Dóttir mín á möguleika á eðlilegu lífi Einar Hjaltason skrifar 9. mars 2017 07:00 Endómetríósa er krónískur, sársaukafullur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómurinn getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa. Meðal einkenna geta verið miklir verkir, vandamál og verkir tengt meltingunni, ófrjósemi, ógleði og síþreyta. Konur með endómetríósu eru einnig líklegri en aðrar konur til að fá vefjagigt, skjaldkirtilsóreglu, auk andlegra erfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Sjúkdómurinn er mjög lúmskur og verkirnir geta komið fyrirvaralaust sem oft endar með spítalaferð sjúklings til verkjameðhöndlunar.Rétti læknirinn Margar konur sem hafa þennan sjúkdóm hafa gengið á milli lækna til þess að leita sér aðstoðar án þess að fá greiningu. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim læknum sem ekki hafa greint endómetríósu hjá sjúklingum sínum heldur verið að sýna fram á hversu lúmskur og erfiður sjúkdómurinn getur verið. Að komast að hjá rétta lækninum tímanlega getur skipt sköpum fyrir framtíð sjúklingsins. Fái endómetríósa óáreitt að grassera í kviðarholi sjúklings í lengri tíma getur hún valdið óbætanlegum skaða á líffærum sjúklings og aukið líkur á ófrjósemi. Dóttir okkar hjóna er lýsandi dæmi um þá erfiðleika sem fjölskyldur lenda í þegar þessi sjúkdómur gerir vart við sig. Þegar hún byrjaði á blæðingum 11 ára gömul fór fljótlega að bera á miklum verkjum hjá henni sem höfðu mikil áhrif á hennar daglega líf og í raun alla fjölskylduna. Hún missti mikið úr skóla og eyddi löngum stundum í rúminu. Verkjalyf voru tekin í stórum skömmtum með mis góðum árangri. Oft þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún lá á gólfinu og engdist um. Hún fór nokkrar ferðir með sjúkrabíl inn á Barnaspítala þar sem hún var sprautuð niður. Nokkrum sinnum leið yfir hana og hún kastaði upp af verkjum. Lífsgæðin voru ekki mikil á þessum tíma. En þegar hún var 18 ára komst hún til rétta læknisins. Sá læknir skar hana upp og í kviðarholsspegluninni var staðfest að hún væri með endómetríósu. Dóttir mín fékk í framhaldinu viðeigandi meðferð og ráðgjöf sem gjörbylti hennar lífi. Í dag lifir hún nokkuð eðlilegu lífi þó sjúkdómurinn minni stundum á sig en þó í miklu minni mæli en áður.Göngudeild Þar með er þessu þó ekki lokið. Þar sem endómetríósa er krónískur sjúkdómur verður hann alltaf til staðar. Að hafa aðgang að sérfræðingum í þessum sjúkdómi er ómetanlegt. Samtök um endómetríósu hafa átt gott samtal og samstarf við stjórnendur Kvennadeildar við Landspítalann. Á fundum okkar var stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki á Kvennadeild Landspítalans meginumræðuefnið. Er það von okkar að samstarfið skili árangri. Dagana 4. til 10. mars er vika endómetríósu. Frekari upplýsingar um endómetríósu er að finna á www.endo.is Staða kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði https://www.facebook.com/events/816152245205837/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Endómetríósa er krónískur, sársaukafullur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómurinn getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa. Meðal einkenna geta verið miklir verkir, vandamál og verkir tengt meltingunni, ófrjósemi, ógleði og síþreyta. Konur með endómetríósu eru einnig líklegri en aðrar konur til að fá vefjagigt, skjaldkirtilsóreglu, auk andlegra erfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Sjúkdómurinn er mjög lúmskur og verkirnir geta komið fyrirvaralaust sem oft endar með spítalaferð sjúklings til verkjameðhöndlunar.Rétti læknirinn Margar konur sem hafa þennan sjúkdóm hafa gengið á milli lækna til þess að leita sér aðstoðar án þess að fá greiningu. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim læknum sem ekki hafa greint endómetríósu hjá sjúklingum sínum heldur verið að sýna fram á hversu lúmskur og erfiður sjúkdómurinn getur verið. Að komast að hjá rétta lækninum tímanlega getur skipt sköpum fyrir framtíð sjúklingsins. Fái endómetríósa óáreitt að grassera í kviðarholi sjúklings í lengri tíma getur hún valdið óbætanlegum skaða á líffærum sjúklings og aukið líkur á ófrjósemi. Dóttir okkar hjóna er lýsandi dæmi um þá erfiðleika sem fjölskyldur lenda í þegar þessi sjúkdómur gerir vart við sig. Þegar hún byrjaði á blæðingum 11 ára gömul fór fljótlega að bera á miklum verkjum hjá henni sem höfðu mikil áhrif á hennar daglega líf og í raun alla fjölskylduna. Hún missti mikið úr skóla og eyddi löngum stundum í rúminu. Verkjalyf voru tekin í stórum skömmtum með mis góðum árangri. Oft þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún lá á gólfinu og engdist um. Hún fór nokkrar ferðir með sjúkrabíl inn á Barnaspítala þar sem hún var sprautuð niður. Nokkrum sinnum leið yfir hana og hún kastaði upp af verkjum. Lífsgæðin voru ekki mikil á þessum tíma. En þegar hún var 18 ára komst hún til rétta læknisins. Sá læknir skar hana upp og í kviðarholsspegluninni var staðfest að hún væri með endómetríósu. Dóttir mín fékk í framhaldinu viðeigandi meðferð og ráðgjöf sem gjörbylti hennar lífi. Í dag lifir hún nokkuð eðlilegu lífi þó sjúkdómurinn minni stundum á sig en þó í miklu minni mæli en áður.Göngudeild Þar með er þessu þó ekki lokið. Þar sem endómetríósa er krónískur sjúkdómur verður hann alltaf til staðar. Að hafa aðgang að sérfræðingum í þessum sjúkdómi er ómetanlegt. Samtök um endómetríósu hafa átt gott samtal og samstarf við stjórnendur Kvennadeildar við Landspítalann. Á fundum okkar var stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki á Kvennadeild Landspítalans meginumræðuefnið. Er það von okkar að samstarfið skili árangri. Dagana 4. til 10. mars er vika endómetríósu. Frekari upplýsingar um endómetríósu er að finna á www.endo.is Staða kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði https://www.facebook.com/events/816152245205837/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun