Ungt fólk skilið eftir Logi Einarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt. Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort. Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins. Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika. Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað. Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði. Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Logi Einarsson Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt. Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort. Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins. Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika. Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað. Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði. Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun