Rafsígarettur: Meira en bara reykleysismeðferð? Arna Rut Emilsdóttir og Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir skrifa 3. apríl 2017 09:00 Fáum myndi detta í hug að kveikja sér í sígarettu í kvikmyndahúsi, matvöruverslun eða inni á skemmtistað nú til dags. Annað virðist þó gilda um rafsígarettur og ekki óalgengt að sjá slíkt á almenningsstöðum. Töluvert hefur verið deilt um ágæti rafsígaretta í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og upplýsingar um skaðsemi eða skaðleysi þeirra oft misvísandi. Rafsígarettur komu á markað fyrir rúmum áratug og hefur notkun þeirra farið vaxandi. Þegar rafsígaretta er notuð eru efni hituð þar til gufa myndast og henni svo andað að sér. Við þennan mikla hita geta myndast ýmis efnasambönd sem tengd hafa verið aukinni hættu á krabbameini, t.d. formaldehýð og acetaldehýð. Fyllingar eru þó mismunandi að efnisinnihaldi og innihalda ekki allar nikótín. Nikótín hefur víðtæk áhrif í líkamanum sama hvort það berst inn í hann með hefðbundnum sígarettum eða rafsígarettum. Dæmi um áhrif nikótíns í líkamanum er æðasamdráttur sem getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, auknum hjartslætti og þannig álagi á hjarta. Rafsígarettunotkun hefur verið tengd aukinni slímmyndun í lungum og viðkvæmni í berkjum. Auk þessara beinu áhrifa hafa rannsóknir sýnt að nikótín og fleiri efni sem eru í rafsígarettum finnast í blóði þeirra sem andað hafa gufunni að sér á óbeinan hátt. Það er því ljóst að þrátt fyrir jarðarberja- eða hubbabubbalykt er útblástursgufan ekki alsaklaus. Flestir setja rafsígarettur í samband við nikótínfíkn og að þær geti hjálpað fólki að komast yfir slíka fíkn. Að fleiru er þó að huga og ljóst er að notkun þeirra einskorðast ekki við slíka meðferð. Það sem vekur sérstakar áhyggjur í því samhengi er menningin sem skapast hefur í kringum rafsígarettur. Fæstir láta sig það varða ef einhver reykir rafsígarettu nálægt þeim og jafnvel eru auglýst “Vape”-kvöld á samfélagsmiðlum. Markaðssetning gagnvart ungu fólki er einnig mikið áhyggjuefni og má þá nefna hinar ýmsu bragðtegundir sem í boði eru og áðurnefndar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Áhrif þessa sáust ekki hvað síst í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar. Þar kom m.a. fram að árið 2016 höfðu 26% 10. bekkinga á landsvísu prófað að reykja rafsígarettur en til samanburðar má nefna að 15% 10. bekkinga árið 2015 höfðu prófað hefðbundnar sígarettur. Í sömu rannsókn kom einnig fram að fleiri 10. bekkingar töldu að foreldrar sínir tækju því léttar ef þeir reyktu rafsígarettur heldur en hefðbundnar sígarettur. Að þessu sögðu skal þó tekið fram að rafsígarettur eru samkvæmt flestum rannsóknum taldar mun skárri kostur en hefðbundnar sígarettur og geta hjálpað ákveðnum hópi fólks að hætta reykingum. Notkun ungmenna á rafsígarettum á þó ekkert skylt við reykleysismeðferð. Langtímaáhrif rafsígarettunotkunar mun framtíðin leiða í ljós og vert að muna að skaðleg áhrif hefðbundinna sígaretta voru ekki staðfest fyrr en áratugum eftir að þær fyrst komu á markað. Jákvætt er að stjórnvöld séu farin að huga að einhvers konar lagaramma um sölu og notkun þeirra. Ljóst er að ekkert er hægt að fullyrða um skaðleysi rafsígaretta og því ástæða til að hugsa sig tvisvar um áður en kveikt er á einni slíkri - ekki einungis vegna einstaklingsins sem hana notar heldur einnig vegna þeirra sem í kringum hann eru. Arna Rut Emilsdóttir, Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir, læknanemar á 4. ári við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fáum myndi detta í hug að kveikja sér í sígarettu í kvikmyndahúsi, matvöruverslun eða inni á skemmtistað nú til dags. Annað virðist þó gilda um rafsígarettur og ekki óalgengt að sjá slíkt á almenningsstöðum. Töluvert hefur verið deilt um ágæti rafsígaretta í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og upplýsingar um skaðsemi eða skaðleysi þeirra oft misvísandi. Rafsígarettur komu á markað fyrir rúmum áratug og hefur notkun þeirra farið vaxandi. Þegar rafsígaretta er notuð eru efni hituð þar til gufa myndast og henni svo andað að sér. Við þennan mikla hita geta myndast ýmis efnasambönd sem tengd hafa verið aukinni hættu á krabbameini, t.d. formaldehýð og acetaldehýð. Fyllingar eru þó mismunandi að efnisinnihaldi og innihalda ekki allar nikótín. Nikótín hefur víðtæk áhrif í líkamanum sama hvort það berst inn í hann með hefðbundnum sígarettum eða rafsígarettum. Dæmi um áhrif nikótíns í líkamanum er æðasamdráttur sem getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, auknum hjartslætti og þannig álagi á hjarta. Rafsígarettunotkun hefur verið tengd aukinni slímmyndun í lungum og viðkvæmni í berkjum. Auk þessara beinu áhrifa hafa rannsóknir sýnt að nikótín og fleiri efni sem eru í rafsígarettum finnast í blóði þeirra sem andað hafa gufunni að sér á óbeinan hátt. Það er því ljóst að þrátt fyrir jarðarberja- eða hubbabubbalykt er útblástursgufan ekki alsaklaus. Flestir setja rafsígarettur í samband við nikótínfíkn og að þær geti hjálpað fólki að komast yfir slíka fíkn. Að fleiru er þó að huga og ljóst er að notkun þeirra einskorðast ekki við slíka meðferð. Það sem vekur sérstakar áhyggjur í því samhengi er menningin sem skapast hefur í kringum rafsígarettur. Fæstir láta sig það varða ef einhver reykir rafsígarettu nálægt þeim og jafnvel eru auglýst “Vape”-kvöld á samfélagsmiðlum. Markaðssetning gagnvart ungu fólki er einnig mikið áhyggjuefni og má þá nefna hinar ýmsu bragðtegundir sem í boði eru og áðurnefndar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Áhrif þessa sáust ekki hvað síst í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar. Þar kom m.a. fram að árið 2016 höfðu 26% 10. bekkinga á landsvísu prófað að reykja rafsígarettur en til samanburðar má nefna að 15% 10. bekkinga árið 2015 höfðu prófað hefðbundnar sígarettur. Í sömu rannsókn kom einnig fram að fleiri 10. bekkingar töldu að foreldrar sínir tækju því léttar ef þeir reyktu rafsígarettur heldur en hefðbundnar sígarettur. Að þessu sögðu skal þó tekið fram að rafsígarettur eru samkvæmt flestum rannsóknum taldar mun skárri kostur en hefðbundnar sígarettur og geta hjálpað ákveðnum hópi fólks að hætta reykingum. Notkun ungmenna á rafsígarettum á þó ekkert skylt við reykleysismeðferð. Langtímaáhrif rafsígarettunotkunar mun framtíðin leiða í ljós og vert að muna að skaðleg áhrif hefðbundinna sígaretta voru ekki staðfest fyrr en áratugum eftir að þær fyrst komu á markað. Jákvætt er að stjórnvöld séu farin að huga að einhvers konar lagaramma um sölu og notkun þeirra. Ljóst er að ekkert er hægt að fullyrða um skaðleysi rafsígaretta og því ástæða til að hugsa sig tvisvar um áður en kveikt er á einni slíkri - ekki einungis vegna einstaklingsins sem hana notar heldur einnig vegna þeirra sem í kringum hann eru. Arna Rut Emilsdóttir, Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir, læknanemar á 4. ári við Háskóla Íslands.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun