Dóttir mín á möguleika á eðlilegu lífi Einar Hjaltason skrifar 9. mars 2017 07:00 Endómetríósa er krónískur, sársaukafullur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómurinn getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa. Meðal einkenna geta verið miklir verkir, vandamál og verkir tengt meltingunni, ófrjósemi, ógleði og síþreyta. Konur með endómetríósu eru einnig líklegri en aðrar konur til að fá vefjagigt, skjaldkirtilsóreglu, auk andlegra erfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Sjúkdómurinn er mjög lúmskur og verkirnir geta komið fyrirvaralaust sem oft endar með spítalaferð sjúklings til verkjameðhöndlunar.Rétti læknirinn Margar konur sem hafa þennan sjúkdóm hafa gengið á milli lækna til þess að leita sér aðstoðar án þess að fá greiningu. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim læknum sem ekki hafa greint endómetríósu hjá sjúklingum sínum heldur verið að sýna fram á hversu lúmskur og erfiður sjúkdómurinn getur verið. Að komast að hjá rétta lækninum tímanlega getur skipt sköpum fyrir framtíð sjúklingsins. Fái endómetríósa óáreitt að grassera í kviðarholi sjúklings í lengri tíma getur hún valdið óbætanlegum skaða á líffærum sjúklings og aukið líkur á ófrjósemi. Dóttir okkar hjóna er lýsandi dæmi um þá erfiðleika sem fjölskyldur lenda í þegar þessi sjúkdómur gerir vart við sig. Þegar hún byrjaði á blæðingum 11 ára gömul fór fljótlega að bera á miklum verkjum hjá henni sem höfðu mikil áhrif á hennar daglega líf og í raun alla fjölskylduna. Hún missti mikið úr skóla og eyddi löngum stundum í rúminu. Verkjalyf voru tekin í stórum skömmtum með mis góðum árangri. Oft þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún lá á gólfinu og engdist um. Hún fór nokkrar ferðir með sjúkrabíl inn á Barnaspítala þar sem hún var sprautuð niður. Nokkrum sinnum leið yfir hana og hún kastaði upp af verkjum. Lífsgæðin voru ekki mikil á þessum tíma. En þegar hún var 18 ára komst hún til rétta læknisins. Sá læknir skar hana upp og í kviðarholsspegluninni var staðfest að hún væri með endómetríósu. Dóttir mín fékk í framhaldinu viðeigandi meðferð og ráðgjöf sem gjörbylti hennar lífi. Í dag lifir hún nokkuð eðlilegu lífi þó sjúkdómurinn minni stundum á sig en þó í miklu minni mæli en áður.Göngudeild Þar með er þessu þó ekki lokið. Þar sem endómetríósa er krónískur sjúkdómur verður hann alltaf til staðar. Að hafa aðgang að sérfræðingum í þessum sjúkdómi er ómetanlegt. Samtök um endómetríósu hafa átt gott samtal og samstarf við stjórnendur Kvennadeildar við Landspítalann. Á fundum okkar var stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki á Kvennadeild Landspítalans meginumræðuefnið. Er það von okkar að samstarfið skili árangri. Dagana 4. til 10. mars er vika endómetríósu. Frekari upplýsingar um endómetríósu er að finna á www.endo.is Staða kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði https://www.facebook.com/events/816152245205837/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Endómetríósa er krónískur, sársaukafullur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómurinn getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa. Meðal einkenna geta verið miklir verkir, vandamál og verkir tengt meltingunni, ófrjósemi, ógleði og síþreyta. Konur með endómetríósu eru einnig líklegri en aðrar konur til að fá vefjagigt, skjaldkirtilsóreglu, auk andlegra erfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Sjúkdómurinn er mjög lúmskur og verkirnir geta komið fyrirvaralaust sem oft endar með spítalaferð sjúklings til verkjameðhöndlunar.Rétti læknirinn Margar konur sem hafa þennan sjúkdóm hafa gengið á milli lækna til þess að leita sér aðstoðar án þess að fá greiningu. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim læknum sem ekki hafa greint endómetríósu hjá sjúklingum sínum heldur verið að sýna fram á hversu lúmskur og erfiður sjúkdómurinn getur verið. Að komast að hjá rétta lækninum tímanlega getur skipt sköpum fyrir framtíð sjúklingsins. Fái endómetríósa óáreitt að grassera í kviðarholi sjúklings í lengri tíma getur hún valdið óbætanlegum skaða á líffærum sjúklings og aukið líkur á ófrjósemi. Dóttir okkar hjóna er lýsandi dæmi um þá erfiðleika sem fjölskyldur lenda í þegar þessi sjúkdómur gerir vart við sig. Þegar hún byrjaði á blæðingum 11 ára gömul fór fljótlega að bera á miklum verkjum hjá henni sem höfðu mikil áhrif á hennar daglega líf og í raun alla fjölskylduna. Hún missti mikið úr skóla og eyddi löngum stundum í rúminu. Verkjalyf voru tekin í stórum skömmtum með mis góðum árangri. Oft þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún lá á gólfinu og engdist um. Hún fór nokkrar ferðir með sjúkrabíl inn á Barnaspítala þar sem hún var sprautuð niður. Nokkrum sinnum leið yfir hana og hún kastaði upp af verkjum. Lífsgæðin voru ekki mikil á þessum tíma. En þegar hún var 18 ára komst hún til rétta læknisins. Sá læknir skar hana upp og í kviðarholsspegluninni var staðfest að hún væri með endómetríósu. Dóttir mín fékk í framhaldinu viðeigandi meðferð og ráðgjöf sem gjörbylti hennar lífi. Í dag lifir hún nokkuð eðlilegu lífi þó sjúkdómurinn minni stundum á sig en þó í miklu minni mæli en áður.Göngudeild Þar með er þessu þó ekki lokið. Þar sem endómetríósa er krónískur sjúkdómur verður hann alltaf til staðar. Að hafa aðgang að sérfræðingum í þessum sjúkdómi er ómetanlegt. Samtök um endómetríósu hafa átt gott samtal og samstarf við stjórnendur Kvennadeildar við Landspítalann. Á fundum okkar var stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki á Kvennadeild Landspítalans meginumræðuefnið. Er það von okkar að samstarfið skili árangri. Dagana 4. til 10. mars er vika endómetríósu. Frekari upplýsingar um endómetríósu er að finna á www.endo.is Staða kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði https://www.facebook.com/events/816152245205837/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun