Rafsígarettur: Meira en bara reykleysismeðferð? Arna Rut Emilsdóttir og Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir skrifa 3. apríl 2017 09:00 Fáum myndi detta í hug að kveikja sér í sígarettu í kvikmyndahúsi, matvöruverslun eða inni á skemmtistað nú til dags. Annað virðist þó gilda um rafsígarettur og ekki óalgengt að sjá slíkt á almenningsstöðum. Töluvert hefur verið deilt um ágæti rafsígaretta í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og upplýsingar um skaðsemi eða skaðleysi þeirra oft misvísandi. Rafsígarettur komu á markað fyrir rúmum áratug og hefur notkun þeirra farið vaxandi. Þegar rafsígaretta er notuð eru efni hituð þar til gufa myndast og henni svo andað að sér. Við þennan mikla hita geta myndast ýmis efnasambönd sem tengd hafa verið aukinni hættu á krabbameini, t.d. formaldehýð og acetaldehýð. Fyllingar eru þó mismunandi að efnisinnihaldi og innihalda ekki allar nikótín. Nikótín hefur víðtæk áhrif í líkamanum sama hvort það berst inn í hann með hefðbundnum sígarettum eða rafsígarettum. Dæmi um áhrif nikótíns í líkamanum er æðasamdráttur sem getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, auknum hjartslætti og þannig álagi á hjarta. Rafsígarettunotkun hefur verið tengd aukinni slímmyndun í lungum og viðkvæmni í berkjum. Auk þessara beinu áhrifa hafa rannsóknir sýnt að nikótín og fleiri efni sem eru í rafsígarettum finnast í blóði þeirra sem andað hafa gufunni að sér á óbeinan hátt. Það er því ljóst að þrátt fyrir jarðarberja- eða hubbabubbalykt er útblástursgufan ekki alsaklaus. Flestir setja rafsígarettur í samband við nikótínfíkn og að þær geti hjálpað fólki að komast yfir slíka fíkn. Að fleiru er þó að huga og ljóst er að notkun þeirra einskorðast ekki við slíka meðferð. Það sem vekur sérstakar áhyggjur í því samhengi er menningin sem skapast hefur í kringum rafsígarettur. Fæstir láta sig það varða ef einhver reykir rafsígarettu nálægt þeim og jafnvel eru auglýst “Vape”-kvöld á samfélagsmiðlum. Markaðssetning gagnvart ungu fólki er einnig mikið áhyggjuefni og má þá nefna hinar ýmsu bragðtegundir sem í boði eru og áðurnefndar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Áhrif þessa sáust ekki hvað síst í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar. Þar kom m.a. fram að árið 2016 höfðu 26% 10. bekkinga á landsvísu prófað að reykja rafsígarettur en til samanburðar má nefna að 15% 10. bekkinga árið 2015 höfðu prófað hefðbundnar sígarettur. Í sömu rannsókn kom einnig fram að fleiri 10. bekkingar töldu að foreldrar sínir tækju því léttar ef þeir reyktu rafsígarettur heldur en hefðbundnar sígarettur. Að þessu sögðu skal þó tekið fram að rafsígarettur eru samkvæmt flestum rannsóknum taldar mun skárri kostur en hefðbundnar sígarettur og geta hjálpað ákveðnum hópi fólks að hætta reykingum. Notkun ungmenna á rafsígarettum á þó ekkert skylt við reykleysismeðferð. Langtímaáhrif rafsígarettunotkunar mun framtíðin leiða í ljós og vert að muna að skaðleg áhrif hefðbundinna sígaretta voru ekki staðfest fyrr en áratugum eftir að þær fyrst komu á markað. Jákvætt er að stjórnvöld séu farin að huga að einhvers konar lagaramma um sölu og notkun þeirra. Ljóst er að ekkert er hægt að fullyrða um skaðleysi rafsígaretta og því ástæða til að hugsa sig tvisvar um áður en kveikt er á einni slíkri - ekki einungis vegna einstaklingsins sem hana notar heldur einnig vegna þeirra sem í kringum hann eru. Arna Rut Emilsdóttir, Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir, læknanemar á 4. ári við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Sjá meira
Fáum myndi detta í hug að kveikja sér í sígarettu í kvikmyndahúsi, matvöruverslun eða inni á skemmtistað nú til dags. Annað virðist þó gilda um rafsígarettur og ekki óalgengt að sjá slíkt á almenningsstöðum. Töluvert hefur verið deilt um ágæti rafsígaretta í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og upplýsingar um skaðsemi eða skaðleysi þeirra oft misvísandi. Rafsígarettur komu á markað fyrir rúmum áratug og hefur notkun þeirra farið vaxandi. Þegar rafsígaretta er notuð eru efni hituð þar til gufa myndast og henni svo andað að sér. Við þennan mikla hita geta myndast ýmis efnasambönd sem tengd hafa verið aukinni hættu á krabbameini, t.d. formaldehýð og acetaldehýð. Fyllingar eru þó mismunandi að efnisinnihaldi og innihalda ekki allar nikótín. Nikótín hefur víðtæk áhrif í líkamanum sama hvort það berst inn í hann með hefðbundnum sígarettum eða rafsígarettum. Dæmi um áhrif nikótíns í líkamanum er æðasamdráttur sem getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, auknum hjartslætti og þannig álagi á hjarta. Rafsígarettunotkun hefur verið tengd aukinni slímmyndun í lungum og viðkvæmni í berkjum. Auk þessara beinu áhrifa hafa rannsóknir sýnt að nikótín og fleiri efni sem eru í rafsígarettum finnast í blóði þeirra sem andað hafa gufunni að sér á óbeinan hátt. Það er því ljóst að þrátt fyrir jarðarberja- eða hubbabubbalykt er útblástursgufan ekki alsaklaus. Flestir setja rafsígarettur í samband við nikótínfíkn og að þær geti hjálpað fólki að komast yfir slíka fíkn. Að fleiru er þó að huga og ljóst er að notkun þeirra einskorðast ekki við slíka meðferð. Það sem vekur sérstakar áhyggjur í því samhengi er menningin sem skapast hefur í kringum rafsígarettur. Fæstir láta sig það varða ef einhver reykir rafsígarettu nálægt þeim og jafnvel eru auglýst “Vape”-kvöld á samfélagsmiðlum. Markaðssetning gagnvart ungu fólki er einnig mikið áhyggjuefni og má þá nefna hinar ýmsu bragðtegundir sem í boði eru og áðurnefndar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Áhrif þessa sáust ekki hvað síst í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar. Þar kom m.a. fram að árið 2016 höfðu 26% 10. bekkinga á landsvísu prófað að reykja rafsígarettur en til samanburðar má nefna að 15% 10. bekkinga árið 2015 höfðu prófað hefðbundnar sígarettur. Í sömu rannsókn kom einnig fram að fleiri 10. bekkingar töldu að foreldrar sínir tækju því léttar ef þeir reyktu rafsígarettur heldur en hefðbundnar sígarettur. Að þessu sögðu skal þó tekið fram að rafsígarettur eru samkvæmt flestum rannsóknum taldar mun skárri kostur en hefðbundnar sígarettur og geta hjálpað ákveðnum hópi fólks að hætta reykingum. Notkun ungmenna á rafsígarettum á þó ekkert skylt við reykleysismeðferð. Langtímaáhrif rafsígarettunotkunar mun framtíðin leiða í ljós og vert að muna að skaðleg áhrif hefðbundinna sígaretta voru ekki staðfest fyrr en áratugum eftir að þær fyrst komu á markað. Jákvætt er að stjórnvöld séu farin að huga að einhvers konar lagaramma um sölu og notkun þeirra. Ljóst er að ekkert er hægt að fullyrða um skaðleysi rafsígaretta og því ástæða til að hugsa sig tvisvar um áður en kveikt er á einni slíkri - ekki einungis vegna einstaklingsins sem hana notar heldur einnig vegna þeirra sem í kringum hann eru. Arna Rut Emilsdóttir, Birta Bæringsdóttir og Salvör Rafnsdóttir, læknanemar á 4. ári við Háskóla Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun