Dóttir mín á möguleika á eðlilegu lífi Einar Hjaltason skrifar 9. mars 2017 07:00 Endómetríósa er krónískur, sársaukafullur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómurinn getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa. Meðal einkenna geta verið miklir verkir, vandamál og verkir tengt meltingunni, ófrjósemi, ógleði og síþreyta. Konur með endómetríósu eru einnig líklegri en aðrar konur til að fá vefjagigt, skjaldkirtilsóreglu, auk andlegra erfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Sjúkdómurinn er mjög lúmskur og verkirnir geta komið fyrirvaralaust sem oft endar með spítalaferð sjúklings til verkjameðhöndlunar.Rétti læknirinn Margar konur sem hafa þennan sjúkdóm hafa gengið á milli lækna til þess að leita sér aðstoðar án þess að fá greiningu. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim læknum sem ekki hafa greint endómetríósu hjá sjúklingum sínum heldur verið að sýna fram á hversu lúmskur og erfiður sjúkdómurinn getur verið. Að komast að hjá rétta lækninum tímanlega getur skipt sköpum fyrir framtíð sjúklingsins. Fái endómetríósa óáreitt að grassera í kviðarholi sjúklings í lengri tíma getur hún valdið óbætanlegum skaða á líffærum sjúklings og aukið líkur á ófrjósemi. Dóttir okkar hjóna er lýsandi dæmi um þá erfiðleika sem fjölskyldur lenda í þegar þessi sjúkdómur gerir vart við sig. Þegar hún byrjaði á blæðingum 11 ára gömul fór fljótlega að bera á miklum verkjum hjá henni sem höfðu mikil áhrif á hennar daglega líf og í raun alla fjölskylduna. Hún missti mikið úr skóla og eyddi löngum stundum í rúminu. Verkjalyf voru tekin í stórum skömmtum með mis góðum árangri. Oft þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún lá á gólfinu og engdist um. Hún fór nokkrar ferðir með sjúkrabíl inn á Barnaspítala þar sem hún var sprautuð niður. Nokkrum sinnum leið yfir hana og hún kastaði upp af verkjum. Lífsgæðin voru ekki mikil á þessum tíma. En þegar hún var 18 ára komst hún til rétta læknisins. Sá læknir skar hana upp og í kviðarholsspegluninni var staðfest að hún væri með endómetríósu. Dóttir mín fékk í framhaldinu viðeigandi meðferð og ráðgjöf sem gjörbylti hennar lífi. Í dag lifir hún nokkuð eðlilegu lífi þó sjúkdómurinn minni stundum á sig en þó í miklu minni mæli en áður.Göngudeild Þar með er þessu þó ekki lokið. Þar sem endómetríósa er krónískur sjúkdómur verður hann alltaf til staðar. Að hafa aðgang að sérfræðingum í þessum sjúkdómi er ómetanlegt. Samtök um endómetríósu hafa átt gott samtal og samstarf við stjórnendur Kvennadeildar við Landspítalann. Á fundum okkar var stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki á Kvennadeild Landspítalans meginumræðuefnið. Er það von okkar að samstarfið skili árangri. Dagana 4. til 10. mars er vika endómetríósu. Frekari upplýsingar um endómetríósu er að finna á www.endo.is Staða kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði https://www.facebook.com/events/816152245205837/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Endómetríósa er krónískur, sársaukafullur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómurinn getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa. Meðal einkenna geta verið miklir verkir, vandamál og verkir tengt meltingunni, ófrjósemi, ógleði og síþreyta. Konur með endómetríósu eru einnig líklegri en aðrar konur til að fá vefjagigt, skjaldkirtilsóreglu, auk andlegra erfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Sjúkdómurinn er mjög lúmskur og verkirnir geta komið fyrirvaralaust sem oft endar með spítalaferð sjúklings til verkjameðhöndlunar.Rétti læknirinn Margar konur sem hafa þennan sjúkdóm hafa gengið á milli lækna til þess að leita sér aðstoðar án þess að fá greiningu. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim læknum sem ekki hafa greint endómetríósu hjá sjúklingum sínum heldur verið að sýna fram á hversu lúmskur og erfiður sjúkdómurinn getur verið. Að komast að hjá rétta lækninum tímanlega getur skipt sköpum fyrir framtíð sjúklingsins. Fái endómetríósa óáreitt að grassera í kviðarholi sjúklings í lengri tíma getur hún valdið óbætanlegum skaða á líffærum sjúklings og aukið líkur á ófrjósemi. Dóttir okkar hjóna er lýsandi dæmi um þá erfiðleika sem fjölskyldur lenda í þegar þessi sjúkdómur gerir vart við sig. Þegar hún byrjaði á blæðingum 11 ára gömul fór fljótlega að bera á miklum verkjum hjá henni sem höfðu mikil áhrif á hennar daglega líf og í raun alla fjölskylduna. Hún missti mikið úr skóla og eyddi löngum stundum í rúminu. Verkjalyf voru tekin í stórum skömmtum með mis góðum árangri. Oft þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún lá á gólfinu og engdist um. Hún fór nokkrar ferðir með sjúkrabíl inn á Barnaspítala þar sem hún var sprautuð niður. Nokkrum sinnum leið yfir hana og hún kastaði upp af verkjum. Lífsgæðin voru ekki mikil á þessum tíma. En þegar hún var 18 ára komst hún til rétta læknisins. Sá læknir skar hana upp og í kviðarholsspegluninni var staðfest að hún væri með endómetríósu. Dóttir mín fékk í framhaldinu viðeigandi meðferð og ráðgjöf sem gjörbylti hennar lífi. Í dag lifir hún nokkuð eðlilegu lífi þó sjúkdómurinn minni stundum á sig en þó í miklu minni mæli en áður.Göngudeild Þar með er þessu þó ekki lokið. Þar sem endómetríósa er krónískur sjúkdómur verður hann alltaf til staðar. Að hafa aðgang að sérfræðingum í þessum sjúkdómi er ómetanlegt. Samtök um endómetríósu hafa átt gott samtal og samstarf við stjórnendur Kvennadeildar við Landspítalann. Á fundum okkar var stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki á Kvennadeild Landspítalans meginumræðuefnið. Er það von okkar að samstarfið skili árangri. Dagana 4. til 10. mars er vika endómetríósu. Frekari upplýsingar um endómetríósu er að finna á www.endo.is Staða kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði https://www.facebook.com/events/816152245205837/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun