilvægari en þau kvenlægu og því sé karllægt efni líklegra til að komast í helstu fréttir ljósvakamiðla. Ef við höfum áhuga á því að breyta kynjahlutfalli í ljósvakamiðlum, þá tel ég að það verði ekki aðeins gert með þvinguðum aðgerðum eða látlausum talningum fjölmiðlamanna á kynjahlutfalli viðmælenda. Ég tel að við þurfum öll sem samfélag að velta því fyrir okkur hvort okkur þyki í raun karllæg og kvenlæg gildi jafn mikilvæg og merkileg.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun