Sjálfbærni styður viðskiptaleg markmið Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 11. október 2017 16:45 Íslenski ferðaklasinn og FESTA hafa á árinu unnið að hvatningarátaki um ábyrga ferðaþjónustu. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.Markmiðin eru fjórþætt; Að ganga vel um og virða náttúruna, að tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, að virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Á hliðarviðburði Arctic Circle verður m.a fjallað um verkefnið auk þess að veta því upp hvaða sameiginlegu viðmið sé best að nota og hvers virði ábyrg ferðaþjónusta er á norðurslóðum. Það eru viðskiptalegir hagsmunir til lengri tíma að fyrirtæki taki sjálfbærni og samfélagshugsun inn í stefnu og rekstur sinn. Aðgerðaráætlanir fyrirtækja og sjálfbærnimarkmið verði studd með fjárhagslegum aðgerðum. Mikilvægt er að setja fram mælikvarða um árangur og mæla hann reglulega til þess að sýna að ábyrgð í verki hefur jákvæð áhrif á rekstarmódel fyrirtækjanna og verður í leiðinni markvisst stýritæki. Þau taka þátt í uppbyggingu nærsamfélagsins með auknum viðskiptum og tryggi góða umgengni um náttúruna. Ábyrg fyrirtæki tryggja að upplýsingar og athafnir á þeirra vegum séu til þess fallnar að tryggja öryggi gesta og veita bestu mögulega upplifun sem völ er á. Þannig næst á endanum fullkomið jafnvægi á milli þarfa samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna. Frá óbyggðasýningu í austri til eldfjallaseturs í suðriMargir í ferðaþjónustu á Íslandi eru að vinna vel í ábyrgri ferðaþjónustu. Undanfarna mánuði hef ég ferðast um landið og fengið að heyra hvernig Snæfellsbær og þjóðgarðurinn byggir upp og stýrir ferðaþjónustunni inn á ákveðna áfangastaði og hugsar um vernd náttúrunnar. Það á líka við um Reykjanes sem hefur markvisst unnið með sjárfbærni í vöruþróun, markaðs- og kynningarstarfi. Víða á landinu flytur unga fólkið heim í hérað og stofnar ný fyrirtæki sem byggja meira og minna á nýrri nálgun en gamalli sögu, líkt og sjá má í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal. Ég hef upplifað dásamlega matarmenningu víða um land þar sem ferskt hráefni sem við Íslendingar eigum svo mikið af fær að blómstra, gott dæmi um það er Tjöruhúsið á Ísafirði. Ég hef smakkað vörur beint frá býli, heimsótt Húsafell og fengið að fylgjast með því sjálfbæra starfi sem þar fer fram. Ég hef fylgst með því hvernig afþreying á Hvolsvelli byggist upp í sátt við samfélagið, heimamenn komast í jóga með ferðamönnum, hittast í Lava safninu eða hlusta á Grétu Salóme og fleiri tónlistarmenn í Base camp hjá Midgard. Hvernig ferðaþjónustufyrirtækin leggja áherslu á að næra samfélagið, ráða þaðan fólk og kaupa þaðan hráefni. Ljóst er að ferðamenn hafa haft víðtæk áhrif á hagkerfið. Störf í ferðaþjónustu skapa aukin kaupmátt, sem aftur hvetur áfram neyslu og býr til launatekjur sem annars hefðu ekki verið til staðar. Ferðaþjónustan bætir líffskilyrði íbúanna með bættri þjónustu og brottfluttir skapa sér lífsskilyrði nærri fjölskyldunni. Þessi áhrif verða seint metin til fjár og ég hlakka til að sjá íslenska ferðaþjónustu takast á við ábyrgðina af vandvirkni og alúð. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Íslenski ferðaklasinn og FESTA hafa á árinu unnið að hvatningarátaki um ábyrga ferðaþjónustu. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu og skuldbundu sig þar með til að birta markmið sín með sannarlegum hætti fyrir lok árs 2017.Markmiðin eru fjórþætt; Að ganga vel um og virða náttúruna, að tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, að virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Á hliðarviðburði Arctic Circle verður m.a fjallað um verkefnið auk þess að veta því upp hvaða sameiginlegu viðmið sé best að nota og hvers virði ábyrg ferðaþjónusta er á norðurslóðum. Það eru viðskiptalegir hagsmunir til lengri tíma að fyrirtæki taki sjálfbærni og samfélagshugsun inn í stefnu og rekstur sinn. Aðgerðaráætlanir fyrirtækja og sjálfbærnimarkmið verði studd með fjárhagslegum aðgerðum. Mikilvægt er að setja fram mælikvarða um árangur og mæla hann reglulega til þess að sýna að ábyrgð í verki hefur jákvæð áhrif á rekstarmódel fyrirtækjanna og verður í leiðinni markvisst stýritæki. Þau taka þátt í uppbyggingu nærsamfélagsins með auknum viðskiptum og tryggi góða umgengni um náttúruna. Ábyrg fyrirtæki tryggja að upplýsingar og athafnir á þeirra vegum séu til þess fallnar að tryggja öryggi gesta og veita bestu mögulega upplifun sem völ er á. Þannig næst á endanum fullkomið jafnvægi á milli þarfa samfélagsins, umhverfisins og fyrirtækjanna. Frá óbyggðasýningu í austri til eldfjallaseturs í suðriMargir í ferðaþjónustu á Íslandi eru að vinna vel í ábyrgri ferðaþjónustu. Undanfarna mánuði hef ég ferðast um landið og fengið að heyra hvernig Snæfellsbær og þjóðgarðurinn byggir upp og stýrir ferðaþjónustunni inn á ákveðna áfangastaði og hugsar um vernd náttúrunnar. Það á líka við um Reykjanes sem hefur markvisst unnið með sjárfbærni í vöruþróun, markaðs- og kynningarstarfi. Víða á landinu flytur unga fólkið heim í hérað og stofnar ný fyrirtæki sem byggja meira og minna á nýrri nálgun en gamalli sögu, líkt og sjá má í Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal. Ég hef upplifað dásamlega matarmenningu víða um land þar sem ferskt hráefni sem við Íslendingar eigum svo mikið af fær að blómstra, gott dæmi um það er Tjöruhúsið á Ísafirði. Ég hef smakkað vörur beint frá býli, heimsótt Húsafell og fengið að fylgjast með því sjálfbæra starfi sem þar fer fram. Ég hef fylgst með því hvernig afþreying á Hvolsvelli byggist upp í sátt við samfélagið, heimamenn komast í jóga með ferðamönnum, hittast í Lava safninu eða hlusta á Grétu Salóme og fleiri tónlistarmenn í Base camp hjá Midgard. Hvernig ferðaþjónustufyrirtækin leggja áherslu á að næra samfélagið, ráða þaðan fólk og kaupa þaðan hráefni. Ljóst er að ferðamenn hafa haft víðtæk áhrif á hagkerfið. Störf í ferðaþjónustu skapa aukin kaupmátt, sem aftur hvetur áfram neyslu og býr til launatekjur sem annars hefðu ekki verið til staðar. Ferðaþjónustan bætir líffskilyrði íbúanna með bættri þjónustu og brottfluttir skapa sér lífsskilyrði nærri fjölskyldunni. Þessi áhrif verða seint metin til fjár og ég hlakka til að sjá íslenska ferðaþjónustu takast á við ábyrgðina af vandvirkni og alúð. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar