Dagsgamalt barn á flótta – Neyðarsöfnun Rauða krossins Atli Viðar Thorstensen skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í flóttamannabúðum í Bangladess eru átta sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi að hjálpa flóttafólki frá Mjanmar. Þeir eru hluti af miklu stærri hópi starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða krossins sem með samhentu átaki og aðgerðum hjúkrar og hjálpar þúsundum barna, kvenna og karla á hverjum einasta degi. Á skömmum tíma hafa yfir 600 þúsund manns orðið að flýja heimaland sitt Mjanmar yfir til nágrannaríkisins Bangladess, eins fátækasta ríkis heims. Meðal þeirra var Naimullah og fjölskylda hans. Saga þeirra er átakanleg en því miður ekki einstök. Á Íslandi fæðast að jafnaði tólf börn á dag en sama dag og Naimullah varð að flýja með fjölskyldu sína fæddi kona hans, Johora, sitt fimmta barn. Örfáum klukkustundum síðar voru þau lögð á flótta. Litla barnið, flóttabarnið, sem strax fékk nafnið Nursahera var borið í faðmi foreldra sinna sem gengu í heila tíu daga áður en þau náðu í örugga höfn í Bangladess. Og reyndar er um helmingur flóttafólksins börn, næstum jafn mikill fjöldi og byggir Ísland allt! Rauðakrosshreyfingin hefur lagt nótt við nýtan dag við að aðstoða flóttafólkið á ýmsan hátt og meðal annars með því að veita lífsbjargandi heilbrigðisaðstoð. Hjálparstarf Rauða krossins hefur aukist með auknum fjölda flóttafólks og hefur Rauði krossinn á Íslandi verið virkur þátttakandi í því nánast frá upphafi. Framlag okkar á Íslandi skiptir máli líkt og störf sendifulltrúa okkar bera svo glöggt merki. Það er fyrir tilstilli Mannvina og annarra stuðningsaðila sem það var hægt. En nú, þegar umfangið er orðið svona mikið, þarf að gera meira og þess vegna hefur Rauði krossinn hafið neyðarsöfnun til að veita áfram lífsbjargandi hjálp. Þú getur hjálpað með því að senda smsið „TAKK“ í númerið 1900 og veita þannig 1900 krónur til hjálparstarfa Rauða krossins. Gefum Lilju Óskarsdóttur sendifulltrúa orðið þar sem hún lýsti aðstæðum nærri landamærum Mjanmar og Bangladess sem lýsir raunum flóttafólks á borð við Nursahera litlu og foreldra hennar: „Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti. Tveir litlir drengir vonuðust til að finna ömmu sína. Bróðir þeirra og foreldrar höfðu verið drepin.“ Með þínum stuðningi áformar Rauði krossinn stuðning við um 200 þúsund manns. Og hvert framlag skiptir máli. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í flóttamannabúðum í Bangladess eru átta sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi að hjálpa flóttafólki frá Mjanmar. Þeir eru hluti af miklu stærri hópi starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða krossins sem með samhentu átaki og aðgerðum hjúkrar og hjálpar þúsundum barna, kvenna og karla á hverjum einasta degi. Á skömmum tíma hafa yfir 600 þúsund manns orðið að flýja heimaland sitt Mjanmar yfir til nágrannaríkisins Bangladess, eins fátækasta ríkis heims. Meðal þeirra var Naimullah og fjölskylda hans. Saga þeirra er átakanleg en því miður ekki einstök. Á Íslandi fæðast að jafnaði tólf börn á dag en sama dag og Naimullah varð að flýja með fjölskyldu sína fæddi kona hans, Johora, sitt fimmta barn. Örfáum klukkustundum síðar voru þau lögð á flótta. Litla barnið, flóttabarnið, sem strax fékk nafnið Nursahera var borið í faðmi foreldra sinna sem gengu í heila tíu daga áður en þau náðu í örugga höfn í Bangladess. Og reyndar er um helmingur flóttafólksins börn, næstum jafn mikill fjöldi og byggir Ísland allt! Rauðakrosshreyfingin hefur lagt nótt við nýtan dag við að aðstoða flóttafólkið á ýmsan hátt og meðal annars með því að veita lífsbjargandi heilbrigðisaðstoð. Hjálparstarf Rauða krossins hefur aukist með auknum fjölda flóttafólks og hefur Rauði krossinn á Íslandi verið virkur þátttakandi í því nánast frá upphafi. Framlag okkar á Íslandi skiptir máli líkt og störf sendifulltrúa okkar bera svo glöggt merki. Það er fyrir tilstilli Mannvina og annarra stuðningsaðila sem það var hægt. En nú, þegar umfangið er orðið svona mikið, þarf að gera meira og þess vegna hefur Rauði krossinn hafið neyðarsöfnun til að veita áfram lífsbjargandi hjálp. Þú getur hjálpað með því að senda smsið „TAKK“ í númerið 1900 og veita þannig 1900 krónur til hjálparstarfa Rauða krossins. Gefum Lilju Óskarsdóttur sendifulltrúa orðið þar sem hún lýsti aðstæðum nærri landamærum Mjanmar og Bangladess sem lýsir raunum flóttafólks á borð við Nursahera litlu og foreldra hennar: „Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti. Tveir litlir drengir vonuðust til að finna ömmu sína. Bróðir þeirra og foreldrar höfðu verið drepin.“ Með þínum stuðningi áformar Rauði krossinn stuðning við um 200 þúsund manns. Og hvert framlag skiptir máli. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar