Afleiðingar ofbeldis – hvað þýðir það á mannamáli? Jóhanna G. Birnudóttir skrifar 5. desember 2017 06:00 Öll höfum við heyrt um hverjar eru afleiðingar ofbeldis í æsku. Það eru bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar, en hvað þýðir það í raun og veru? Markaleysi, hvað þýðir það? Jú, að finna ekki mörkin sín, að fólk getur valtað yfir mann bæði andlega og líkamlega og viðkomandi nær ekki að staðsetja sig, nær ekki að segja nei í mörgum aðstæðum og áttar sig jafnvel ekki á því fyrr en löngu seinna. Þetta getur verið á mörgum sviðum. Að geta ekki sagt nei við kynlífi, samskiptum, vinnu, félagslífi eða jafnvel einfaldlega að segja nei mig langar ekki í ís. Að finna ekki hjá sjálfum sér stopp takkann og jafnvel þó maður vilji segja nei er maður kominn í þær aðstæður að finnast það of seint að segja nei. Brotin sjálfsmynd. Finnast maður óhreinn og ljótur, að allir geti séð utan á manni í hvernig umhverfi maður er. Efast sífellt um sjálfan sig, allt sem maður gerir eða segir hljóti að vera rangt. Að maður les alltaf það versta úr aðstæðum. Ef einhver hrósar manni sé það vorkun eða kaldhæðni, ef það voru skammir var það til að fullvissa mann um að maður væri ómögulegur í alla staði og gæti ekki lært neitt. Viðkomandi fer oft í það að passa sig á að vera ekki fyrir, vera ekki til og fer líka í að gæta að öllum öðrum líði vel, á sinn kostnað. Skömm. Skammast sín fyrir hvernig maður talar, hvernig maður hreyfir sig, hvernig maður borðar, í hvernig fötum maður er eða hvernig lykt sé af manni. Skömmin er svo þung að oft er erfitt að anda. Samviskubit. Að hafa samviskubit yfir því að vera til, hvernig manni leið, hvernig öðrum leið, hefði ekki átt að segja þetta, hefði ekki átt að gera svona. Líkamleg einkenni; Verkir. Endalausir óútskýrðir verkir. Jafnvel á unga aldri að finna allsstaðar til í líkamanum. Maganum, höfðinu, bakinu, hálsinum, hnjánum. vaðandi í vöðvabólgu sem enginn hefur skýringu á. Meltingartruflanir, hjartsláttartruflanir, móðurlífsvandamál, sviði í beinunum. Að segja ekki frá getur verið lífshættulegt. Með því að segja upphátt orðin sem þeytast um í höfðinu á manni losar maður um verki, bæði líkamlega og andlega. Því oftar sem þú segir frá, því meira nærðu að losa þig frá atburðunum. Með því að segja frá nærðu að koma tilfinningum þínum í réttara horf. Með því að segja frá ertu að bjarga eigin lífi.Með bestu kveðju ,Jokka (Jóhanna G. Birnudóttir), starfskona Aflsins – Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Öll höfum við heyrt um hverjar eru afleiðingar ofbeldis í æsku. Það eru bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar, en hvað þýðir það í raun og veru? Markaleysi, hvað þýðir það? Jú, að finna ekki mörkin sín, að fólk getur valtað yfir mann bæði andlega og líkamlega og viðkomandi nær ekki að staðsetja sig, nær ekki að segja nei í mörgum aðstæðum og áttar sig jafnvel ekki á því fyrr en löngu seinna. Þetta getur verið á mörgum sviðum. Að geta ekki sagt nei við kynlífi, samskiptum, vinnu, félagslífi eða jafnvel einfaldlega að segja nei mig langar ekki í ís. Að finna ekki hjá sjálfum sér stopp takkann og jafnvel þó maður vilji segja nei er maður kominn í þær aðstæður að finnast það of seint að segja nei. Brotin sjálfsmynd. Finnast maður óhreinn og ljótur, að allir geti séð utan á manni í hvernig umhverfi maður er. Efast sífellt um sjálfan sig, allt sem maður gerir eða segir hljóti að vera rangt. Að maður les alltaf það versta úr aðstæðum. Ef einhver hrósar manni sé það vorkun eða kaldhæðni, ef það voru skammir var það til að fullvissa mann um að maður væri ómögulegur í alla staði og gæti ekki lært neitt. Viðkomandi fer oft í það að passa sig á að vera ekki fyrir, vera ekki til og fer líka í að gæta að öllum öðrum líði vel, á sinn kostnað. Skömm. Skammast sín fyrir hvernig maður talar, hvernig maður hreyfir sig, hvernig maður borðar, í hvernig fötum maður er eða hvernig lykt sé af manni. Skömmin er svo þung að oft er erfitt að anda. Samviskubit. Að hafa samviskubit yfir því að vera til, hvernig manni leið, hvernig öðrum leið, hefði ekki átt að segja þetta, hefði ekki átt að gera svona. Líkamleg einkenni; Verkir. Endalausir óútskýrðir verkir. Jafnvel á unga aldri að finna allsstaðar til í líkamanum. Maganum, höfðinu, bakinu, hálsinum, hnjánum. vaðandi í vöðvabólgu sem enginn hefur skýringu á. Meltingartruflanir, hjartsláttartruflanir, móðurlífsvandamál, sviði í beinunum. Að segja ekki frá getur verið lífshættulegt. Með því að segja upphátt orðin sem þeytast um í höfðinu á manni losar maður um verki, bæði líkamlega og andlega. Því oftar sem þú segir frá, því meira nærðu að losa þig frá atburðunum. Með því að segja frá nærðu að koma tilfinningum þínum í réttara horf. Með því að segja frá ertu að bjarga eigin lífi.Með bestu kveðju ,Jokka (Jóhanna G. Birnudóttir), starfskona Aflsins – Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar