Dagsgamalt barn á flótta – Neyðarsöfnun Rauða krossins Atli Viðar Thorstensen skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í flóttamannabúðum í Bangladess eru átta sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi að hjálpa flóttafólki frá Mjanmar. Þeir eru hluti af miklu stærri hópi starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða krossins sem með samhentu átaki og aðgerðum hjúkrar og hjálpar þúsundum barna, kvenna og karla á hverjum einasta degi. Á skömmum tíma hafa yfir 600 þúsund manns orðið að flýja heimaland sitt Mjanmar yfir til nágrannaríkisins Bangladess, eins fátækasta ríkis heims. Meðal þeirra var Naimullah og fjölskylda hans. Saga þeirra er átakanleg en því miður ekki einstök. Á Íslandi fæðast að jafnaði tólf börn á dag en sama dag og Naimullah varð að flýja með fjölskyldu sína fæddi kona hans, Johora, sitt fimmta barn. Örfáum klukkustundum síðar voru þau lögð á flótta. Litla barnið, flóttabarnið, sem strax fékk nafnið Nursahera var borið í faðmi foreldra sinna sem gengu í heila tíu daga áður en þau náðu í örugga höfn í Bangladess. Og reyndar er um helmingur flóttafólksins börn, næstum jafn mikill fjöldi og byggir Ísland allt! Rauðakrosshreyfingin hefur lagt nótt við nýtan dag við að aðstoða flóttafólkið á ýmsan hátt og meðal annars með því að veita lífsbjargandi heilbrigðisaðstoð. Hjálparstarf Rauða krossins hefur aukist með auknum fjölda flóttafólks og hefur Rauði krossinn á Íslandi verið virkur þátttakandi í því nánast frá upphafi. Framlag okkar á Íslandi skiptir máli líkt og störf sendifulltrúa okkar bera svo glöggt merki. Það er fyrir tilstilli Mannvina og annarra stuðningsaðila sem það var hægt. En nú, þegar umfangið er orðið svona mikið, þarf að gera meira og þess vegna hefur Rauði krossinn hafið neyðarsöfnun til að veita áfram lífsbjargandi hjálp. Þú getur hjálpað með því að senda smsið „TAKK“ í númerið 1900 og veita þannig 1900 krónur til hjálparstarfa Rauða krossins. Gefum Lilju Óskarsdóttur sendifulltrúa orðið þar sem hún lýsti aðstæðum nærri landamærum Mjanmar og Bangladess sem lýsir raunum flóttafólks á borð við Nursahera litlu og foreldra hennar: „Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti. Tveir litlir drengir vonuðust til að finna ömmu sína. Bróðir þeirra og foreldrar höfðu verið drepin.“ Með þínum stuðningi áformar Rauði krossinn stuðning við um 200 þúsund manns. Og hvert framlag skiptir máli. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í flóttamannabúðum í Bangladess eru átta sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi að hjálpa flóttafólki frá Mjanmar. Þeir eru hluti af miklu stærri hópi starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða krossins sem með samhentu átaki og aðgerðum hjúkrar og hjálpar þúsundum barna, kvenna og karla á hverjum einasta degi. Á skömmum tíma hafa yfir 600 þúsund manns orðið að flýja heimaland sitt Mjanmar yfir til nágrannaríkisins Bangladess, eins fátækasta ríkis heims. Meðal þeirra var Naimullah og fjölskylda hans. Saga þeirra er átakanleg en því miður ekki einstök. Á Íslandi fæðast að jafnaði tólf börn á dag en sama dag og Naimullah varð að flýja með fjölskyldu sína fæddi kona hans, Johora, sitt fimmta barn. Örfáum klukkustundum síðar voru þau lögð á flótta. Litla barnið, flóttabarnið, sem strax fékk nafnið Nursahera var borið í faðmi foreldra sinna sem gengu í heila tíu daga áður en þau náðu í örugga höfn í Bangladess. Og reyndar er um helmingur flóttafólksins börn, næstum jafn mikill fjöldi og byggir Ísland allt! Rauðakrosshreyfingin hefur lagt nótt við nýtan dag við að aðstoða flóttafólkið á ýmsan hátt og meðal annars með því að veita lífsbjargandi heilbrigðisaðstoð. Hjálparstarf Rauða krossins hefur aukist með auknum fjölda flóttafólks og hefur Rauði krossinn á Íslandi verið virkur þátttakandi í því nánast frá upphafi. Framlag okkar á Íslandi skiptir máli líkt og störf sendifulltrúa okkar bera svo glöggt merki. Það er fyrir tilstilli Mannvina og annarra stuðningsaðila sem það var hægt. En nú, þegar umfangið er orðið svona mikið, þarf að gera meira og þess vegna hefur Rauði krossinn hafið neyðarsöfnun til að veita áfram lífsbjargandi hjálp. Þú getur hjálpað með því að senda smsið „TAKK“ í númerið 1900 og veita þannig 1900 krónur til hjálparstarfa Rauða krossins. Gefum Lilju Óskarsdóttur sendifulltrúa orðið þar sem hún lýsti aðstæðum nærri landamærum Mjanmar og Bangladess sem lýsir raunum flóttafólks á borð við Nursahera litlu og foreldra hennar: „Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti. Tveir litlir drengir vonuðust til að finna ömmu sína. Bróðir þeirra og foreldrar höfðu verið drepin.“ Með þínum stuðningi áformar Rauði krossinn stuðning við um 200 þúsund manns. Og hvert framlag skiptir máli. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun