Dóttir mín á möguleika á eðlilegu lífi Einar Hjaltason skrifar 9. mars 2017 07:00 Endómetríósa er krónískur, sársaukafullur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómurinn getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa. Meðal einkenna geta verið miklir verkir, vandamál og verkir tengt meltingunni, ófrjósemi, ógleði og síþreyta. Konur með endómetríósu eru einnig líklegri en aðrar konur til að fá vefjagigt, skjaldkirtilsóreglu, auk andlegra erfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Sjúkdómurinn er mjög lúmskur og verkirnir geta komið fyrirvaralaust sem oft endar með spítalaferð sjúklings til verkjameðhöndlunar.Rétti læknirinn Margar konur sem hafa þennan sjúkdóm hafa gengið á milli lækna til þess að leita sér aðstoðar án þess að fá greiningu. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim læknum sem ekki hafa greint endómetríósu hjá sjúklingum sínum heldur verið að sýna fram á hversu lúmskur og erfiður sjúkdómurinn getur verið. Að komast að hjá rétta lækninum tímanlega getur skipt sköpum fyrir framtíð sjúklingsins. Fái endómetríósa óáreitt að grassera í kviðarholi sjúklings í lengri tíma getur hún valdið óbætanlegum skaða á líffærum sjúklings og aukið líkur á ófrjósemi. Dóttir okkar hjóna er lýsandi dæmi um þá erfiðleika sem fjölskyldur lenda í þegar þessi sjúkdómur gerir vart við sig. Þegar hún byrjaði á blæðingum 11 ára gömul fór fljótlega að bera á miklum verkjum hjá henni sem höfðu mikil áhrif á hennar daglega líf og í raun alla fjölskylduna. Hún missti mikið úr skóla og eyddi löngum stundum í rúminu. Verkjalyf voru tekin í stórum skömmtum með mis góðum árangri. Oft þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún lá á gólfinu og engdist um. Hún fór nokkrar ferðir með sjúkrabíl inn á Barnaspítala þar sem hún var sprautuð niður. Nokkrum sinnum leið yfir hana og hún kastaði upp af verkjum. Lífsgæðin voru ekki mikil á þessum tíma. En þegar hún var 18 ára komst hún til rétta læknisins. Sá læknir skar hana upp og í kviðarholsspegluninni var staðfest að hún væri með endómetríósu. Dóttir mín fékk í framhaldinu viðeigandi meðferð og ráðgjöf sem gjörbylti hennar lífi. Í dag lifir hún nokkuð eðlilegu lífi þó sjúkdómurinn minni stundum á sig en þó í miklu minni mæli en áður.Göngudeild Þar með er þessu þó ekki lokið. Þar sem endómetríósa er krónískur sjúkdómur verður hann alltaf til staðar. Að hafa aðgang að sérfræðingum í þessum sjúkdómi er ómetanlegt. Samtök um endómetríósu hafa átt gott samtal og samstarf við stjórnendur Kvennadeildar við Landspítalann. Á fundum okkar var stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki á Kvennadeild Landspítalans meginumræðuefnið. Er það von okkar að samstarfið skili árangri. Dagana 4. til 10. mars er vika endómetríósu. Frekari upplýsingar um endómetríósu er að finna á www.endo.is Staða kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði https://www.facebook.com/events/816152245205837/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Endómetríósa er krónískur, sársaukafullur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómurinn getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa. Meðal einkenna geta verið miklir verkir, vandamál og verkir tengt meltingunni, ófrjósemi, ógleði og síþreyta. Konur með endómetríósu eru einnig líklegri en aðrar konur til að fá vefjagigt, skjaldkirtilsóreglu, auk andlegra erfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Sjúkdómurinn er mjög lúmskur og verkirnir geta komið fyrirvaralaust sem oft endar með spítalaferð sjúklings til verkjameðhöndlunar.Rétti læknirinn Margar konur sem hafa þennan sjúkdóm hafa gengið á milli lækna til þess að leita sér aðstoðar án þess að fá greiningu. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim læknum sem ekki hafa greint endómetríósu hjá sjúklingum sínum heldur verið að sýna fram á hversu lúmskur og erfiður sjúkdómurinn getur verið. Að komast að hjá rétta lækninum tímanlega getur skipt sköpum fyrir framtíð sjúklingsins. Fái endómetríósa óáreitt að grassera í kviðarholi sjúklings í lengri tíma getur hún valdið óbætanlegum skaða á líffærum sjúklings og aukið líkur á ófrjósemi. Dóttir okkar hjóna er lýsandi dæmi um þá erfiðleika sem fjölskyldur lenda í þegar þessi sjúkdómur gerir vart við sig. Þegar hún byrjaði á blæðingum 11 ára gömul fór fljótlega að bera á miklum verkjum hjá henni sem höfðu mikil áhrif á hennar daglega líf og í raun alla fjölskylduna. Hún missti mikið úr skóla og eyddi löngum stundum í rúminu. Verkjalyf voru tekin í stórum skömmtum með mis góðum árangri. Oft þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún lá á gólfinu og engdist um. Hún fór nokkrar ferðir með sjúkrabíl inn á Barnaspítala þar sem hún var sprautuð niður. Nokkrum sinnum leið yfir hana og hún kastaði upp af verkjum. Lífsgæðin voru ekki mikil á þessum tíma. En þegar hún var 18 ára komst hún til rétta læknisins. Sá læknir skar hana upp og í kviðarholsspegluninni var staðfest að hún væri með endómetríósu. Dóttir mín fékk í framhaldinu viðeigandi meðferð og ráðgjöf sem gjörbylti hennar lífi. Í dag lifir hún nokkuð eðlilegu lífi þó sjúkdómurinn minni stundum á sig en þó í miklu minni mæli en áður.Göngudeild Þar með er þessu þó ekki lokið. Þar sem endómetríósa er krónískur sjúkdómur verður hann alltaf til staðar. Að hafa aðgang að sérfræðingum í þessum sjúkdómi er ómetanlegt. Samtök um endómetríósu hafa átt gott samtal og samstarf við stjórnendur Kvennadeildar við Landspítalann. Á fundum okkar var stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki á Kvennadeild Landspítalans meginumræðuefnið. Er það von okkar að samstarfið skili árangri. Dagana 4. til 10. mars er vika endómetríósu. Frekari upplýsingar um endómetríósu er að finna á www.endo.is Staða kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði https://www.facebook.com/events/816152245205837/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun