Audi mun kynna nýjan bíl á 3 vikna fresti á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2017 14:37 Audi RS6, en hann er einn bíla frá sportbíladeild Audi sem sífellt eykst ásmegin. Audi er ekki einn af allra stærstu bílaframleiðendum heims, en samt ætlar fyrirtækið að kynna nýja gerð af bílum sínum á þriggja vikna fresti á næsta ári. Það á reyndar við þýsku lúxusbílaframleiðendurna alla að þeir bjóð ótrúlega margar gerðir af bílum. Þetta þýðir að 17 nýjar gerðir munu sjá dagsljósið á næsta ári hjá Audi. Auðvitað þýðir það að þarna er um að ræða nýjar kynslóðir af núverandi framleiðslugerðum og aðrar útfærslur af þeim, svo sem sportútgáfur. Þó eru dæmi um glænýja bíla, svo sem Audi Q8, komandi flaggskip í jeppaúrvali Audi og bíl sem fær nafnið E-Tron og verður fyrsti hreinræktaði rafmagnsbíll Audi. Búast má við mörgum gerðum frá Sportbíladeild Audi og bera þeir þá S eða RS í nafninu. Gott dæmi um það er komandi Audi RS Q5 jepplingur og RS5 Sportback og sumir vilja meina að stutt sé í SQ2 jeppling. Svo er dagljóst að nýr A6 verður kynntur á næsta ári. Þá hefur einnig verið ýjað að nýjum afturhjóladrifnum sportbíl. Þetta verður að minnsta kosti spennandi ár hjá Audi og frá mörgu að segja. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent
Audi er ekki einn af allra stærstu bílaframleiðendum heims, en samt ætlar fyrirtækið að kynna nýja gerð af bílum sínum á þriggja vikna fresti á næsta ári. Það á reyndar við þýsku lúxusbílaframleiðendurna alla að þeir bjóð ótrúlega margar gerðir af bílum. Þetta þýðir að 17 nýjar gerðir munu sjá dagsljósið á næsta ári hjá Audi. Auðvitað þýðir það að þarna er um að ræða nýjar kynslóðir af núverandi framleiðslugerðum og aðrar útfærslur af þeim, svo sem sportútgáfur. Þó eru dæmi um glænýja bíla, svo sem Audi Q8, komandi flaggskip í jeppaúrvali Audi og bíl sem fær nafnið E-Tron og verður fyrsti hreinræktaði rafmagnsbíll Audi. Búast má við mörgum gerðum frá Sportbíladeild Audi og bera þeir þá S eða RS í nafninu. Gott dæmi um það er komandi Audi RS Q5 jepplingur og RS5 Sportback og sumir vilja meina að stutt sé í SQ2 jeppling. Svo er dagljóst að nýr A6 verður kynntur á næsta ári. Þá hefur einnig verið ýjað að nýjum afturhjóladrifnum sportbíl. Þetta verður að minnsta kosti spennandi ár hjá Audi og frá mörgu að segja.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent