Veszprem höfðar mál gegn Aroni Pálmarssyni | Skrópaði á fyrstu æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 21:50 Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Það er allt farið í bál og brand í samskiptum milli ungverska félagsins Veszprem og íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar. Aron mætti ekki á æfingu hjá Veszprem í dag eins og hann átti að gera en þá hófust æfingar fyrir komandi leiktíð. Aron sendi þjálfaranum Ljubomir Vranjes smáskilaboð fimmtán mínútum fyrir æfingu þar sem hann tjáði Svíanum að hann myndi ekki mæta á æfinguna. Aron Pálmarsson mun fara til Barcelona eftir komandi tímabil en hefur ekkert farið leynt með það að hann vill komast þangað strax.Samningur Arons og Veszprem nær hinsvegar til 30. júní 2018 og Barcelona ætlar ekki að kaupa Aron frá ungverska liðinu. Félögin funduðu um framtíð Arons í lok síðasta mánaðar en niðurstaðan af þeim viðræðum var að Aron myndi klára komandi tímabil með ungverska liðinu. Þegar Aron lét síðan ekki sjá sig í dag og þjálfarinn fékk að vita af því með SMS: Ungverska liðið brást mjög illa við þessari ákvörðun Arons og skrifaði strax um skróp hans á heimasíðu sína. Ljubomir Vranjes sagði í fréttinni á heimasíðu Veszprem að Aron fengi ekkert tækfæri hjá Veszprem á næsta tímabili því svona framkoma væri ekki liðin hjá félaginu. „Atvinnumaður á ekki að setja sína eigin hagsmuni fram fyrir hagsmuni liðsins,“ er haft eftir Vranjes á heimasíðu Veszprem. Ungverjarnir ætla nú að fara í hart og höfða mál gegn Aroni Pálmarssyni vegna brots á samningi hans og félagsins sem er enn í fullu gildi þótt að Aron vilji komast til Barcelona. Það er erfitt að sjá íslenska landsliðsmanninn spila aftur fyrir Veszprem eftir atburði dagsins en hvar eða hvort hann spilar einhversstaðar 2017-18 á eftir að koma í ljós. Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Það er allt farið í bál og brand í samskiptum milli ungverska félagsins Veszprem og íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar. Aron mætti ekki á æfingu hjá Veszprem í dag eins og hann átti að gera en þá hófust æfingar fyrir komandi leiktíð. Aron sendi þjálfaranum Ljubomir Vranjes smáskilaboð fimmtán mínútum fyrir æfingu þar sem hann tjáði Svíanum að hann myndi ekki mæta á æfinguna. Aron Pálmarsson mun fara til Barcelona eftir komandi tímabil en hefur ekkert farið leynt með það að hann vill komast þangað strax.Samningur Arons og Veszprem nær hinsvegar til 30. júní 2018 og Barcelona ætlar ekki að kaupa Aron frá ungverska liðinu. Félögin funduðu um framtíð Arons í lok síðasta mánaðar en niðurstaðan af þeim viðræðum var að Aron myndi klára komandi tímabil með ungverska liðinu. Þegar Aron lét síðan ekki sjá sig í dag og þjálfarinn fékk að vita af því með SMS: Ungverska liðið brást mjög illa við þessari ákvörðun Arons og skrifaði strax um skróp hans á heimasíðu sína. Ljubomir Vranjes sagði í fréttinni á heimasíðu Veszprem að Aron fengi ekkert tækfæri hjá Veszprem á næsta tímabili því svona framkoma væri ekki liðin hjá félaginu. „Atvinnumaður á ekki að setja sína eigin hagsmuni fram fyrir hagsmuni liðsins,“ er haft eftir Vranjes á heimasíðu Veszprem. Ungverjarnir ætla nú að fara í hart og höfða mál gegn Aroni Pálmarssyni vegna brots á samningi hans og félagsins sem er enn í fullu gildi þótt að Aron vilji komast til Barcelona. Það er erfitt að sjá íslenska landsliðsmanninn spila aftur fyrir Veszprem eftir atburði dagsins en hvar eða hvort hann spilar einhversstaðar 2017-18 á eftir að koma í ljós.
Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira