„Í guðanna bænum gerið það ekki“ Hrafn Magnússon skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Enn á ný er komið fram frumvarp á Alþingi um að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Verði frumvarpið að lögum verður hægt að kaupa léttvín og bjór í verslunum frá og með næstu áramótum frá klukkan níu að morgni til miðnættis. Þetta frumvarp er lagt fram þó vitað sé að meirihluti landsmanna hefur í mörgum skoðanakönnunum lýst sig andsnúinn því að hægt sé að kaupa áfengi í matvöruverslunum.Skoðun landlæknis og umboðsmanns barna Birgir Jakobsson landlæknir hefur sagt í fjölmiðlum nýlega að fyrirhugað frumvarp sé algjörlega í andstöðu við lýðheilsustefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. Landlæknir segir orðrétt: „Raunverulega er það í andstöðu við það sem alþjóðasamtök segja; að hafi maður ekki sleppt þessu frjálsu í guðanna bænum gerið það ekki. Þetta skref verður aldrei tekið til baka og er óheillaspor.“ Þegar viðlíka frumvarp var til umræðu á Alþingi á síðasta vetri kom fram í umsögn umboðsmanns barna, Margrétar Maríu Sigurðardóttur, að fjölmargar rannsóknir hafi sýnt að aukið aðgengi að áfengi auki neyslu í samfélaginu og skapi verulegar neikvæðar afleiðingar fyrir börn, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt.Viðtal við forstjóra Haga Þó fjöldinn allur af fagaðilum, einkum á sviði heilbrigðismála, hafi stigið fram og varað við þeim skaðlegu áhrifum sem aukið aðgengi áfengis í matvöruverslunum hafi í för með sér er þó einn aðili sem fagnar frumvarpinu sérstaklega. Hann heitir Finnur Árnason og er forstjóri Haga, sem m.a. rekur Bónus og verslanir Hagkaups. Í löngu blaðaviðtali við forstjórann lýsir hann því yfir að það sé tímaskekkja að heimila ekki sölu áfengis í matvöruverslunum. Hagar séu nú „að byggja upp í rólegheitum“ að koma áfengistegundum Haga í sölu í vínbúðum. Nú þegar sé fyrirtækið komið með 50 tegundir í sölu sem verði 65 talsins innan skamms. Finnur Árnason fagnar sérstaklega að líkurnar á að opna fyrir sölu áfengis í matvöruverslunum hafi aukist með nýrri ríkisstjórn og „að yngri þingmenn átti sig á því að þetta er úrlausnarverkefni sem þarf að leysa“. Við lestur þessa viðtals við Finn Árnason, forstjóra Haga, kemur skýrt fram að hann óskar þess heitast að umrætt frumvarp verði samþykkt á Alþingi og að hægt verði að kaupa áfengi í Bónus og verslunum Hagkaups eins fljótt og verða má. Nú er það svo að Hagar eru almenningshlutafélag sem skráð er á markaði í Kauphöll Íslands. Meðal tíu stærstu hluthafanna eru sjö lífeyrissjóðir. Það má því eiginlega segja að þjóðin eigi Haga. Sú sama þjóð sem að meirihluta er á móti auknu aðgengi á áfengi í matvöruverslunum.Hver er skoðun stjórnar Haga? Í umræddu viðtali talar Finnur bersýnilega sem forstjóri Haga. Hann er því ekki að reifa sínar einkaskoðanir heldur hlýtur hann að tala í umboði stjórnar Haga. Eða hvað? Ekkert hefur heyrst í stjórn Haga og engar athugasemdir borist um það að hún sé ósammála forstjóranum. Hvernig væri að fjölmiðlamenn leituðu álits stjórnar Haga hvort hún sé sammála forstjóranum um sölu léttvíns og bjórs í verslunum fyrirtækisins, þrátt fyrir aðvaranir heilbrigðisstétta með landlækni í forystu? Stjórn Haga getur ekki borið fyrir sig að það sé ekki á verksviði hennar að ákveða einstaka vöruflokka í verslunum fyrirtækisins. Málið er langtum stærra og alvarlega en það. Stjórnin hlýtur að hafa skoðun á þessu stórmáli. Hún getur ekki látið forstjórann spila einleik.Í guðanna bænum gerið það ekki Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að sala áfengis í matvöruverslunum sé ekki spurning um frelsi, ríkisrekstur eða ekki ríkisrekstur. Málið snúist aftur á móti um að koma í veg fyrir eitt versta heilsufarsvandamál ungs fólks sem er alkóhólismi og að koma í veg fyrir að freisting sé fyrir allra augum í matvöruverslunum. Færa má fullgild rök fyrir því að örorkulífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna muni aukast ef þetta áfengisfrumvarp nær fram að ganga. Með aukinni örorku minnkar að sama skapi geta lífeyrissjóðanna til eftirlaunagreiðslna. Það er því dapurlegt ef stjórn Haga með forstjórann í fararbroddi ætlar að berjast fyrir afgreiðslu þessa áfengisfrumvarps. Í guðanna bænum gerið það ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er komið fram frumvarp á Alþingi um að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Verði frumvarpið að lögum verður hægt að kaupa léttvín og bjór í verslunum frá og með næstu áramótum frá klukkan níu að morgni til miðnættis. Þetta frumvarp er lagt fram þó vitað sé að meirihluti landsmanna hefur í mörgum skoðanakönnunum lýst sig andsnúinn því að hægt sé að kaupa áfengi í matvöruverslunum.Skoðun landlæknis og umboðsmanns barna Birgir Jakobsson landlæknir hefur sagt í fjölmiðlum nýlega að fyrirhugað frumvarp sé algjörlega í andstöðu við lýðheilsustefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. Landlæknir segir orðrétt: „Raunverulega er það í andstöðu við það sem alþjóðasamtök segja; að hafi maður ekki sleppt þessu frjálsu í guðanna bænum gerið það ekki. Þetta skref verður aldrei tekið til baka og er óheillaspor.“ Þegar viðlíka frumvarp var til umræðu á Alþingi á síðasta vetri kom fram í umsögn umboðsmanns barna, Margrétar Maríu Sigurðardóttur, að fjölmargar rannsóknir hafi sýnt að aukið aðgengi að áfengi auki neyslu í samfélaginu og skapi verulegar neikvæðar afleiðingar fyrir börn, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt.Viðtal við forstjóra Haga Þó fjöldinn allur af fagaðilum, einkum á sviði heilbrigðismála, hafi stigið fram og varað við þeim skaðlegu áhrifum sem aukið aðgengi áfengis í matvöruverslunum hafi í för með sér er þó einn aðili sem fagnar frumvarpinu sérstaklega. Hann heitir Finnur Árnason og er forstjóri Haga, sem m.a. rekur Bónus og verslanir Hagkaups. Í löngu blaðaviðtali við forstjórann lýsir hann því yfir að það sé tímaskekkja að heimila ekki sölu áfengis í matvöruverslunum. Hagar séu nú „að byggja upp í rólegheitum“ að koma áfengistegundum Haga í sölu í vínbúðum. Nú þegar sé fyrirtækið komið með 50 tegundir í sölu sem verði 65 talsins innan skamms. Finnur Árnason fagnar sérstaklega að líkurnar á að opna fyrir sölu áfengis í matvöruverslunum hafi aukist með nýrri ríkisstjórn og „að yngri þingmenn átti sig á því að þetta er úrlausnarverkefni sem þarf að leysa“. Við lestur þessa viðtals við Finn Árnason, forstjóra Haga, kemur skýrt fram að hann óskar þess heitast að umrætt frumvarp verði samþykkt á Alþingi og að hægt verði að kaupa áfengi í Bónus og verslunum Hagkaups eins fljótt og verða má. Nú er það svo að Hagar eru almenningshlutafélag sem skráð er á markaði í Kauphöll Íslands. Meðal tíu stærstu hluthafanna eru sjö lífeyrissjóðir. Það má því eiginlega segja að þjóðin eigi Haga. Sú sama þjóð sem að meirihluta er á móti auknu aðgengi á áfengi í matvöruverslunum.Hver er skoðun stjórnar Haga? Í umræddu viðtali talar Finnur bersýnilega sem forstjóri Haga. Hann er því ekki að reifa sínar einkaskoðanir heldur hlýtur hann að tala í umboði stjórnar Haga. Eða hvað? Ekkert hefur heyrst í stjórn Haga og engar athugasemdir borist um það að hún sé ósammála forstjóranum. Hvernig væri að fjölmiðlamenn leituðu álits stjórnar Haga hvort hún sé sammála forstjóranum um sölu léttvíns og bjórs í verslunum fyrirtækisins, þrátt fyrir aðvaranir heilbrigðisstétta með landlækni í forystu? Stjórn Haga getur ekki borið fyrir sig að það sé ekki á verksviði hennar að ákveða einstaka vöruflokka í verslunum fyrirtækisins. Málið er langtum stærra og alvarlega en það. Stjórnin hlýtur að hafa skoðun á þessu stórmáli. Hún getur ekki látið forstjórann spila einleik.Í guðanna bænum gerið það ekki Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að sala áfengis í matvöruverslunum sé ekki spurning um frelsi, ríkisrekstur eða ekki ríkisrekstur. Málið snúist aftur á móti um að koma í veg fyrir eitt versta heilsufarsvandamál ungs fólks sem er alkóhólismi og að koma í veg fyrir að freisting sé fyrir allra augum í matvöruverslunum. Færa má fullgild rök fyrir því að örorkulífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna muni aukast ef þetta áfengisfrumvarp nær fram að ganga. Með aukinni örorku minnkar að sama skapi geta lífeyrissjóðanna til eftirlaunagreiðslna. Það er því dapurlegt ef stjórn Haga með forstjórann í fararbroddi ætlar að berjast fyrir afgreiðslu þessa áfengisfrumvarps. Í guðanna bænum gerið það ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar