Áfengisfrumvarpið enn og aftur Guðmundur Edgarsson skrifar 10. mars 2017 07:00 Undarleg þessi læti vegna nýja áfengisfrumvarpsins. Í takt við kröfur neytenda hefur ÁTVR bætt þjónustu vínbúða sinna og aðgengi svo um munar á undanförnum árum en svo þegar taka á næsta skref í þeirri þróun þá er lýðheilsa þjóðarinnar skyndilega í húfi og harmþrungnar ræður haldnar um brotnar fjölskyldur og skelfilegar afleiðingar áfengisdrykkju. Engu líkara er en að einmitt nú sé komið að þolmörkum: verði vínið selt inni í matvörubúðum frekar en í sérstökum verslunum steinsnar frá, oft undir sama þaki með og einu skilrúmi á milli, þá muni áfengisdrykkja landsmanna fara úr böndunum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Er nema von að menn spyrji: Af hverju hafa þeir, sem nú hafa sig mest í frammi gegn áfengisfrumvarpinu, ekki barist gegn stöðugt aukinni þjónustu ÁTVR og bættu aðgengi vínbúðanna undanfarin ár? Hvers vegna hefur fólk ekki stigið fram og krafist þess að dregið yrði rækilega úr þjónustunni, verð hækkað verulega, vöruúrval minnkað stórlega og útibúum fækkað svo um munaði?Ótti við frelsi og einkaframtak? Andstæðingar áfengisfrumvarpsins hljóta að gera sér grein fyrir að engu breytir í heildarmyndinni hvort vín sé selt inni í kjörbúðinni eða hinum megin við vegginn. Það sem raunverulega býr að baki neikvæðni þeirra hlýtur því að vera annars eðlis, t.d. rótgróin íhaldssemi, óþol gagnvart frelsisþenkjandi fólki eða dálæti á miðstýringu og ríkisrekstri. Því virðist sem gagnrýnendur frumvarpsins hafi í raun ekki tiltakanlegar áhyggjur af mögulegri fjölgun áfengissjúklinga heldur að einkavæðing áfengisverslunarinnar muni falla fólki jafn vel í geð og afnám bjórbannsins fræga sem bætti vínmenningu landsmanna svo um munaði þvert á allt svartagallsrausið. Fáum hefur dottið í hug að koma bjórbanninu á aftur. Enn færri hefur hugkvæmst að færa þjónustustig ÁTVR eða vöruúrval áratugi aftur í tímann. Þegar upp er staðið kann fólk nefnilega að meta frelsið. Kannski þar liggur hundurinn grafinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undarleg þessi læti vegna nýja áfengisfrumvarpsins. Í takt við kröfur neytenda hefur ÁTVR bætt þjónustu vínbúða sinna og aðgengi svo um munar á undanförnum árum en svo þegar taka á næsta skref í þeirri þróun þá er lýðheilsa þjóðarinnar skyndilega í húfi og harmþrungnar ræður haldnar um brotnar fjölskyldur og skelfilegar afleiðingar áfengisdrykkju. Engu líkara er en að einmitt nú sé komið að þolmörkum: verði vínið selt inni í matvörubúðum frekar en í sérstökum verslunum steinsnar frá, oft undir sama þaki með og einu skilrúmi á milli, þá muni áfengisdrykkja landsmanna fara úr böndunum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Er nema von að menn spyrji: Af hverju hafa þeir, sem nú hafa sig mest í frammi gegn áfengisfrumvarpinu, ekki barist gegn stöðugt aukinni þjónustu ÁTVR og bættu aðgengi vínbúðanna undanfarin ár? Hvers vegna hefur fólk ekki stigið fram og krafist þess að dregið yrði rækilega úr þjónustunni, verð hækkað verulega, vöruúrval minnkað stórlega og útibúum fækkað svo um munaði?Ótti við frelsi og einkaframtak? Andstæðingar áfengisfrumvarpsins hljóta að gera sér grein fyrir að engu breytir í heildarmyndinni hvort vín sé selt inni í kjörbúðinni eða hinum megin við vegginn. Það sem raunverulega býr að baki neikvæðni þeirra hlýtur því að vera annars eðlis, t.d. rótgróin íhaldssemi, óþol gagnvart frelsisþenkjandi fólki eða dálæti á miðstýringu og ríkisrekstri. Því virðist sem gagnrýnendur frumvarpsins hafi í raun ekki tiltakanlegar áhyggjur af mögulegri fjölgun áfengissjúklinga heldur að einkavæðing áfengisverslunarinnar muni falla fólki jafn vel í geð og afnám bjórbannsins fræga sem bætti vínmenningu landsmanna svo um munaði þvert á allt svartagallsrausið. Fáum hefur dottið í hug að koma bjórbanninu á aftur. Enn færri hefur hugkvæmst að færa þjónustustig ÁTVR eða vöruúrval áratugi aftur í tímann. Þegar upp er staðið kann fólk nefnilega að meta frelsið. Kannski þar liggur hundurinn grafinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun