Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd Tómas Grétar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2017 00:00 Mannkyn stendur frammi fyrir stærstu áskorun sinni hingað til. Að koma böndum á loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þetta er sameiginlegt verkefni sem krefst víðtækari og fjölbreyttari samvinnu en áður hefur þekkst. Ekki þarf að fjölyrða um alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Þar nægir að nefna hækkandi sjávarstöðu, auknar öfgar í veðurfari, útdauða tegunda, súrnun sjávar, þurrka, hungursneyð, aukna flóttamennsku og fjölbreytta eymd sem af þessu leiðir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru dauðans alvara. Aukinn þungi hefur færst í umræðuna hérlendis í kjölfar Parísarsamkomulagsins sem kveður á um að halda verði hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Ýmsar leiðir eru færar, bæði til að draga úr losun og til að binda kolefni. Endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt eru helst nefndar. Þetta eru allt mikilvægar leiðir og líklega full þörf á þeim öllum. En nauðsynlegt er að kortleggja hvernig mismunandi aðgerðir skarast við önnur markmið í umhverfismálum því ábyrgð þjóða í samfélagi heimsins liggur víða. Ábyrgð Íslands í umhverfismálum kemur meðal annars fram í alþjóðlegum samningum á sviði Náttúruverndar. Þar má nefna Ramsarsamninginn um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða (sjá yfirlit á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis). Samningarnir eiga það allir sameiginlegt að með undirritun þeirra hefur Ísland skuldbundið sig til að vernda sérstöðu íslenskrar náttúru. Hér má nefna hátt hlutfall af sjaldgæfum vistgerðum og stóra farfuglastofna sem við deilum með öðrum þjóðum. Í fljótu bragði virðast endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt allt vera leiðir sem geta fallið vel að markmiðum þessara samninga. Þó verður að gæta þess að aðgerðir vinni ekki hver á móti annarri, útfærsla þeirra hæfi markmiðinu og að þær styðji sem best við önnur markmið í náttúruvernd. Íslensk stjórnvöld eiga verkefni fyrir höndum sem vinna þarf hratt og vel. Það felst í að greina áhrif aðgerða gegn loftslagsbreytingum á önnur brýn umhverfismál. Slík vinna fer nú fram víða um heim bæði á vettvangi vísinda og stefnumótunar. Miklir möguleikar eru á að nýta opinberan stuðning vegna aðgerða í loftslagsmálum til að ná einnig fram öðrum markmiðum í náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Forgangsraða þarf aðgerðum sem varða landnotkun, þvert á viðfangsefni í stjórnkerfinu, með framangreind sjónarmið að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Mannkyn stendur frammi fyrir stærstu áskorun sinni hingað til. Að koma böndum á loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þetta er sameiginlegt verkefni sem krefst víðtækari og fjölbreyttari samvinnu en áður hefur þekkst. Ekki þarf að fjölyrða um alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Þar nægir að nefna hækkandi sjávarstöðu, auknar öfgar í veðurfari, útdauða tegunda, súrnun sjávar, þurrka, hungursneyð, aukna flóttamennsku og fjölbreytta eymd sem af þessu leiðir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru dauðans alvara. Aukinn þungi hefur færst í umræðuna hérlendis í kjölfar Parísarsamkomulagsins sem kveður á um að halda verði hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Ýmsar leiðir eru færar, bæði til að draga úr losun og til að binda kolefni. Endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt eru helst nefndar. Þetta eru allt mikilvægar leiðir og líklega full þörf á þeim öllum. En nauðsynlegt er að kortleggja hvernig mismunandi aðgerðir skarast við önnur markmið í umhverfismálum því ábyrgð þjóða í samfélagi heimsins liggur víða. Ábyrgð Íslands í umhverfismálum kemur meðal annars fram í alþjóðlegum samningum á sviði Náttúruverndar. Þar má nefna Ramsarsamninginn um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða (sjá yfirlit á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis). Samningarnir eiga það allir sameiginlegt að með undirritun þeirra hefur Ísland skuldbundið sig til að vernda sérstöðu íslenskrar náttúru. Hér má nefna hátt hlutfall af sjaldgæfum vistgerðum og stóra farfuglastofna sem við deilum með öðrum þjóðum. Í fljótu bragði virðast endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt allt vera leiðir sem geta fallið vel að markmiðum þessara samninga. Þó verður að gæta þess að aðgerðir vinni ekki hver á móti annarri, útfærsla þeirra hæfi markmiðinu og að þær styðji sem best við önnur markmið í náttúruvernd. Íslensk stjórnvöld eiga verkefni fyrir höndum sem vinna þarf hratt og vel. Það felst í að greina áhrif aðgerða gegn loftslagsbreytingum á önnur brýn umhverfismál. Slík vinna fer nú fram víða um heim bæði á vettvangi vísinda og stefnumótunar. Miklir möguleikar eru á að nýta opinberan stuðning vegna aðgerða í loftslagsmálum til að ná einnig fram öðrum markmiðum í náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Forgangsraða þarf aðgerðum sem varða landnotkun, þvert á viðfangsefni í stjórnkerfinu, með framangreind sjónarmið að leiðarljósi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun