Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd Tómas Grétar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2017 00:00 Mannkyn stendur frammi fyrir stærstu áskorun sinni hingað til. Að koma böndum á loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þetta er sameiginlegt verkefni sem krefst víðtækari og fjölbreyttari samvinnu en áður hefur þekkst. Ekki þarf að fjölyrða um alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Þar nægir að nefna hækkandi sjávarstöðu, auknar öfgar í veðurfari, útdauða tegunda, súrnun sjávar, þurrka, hungursneyð, aukna flóttamennsku og fjölbreytta eymd sem af þessu leiðir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru dauðans alvara. Aukinn þungi hefur færst í umræðuna hérlendis í kjölfar Parísarsamkomulagsins sem kveður á um að halda verði hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Ýmsar leiðir eru færar, bæði til að draga úr losun og til að binda kolefni. Endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt eru helst nefndar. Þetta eru allt mikilvægar leiðir og líklega full þörf á þeim öllum. En nauðsynlegt er að kortleggja hvernig mismunandi aðgerðir skarast við önnur markmið í umhverfismálum því ábyrgð þjóða í samfélagi heimsins liggur víða. Ábyrgð Íslands í umhverfismálum kemur meðal annars fram í alþjóðlegum samningum á sviði Náttúruverndar. Þar má nefna Ramsarsamninginn um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða (sjá yfirlit á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis). Samningarnir eiga það allir sameiginlegt að með undirritun þeirra hefur Ísland skuldbundið sig til að vernda sérstöðu íslenskrar náttúru. Hér má nefna hátt hlutfall af sjaldgæfum vistgerðum og stóra farfuglastofna sem við deilum með öðrum þjóðum. Í fljótu bragði virðast endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt allt vera leiðir sem geta fallið vel að markmiðum þessara samninga. Þó verður að gæta þess að aðgerðir vinni ekki hver á móti annarri, útfærsla þeirra hæfi markmiðinu og að þær styðji sem best við önnur markmið í náttúruvernd. Íslensk stjórnvöld eiga verkefni fyrir höndum sem vinna þarf hratt og vel. Það felst í að greina áhrif aðgerða gegn loftslagsbreytingum á önnur brýn umhverfismál. Slík vinna fer nú fram víða um heim bæði á vettvangi vísinda og stefnumótunar. Miklir möguleikar eru á að nýta opinberan stuðning vegna aðgerða í loftslagsmálum til að ná einnig fram öðrum markmiðum í náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Forgangsraða þarf aðgerðum sem varða landnotkun, þvert á viðfangsefni í stjórnkerfinu, með framangreind sjónarmið að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Mannkyn stendur frammi fyrir stærstu áskorun sinni hingað til. Að koma böndum á loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þetta er sameiginlegt verkefni sem krefst víðtækari og fjölbreyttari samvinnu en áður hefur þekkst. Ekki þarf að fjölyrða um alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Þar nægir að nefna hækkandi sjávarstöðu, auknar öfgar í veðurfari, útdauða tegunda, súrnun sjávar, þurrka, hungursneyð, aukna flóttamennsku og fjölbreytta eymd sem af þessu leiðir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru dauðans alvara. Aukinn þungi hefur færst í umræðuna hérlendis í kjölfar Parísarsamkomulagsins sem kveður á um að halda verði hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Ýmsar leiðir eru færar, bæði til að draga úr losun og til að binda kolefni. Endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt eru helst nefndar. Þetta eru allt mikilvægar leiðir og líklega full þörf á þeim öllum. En nauðsynlegt er að kortleggja hvernig mismunandi aðgerðir skarast við önnur markmið í umhverfismálum því ábyrgð þjóða í samfélagi heimsins liggur víða. Ábyrgð Íslands í umhverfismálum kemur meðal annars fram í alþjóðlegum samningum á sviði Náttúruverndar. Þar má nefna Ramsarsamninginn um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða (sjá yfirlit á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis). Samningarnir eiga það allir sameiginlegt að með undirritun þeirra hefur Ísland skuldbundið sig til að vernda sérstöðu íslenskrar náttúru. Hér má nefna hátt hlutfall af sjaldgæfum vistgerðum og stóra farfuglastofna sem við deilum með öðrum þjóðum. Í fljótu bragði virðast endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt allt vera leiðir sem geta fallið vel að markmiðum þessara samninga. Þó verður að gæta þess að aðgerðir vinni ekki hver á móti annarri, útfærsla þeirra hæfi markmiðinu og að þær styðji sem best við önnur markmið í náttúruvernd. Íslensk stjórnvöld eiga verkefni fyrir höndum sem vinna þarf hratt og vel. Það felst í að greina áhrif aðgerða gegn loftslagsbreytingum á önnur brýn umhverfismál. Slík vinna fer nú fram víða um heim bæði á vettvangi vísinda og stefnumótunar. Miklir möguleikar eru á að nýta opinberan stuðning vegna aðgerða í loftslagsmálum til að ná einnig fram öðrum markmiðum í náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Forgangsraða þarf aðgerðum sem varða landnotkun, þvert á viðfangsefni í stjórnkerfinu, með framangreind sjónarmið að leiðarljósi.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun