Kjarasamningar í ferðaþjónustu Indriði H. Þorláksson og Jakob S. Jónsson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi „skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu þegar á honum er brotið af ótta við viðbrögð vinnuveitanda. Þá eru dæmi þess að vinnuveitendur hafi beinlínis meinað launþegum að vera í réttu stéttarfélagi, enda er það áhrifamikil leið til að „deila og drottna“. Það er vont ef ástand á þessum vinnumarkaði er þannig að unnt sé að misbeita valdi og hunsa þá ábyrgð sem vinnuveitandi hefur á því að samningar séu virtir. Á þessu verða stéttarfélög að taka með ákveðni og afli. Vegna þessa viljum við undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri, svo auðveldara verði fyrir vinnuveitendur leiðsögumanna að gera sér grein fyrir skyldum sínum í þessum efnum og leiðsögumönnum sé ljóst hver réttindi þeirra eru: Stéttarfélög eru samtök launamanna úr tilteknum starfsstéttum og eru þau stofnuð í þeim tilgangi að sjá um sameiginlega hagsmuni þeirra. Í því felst m.a. gerð kjarasamninga, sem er samkomulag um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda. Kjarasamningur veitir báðum aðilum viss réttindi og leggur á þá gagnkvæmar skyldur, og þetta ber báðum aðilum að virða sem lágmarksréttindi. Meðal annars er það skylda fyrirtækja í ferðaþjónustu að greiða þeim sem hjá þeim starfa við leiðsögn ferðamanna að lágmarki skv. kjarasamningum Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Hluti af þessum skyldum launagreiðanda er að halda eftir af launum starfsmanna sinna iðgjaldi, félagsgjöldum og framlögum til samningsbundinna sjóða, og greiða það til viðkomandi stéttarfélags. Launamenn mega skv. ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og ákvæðum laga 55/1980 standa utan stéttarfélaga, en þeim ber engu að síður skylda til að taka þátt í því kjarnahlutverki stéttarfélaganna að gera kjarasamninga sem ná til allra í viðkomandi starfsstétt. Það er því ekki hægt að velja sér stéttarfélag, eins og borið hefur við að gert er. Greiða ber iðgjöld til þess félags sem gerir kjarasamninga fyrir viðkomandi starfsgrein. Í samræmi við framangreint eiga allir launagreiðendur leiðsögumanna að greiða iðgjöld af launum þeirra til Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Öllum er frjálst að taka þátt í starfi síns stéttarfélags og vinna að bættum kjörum félagsmanna, og skulu allir hvattir til þess enda eflir það félagið að sem flestir taki þátt og hafi áhrif. Ferðaþjónusta á Íslandi er bæði ung og gömul atvinnugrein. Fyrstu sporin í þjónustu við ferðamenn voru tekin snemma í sögu okkar og þá hefði nú sennilega engan órað fyrir því að fjöldi ferðamanna í framtíðinni næmi margföldum fjölda þjóðarinnar sjálfrar. Þangað erum við þó engu að síður komin og þá ríður á að ferðaþjónustan sé fagmannleg og traust. Það er ekki viðunandi að kjarasamningar starfsfólks í stærstu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar séu virtir að vettugi og slegið sé af kröfum um faglega þjónustu. Metnaður ferðaþjónustunnar á m.a. að felast í að bera virðingu fyrir náttúru lands og menningu þjóðar og því fylgir að fara að lögum og kjarasamningum. Svo einfalt er það! Indriði H. Þorláksson er formaður Leiðsagnar - félagsleiðsögumanna.Jakob S. Jónsson er formaður kjaranefndar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi „skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu þegar á honum er brotið af ótta við viðbrögð vinnuveitanda. Þá eru dæmi þess að vinnuveitendur hafi beinlínis meinað launþegum að vera í réttu stéttarfélagi, enda er það áhrifamikil leið til að „deila og drottna“. Það er vont ef ástand á þessum vinnumarkaði er þannig að unnt sé að misbeita valdi og hunsa þá ábyrgð sem vinnuveitandi hefur á því að samningar séu virtir. Á þessu verða stéttarfélög að taka með ákveðni og afli. Vegna þessa viljum við undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri, svo auðveldara verði fyrir vinnuveitendur leiðsögumanna að gera sér grein fyrir skyldum sínum í þessum efnum og leiðsögumönnum sé ljóst hver réttindi þeirra eru: Stéttarfélög eru samtök launamanna úr tilteknum starfsstéttum og eru þau stofnuð í þeim tilgangi að sjá um sameiginlega hagsmuni þeirra. Í því felst m.a. gerð kjarasamninga, sem er samkomulag um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda. Kjarasamningur veitir báðum aðilum viss réttindi og leggur á þá gagnkvæmar skyldur, og þetta ber báðum aðilum að virða sem lágmarksréttindi. Meðal annars er það skylda fyrirtækja í ferðaþjónustu að greiða þeim sem hjá þeim starfa við leiðsögn ferðamanna að lágmarki skv. kjarasamningum Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Hluti af þessum skyldum launagreiðanda er að halda eftir af launum starfsmanna sinna iðgjaldi, félagsgjöldum og framlögum til samningsbundinna sjóða, og greiða það til viðkomandi stéttarfélags. Launamenn mega skv. ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og ákvæðum laga 55/1980 standa utan stéttarfélaga, en þeim ber engu að síður skylda til að taka þátt í því kjarnahlutverki stéttarfélaganna að gera kjarasamninga sem ná til allra í viðkomandi starfsstétt. Það er því ekki hægt að velja sér stéttarfélag, eins og borið hefur við að gert er. Greiða ber iðgjöld til þess félags sem gerir kjarasamninga fyrir viðkomandi starfsgrein. Í samræmi við framangreint eiga allir launagreiðendur leiðsögumanna að greiða iðgjöld af launum þeirra til Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Öllum er frjálst að taka þátt í starfi síns stéttarfélags og vinna að bættum kjörum félagsmanna, og skulu allir hvattir til þess enda eflir það félagið að sem flestir taki þátt og hafi áhrif. Ferðaþjónusta á Íslandi er bæði ung og gömul atvinnugrein. Fyrstu sporin í þjónustu við ferðamenn voru tekin snemma í sögu okkar og þá hefði nú sennilega engan órað fyrir því að fjöldi ferðamanna í framtíðinni næmi margföldum fjölda þjóðarinnar sjálfrar. Þangað erum við þó engu að síður komin og þá ríður á að ferðaþjónustan sé fagmannleg og traust. Það er ekki viðunandi að kjarasamningar starfsfólks í stærstu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar séu virtir að vettugi og slegið sé af kröfum um faglega þjónustu. Metnaður ferðaþjónustunnar á m.a. að felast í að bera virðingu fyrir náttúru lands og menningu þjóðar og því fylgir að fara að lögum og kjarasamningum. Svo einfalt er það! Indriði H. Þorláksson er formaður Leiðsagnar - félagsleiðsögumanna.Jakob S. Jónsson er formaður kjaranefndar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun