„Í guðanna bænum gerið það ekki“ Hrafn Magnússon skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Enn á ný er komið fram frumvarp á Alþingi um að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Verði frumvarpið að lögum verður hægt að kaupa léttvín og bjór í verslunum frá og með næstu áramótum frá klukkan níu að morgni til miðnættis. Þetta frumvarp er lagt fram þó vitað sé að meirihluti landsmanna hefur í mörgum skoðanakönnunum lýst sig andsnúinn því að hægt sé að kaupa áfengi í matvöruverslunum.Skoðun landlæknis og umboðsmanns barna Birgir Jakobsson landlæknir hefur sagt í fjölmiðlum nýlega að fyrirhugað frumvarp sé algjörlega í andstöðu við lýðheilsustefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. Landlæknir segir orðrétt: „Raunverulega er það í andstöðu við það sem alþjóðasamtök segja; að hafi maður ekki sleppt þessu frjálsu í guðanna bænum gerið það ekki. Þetta skref verður aldrei tekið til baka og er óheillaspor.“ Þegar viðlíka frumvarp var til umræðu á Alþingi á síðasta vetri kom fram í umsögn umboðsmanns barna, Margrétar Maríu Sigurðardóttur, að fjölmargar rannsóknir hafi sýnt að aukið aðgengi að áfengi auki neyslu í samfélaginu og skapi verulegar neikvæðar afleiðingar fyrir börn, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt.Viðtal við forstjóra Haga Þó fjöldinn allur af fagaðilum, einkum á sviði heilbrigðismála, hafi stigið fram og varað við þeim skaðlegu áhrifum sem aukið aðgengi áfengis í matvöruverslunum hafi í för með sér er þó einn aðili sem fagnar frumvarpinu sérstaklega. Hann heitir Finnur Árnason og er forstjóri Haga, sem m.a. rekur Bónus og verslanir Hagkaups. Í löngu blaðaviðtali við forstjórann lýsir hann því yfir að það sé tímaskekkja að heimila ekki sölu áfengis í matvöruverslunum. Hagar séu nú „að byggja upp í rólegheitum“ að koma áfengistegundum Haga í sölu í vínbúðum. Nú þegar sé fyrirtækið komið með 50 tegundir í sölu sem verði 65 talsins innan skamms. Finnur Árnason fagnar sérstaklega að líkurnar á að opna fyrir sölu áfengis í matvöruverslunum hafi aukist með nýrri ríkisstjórn og „að yngri þingmenn átti sig á því að þetta er úrlausnarverkefni sem þarf að leysa“. Við lestur þessa viðtals við Finn Árnason, forstjóra Haga, kemur skýrt fram að hann óskar þess heitast að umrætt frumvarp verði samþykkt á Alþingi og að hægt verði að kaupa áfengi í Bónus og verslunum Hagkaups eins fljótt og verða má. Nú er það svo að Hagar eru almenningshlutafélag sem skráð er á markaði í Kauphöll Íslands. Meðal tíu stærstu hluthafanna eru sjö lífeyrissjóðir. Það má því eiginlega segja að þjóðin eigi Haga. Sú sama þjóð sem að meirihluta er á móti auknu aðgengi á áfengi í matvöruverslunum.Hver er skoðun stjórnar Haga? Í umræddu viðtali talar Finnur bersýnilega sem forstjóri Haga. Hann er því ekki að reifa sínar einkaskoðanir heldur hlýtur hann að tala í umboði stjórnar Haga. Eða hvað? Ekkert hefur heyrst í stjórn Haga og engar athugasemdir borist um það að hún sé ósammála forstjóranum. Hvernig væri að fjölmiðlamenn leituðu álits stjórnar Haga hvort hún sé sammála forstjóranum um sölu léttvíns og bjórs í verslunum fyrirtækisins, þrátt fyrir aðvaranir heilbrigðisstétta með landlækni í forystu? Stjórn Haga getur ekki borið fyrir sig að það sé ekki á verksviði hennar að ákveða einstaka vöruflokka í verslunum fyrirtækisins. Málið er langtum stærra og alvarlega en það. Stjórnin hlýtur að hafa skoðun á þessu stórmáli. Hún getur ekki látið forstjórann spila einleik.Í guðanna bænum gerið það ekki Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að sala áfengis í matvöruverslunum sé ekki spurning um frelsi, ríkisrekstur eða ekki ríkisrekstur. Málið snúist aftur á móti um að koma í veg fyrir eitt versta heilsufarsvandamál ungs fólks sem er alkóhólismi og að koma í veg fyrir að freisting sé fyrir allra augum í matvöruverslunum. Færa má fullgild rök fyrir því að örorkulífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna muni aukast ef þetta áfengisfrumvarp nær fram að ganga. Með aukinni örorku minnkar að sama skapi geta lífeyrissjóðanna til eftirlaunagreiðslna. Það er því dapurlegt ef stjórn Haga með forstjórann í fararbroddi ætlar að berjast fyrir afgreiðslu þessa áfengisfrumvarps. Í guðanna bænum gerið það ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er komið fram frumvarp á Alþingi um að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Verði frumvarpið að lögum verður hægt að kaupa léttvín og bjór í verslunum frá og með næstu áramótum frá klukkan níu að morgni til miðnættis. Þetta frumvarp er lagt fram þó vitað sé að meirihluti landsmanna hefur í mörgum skoðanakönnunum lýst sig andsnúinn því að hægt sé að kaupa áfengi í matvöruverslunum.Skoðun landlæknis og umboðsmanns barna Birgir Jakobsson landlæknir hefur sagt í fjölmiðlum nýlega að fyrirhugað frumvarp sé algjörlega í andstöðu við lýðheilsustefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. Landlæknir segir orðrétt: „Raunverulega er það í andstöðu við það sem alþjóðasamtök segja; að hafi maður ekki sleppt þessu frjálsu í guðanna bænum gerið það ekki. Þetta skref verður aldrei tekið til baka og er óheillaspor.“ Þegar viðlíka frumvarp var til umræðu á Alþingi á síðasta vetri kom fram í umsögn umboðsmanns barna, Margrétar Maríu Sigurðardóttur, að fjölmargar rannsóknir hafi sýnt að aukið aðgengi að áfengi auki neyslu í samfélaginu og skapi verulegar neikvæðar afleiðingar fyrir börn, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt.Viðtal við forstjóra Haga Þó fjöldinn allur af fagaðilum, einkum á sviði heilbrigðismála, hafi stigið fram og varað við þeim skaðlegu áhrifum sem aukið aðgengi áfengis í matvöruverslunum hafi í för með sér er þó einn aðili sem fagnar frumvarpinu sérstaklega. Hann heitir Finnur Árnason og er forstjóri Haga, sem m.a. rekur Bónus og verslanir Hagkaups. Í löngu blaðaviðtali við forstjórann lýsir hann því yfir að það sé tímaskekkja að heimila ekki sölu áfengis í matvöruverslunum. Hagar séu nú „að byggja upp í rólegheitum“ að koma áfengistegundum Haga í sölu í vínbúðum. Nú þegar sé fyrirtækið komið með 50 tegundir í sölu sem verði 65 talsins innan skamms. Finnur Árnason fagnar sérstaklega að líkurnar á að opna fyrir sölu áfengis í matvöruverslunum hafi aukist með nýrri ríkisstjórn og „að yngri þingmenn átti sig á því að þetta er úrlausnarverkefni sem þarf að leysa“. Við lestur þessa viðtals við Finn Árnason, forstjóra Haga, kemur skýrt fram að hann óskar þess heitast að umrætt frumvarp verði samþykkt á Alþingi og að hægt verði að kaupa áfengi í Bónus og verslunum Hagkaups eins fljótt og verða má. Nú er það svo að Hagar eru almenningshlutafélag sem skráð er á markaði í Kauphöll Íslands. Meðal tíu stærstu hluthafanna eru sjö lífeyrissjóðir. Það má því eiginlega segja að þjóðin eigi Haga. Sú sama þjóð sem að meirihluta er á móti auknu aðgengi á áfengi í matvöruverslunum.Hver er skoðun stjórnar Haga? Í umræddu viðtali talar Finnur bersýnilega sem forstjóri Haga. Hann er því ekki að reifa sínar einkaskoðanir heldur hlýtur hann að tala í umboði stjórnar Haga. Eða hvað? Ekkert hefur heyrst í stjórn Haga og engar athugasemdir borist um það að hún sé ósammála forstjóranum. Hvernig væri að fjölmiðlamenn leituðu álits stjórnar Haga hvort hún sé sammála forstjóranum um sölu léttvíns og bjórs í verslunum fyrirtækisins, þrátt fyrir aðvaranir heilbrigðisstétta með landlækni í forystu? Stjórn Haga getur ekki borið fyrir sig að það sé ekki á verksviði hennar að ákveða einstaka vöruflokka í verslunum fyrirtækisins. Málið er langtum stærra og alvarlega en það. Stjórnin hlýtur að hafa skoðun á þessu stórmáli. Hún getur ekki látið forstjórann spila einleik.Í guðanna bænum gerið það ekki Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að sala áfengis í matvöruverslunum sé ekki spurning um frelsi, ríkisrekstur eða ekki ríkisrekstur. Málið snúist aftur á móti um að koma í veg fyrir eitt versta heilsufarsvandamál ungs fólks sem er alkóhólismi og að koma í veg fyrir að freisting sé fyrir allra augum í matvöruverslunum. Færa má fullgild rök fyrir því að örorkulífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna muni aukast ef þetta áfengisfrumvarp nær fram að ganga. Með aukinni örorku minnkar að sama skapi geta lífeyrissjóðanna til eftirlaunagreiðslna. Það er því dapurlegt ef stjórn Haga með forstjórann í fararbroddi ætlar að berjast fyrir afgreiðslu þessa áfengisfrumvarps. Í guðanna bænum gerið það ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar