Kjarasamningar í ferðaþjónustu Indriði H. Þorláksson og Jakob S. Jónsson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi „skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu þegar á honum er brotið af ótta við viðbrögð vinnuveitanda. Þá eru dæmi þess að vinnuveitendur hafi beinlínis meinað launþegum að vera í réttu stéttarfélagi, enda er það áhrifamikil leið til að „deila og drottna“. Það er vont ef ástand á þessum vinnumarkaði er þannig að unnt sé að misbeita valdi og hunsa þá ábyrgð sem vinnuveitandi hefur á því að samningar séu virtir. Á þessu verða stéttarfélög að taka með ákveðni og afli. Vegna þessa viljum við undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri, svo auðveldara verði fyrir vinnuveitendur leiðsögumanna að gera sér grein fyrir skyldum sínum í þessum efnum og leiðsögumönnum sé ljóst hver réttindi þeirra eru: Stéttarfélög eru samtök launamanna úr tilteknum starfsstéttum og eru þau stofnuð í þeim tilgangi að sjá um sameiginlega hagsmuni þeirra. Í því felst m.a. gerð kjarasamninga, sem er samkomulag um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda. Kjarasamningur veitir báðum aðilum viss réttindi og leggur á þá gagnkvæmar skyldur, og þetta ber báðum aðilum að virða sem lágmarksréttindi. Meðal annars er það skylda fyrirtækja í ferðaþjónustu að greiða þeim sem hjá þeim starfa við leiðsögn ferðamanna að lágmarki skv. kjarasamningum Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Hluti af þessum skyldum launagreiðanda er að halda eftir af launum starfsmanna sinna iðgjaldi, félagsgjöldum og framlögum til samningsbundinna sjóða, og greiða það til viðkomandi stéttarfélags. Launamenn mega skv. ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og ákvæðum laga 55/1980 standa utan stéttarfélaga, en þeim ber engu að síður skylda til að taka þátt í því kjarnahlutverki stéttarfélaganna að gera kjarasamninga sem ná til allra í viðkomandi starfsstétt. Það er því ekki hægt að velja sér stéttarfélag, eins og borið hefur við að gert er. Greiða ber iðgjöld til þess félags sem gerir kjarasamninga fyrir viðkomandi starfsgrein. Í samræmi við framangreint eiga allir launagreiðendur leiðsögumanna að greiða iðgjöld af launum þeirra til Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Öllum er frjálst að taka þátt í starfi síns stéttarfélags og vinna að bættum kjörum félagsmanna, og skulu allir hvattir til þess enda eflir það félagið að sem flestir taki þátt og hafi áhrif. Ferðaþjónusta á Íslandi er bæði ung og gömul atvinnugrein. Fyrstu sporin í þjónustu við ferðamenn voru tekin snemma í sögu okkar og þá hefði nú sennilega engan órað fyrir því að fjöldi ferðamanna í framtíðinni næmi margföldum fjölda þjóðarinnar sjálfrar. Þangað erum við þó engu að síður komin og þá ríður á að ferðaþjónustan sé fagmannleg og traust. Það er ekki viðunandi að kjarasamningar starfsfólks í stærstu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar séu virtir að vettugi og slegið sé af kröfum um faglega þjónustu. Metnaður ferðaþjónustunnar á m.a. að felast í að bera virðingu fyrir náttúru lands og menningu þjóðar og því fylgir að fara að lögum og kjarasamningum. Svo einfalt er það! Indriði H. Þorláksson er formaður Leiðsagnar - félagsleiðsögumanna.Jakob S. Jónsson er formaður kjaranefndar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi „skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu þegar á honum er brotið af ótta við viðbrögð vinnuveitanda. Þá eru dæmi þess að vinnuveitendur hafi beinlínis meinað launþegum að vera í réttu stéttarfélagi, enda er það áhrifamikil leið til að „deila og drottna“. Það er vont ef ástand á þessum vinnumarkaði er þannig að unnt sé að misbeita valdi og hunsa þá ábyrgð sem vinnuveitandi hefur á því að samningar séu virtir. Á þessu verða stéttarfélög að taka með ákveðni og afli. Vegna þessa viljum við undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri, svo auðveldara verði fyrir vinnuveitendur leiðsögumanna að gera sér grein fyrir skyldum sínum í þessum efnum og leiðsögumönnum sé ljóst hver réttindi þeirra eru: Stéttarfélög eru samtök launamanna úr tilteknum starfsstéttum og eru þau stofnuð í þeim tilgangi að sjá um sameiginlega hagsmuni þeirra. Í því felst m.a. gerð kjarasamninga, sem er samkomulag um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda. Kjarasamningur veitir báðum aðilum viss réttindi og leggur á þá gagnkvæmar skyldur, og þetta ber báðum aðilum að virða sem lágmarksréttindi. Meðal annars er það skylda fyrirtækja í ferðaþjónustu að greiða þeim sem hjá þeim starfa við leiðsögn ferðamanna að lágmarki skv. kjarasamningum Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Hluti af þessum skyldum launagreiðanda er að halda eftir af launum starfsmanna sinna iðgjaldi, félagsgjöldum og framlögum til samningsbundinna sjóða, og greiða það til viðkomandi stéttarfélags. Launamenn mega skv. ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og ákvæðum laga 55/1980 standa utan stéttarfélaga, en þeim ber engu að síður skylda til að taka þátt í því kjarnahlutverki stéttarfélaganna að gera kjarasamninga sem ná til allra í viðkomandi starfsstétt. Það er því ekki hægt að velja sér stéttarfélag, eins og borið hefur við að gert er. Greiða ber iðgjöld til þess félags sem gerir kjarasamninga fyrir viðkomandi starfsgrein. Í samræmi við framangreint eiga allir launagreiðendur leiðsögumanna að greiða iðgjöld af launum þeirra til Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Öllum er frjálst að taka þátt í starfi síns stéttarfélags og vinna að bættum kjörum félagsmanna, og skulu allir hvattir til þess enda eflir það félagið að sem flestir taki þátt og hafi áhrif. Ferðaþjónusta á Íslandi er bæði ung og gömul atvinnugrein. Fyrstu sporin í þjónustu við ferðamenn voru tekin snemma í sögu okkar og þá hefði nú sennilega engan órað fyrir því að fjöldi ferðamanna í framtíðinni næmi margföldum fjölda þjóðarinnar sjálfrar. Þangað erum við þó engu að síður komin og þá ríður á að ferðaþjónustan sé fagmannleg og traust. Það er ekki viðunandi að kjarasamningar starfsfólks í stærstu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar séu virtir að vettugi og slegið sé af kröfum um faglega þjónustu. Metnaður ferðaþjónustunnar á m.a. að felast í að bera virðingu fyrir náttúru lands og menningu þjóðar og því fylgir að fara að lögum og kjarasamningum. Svo einfalt er það! Indriði H. Þorláksson er formaður Leiðsagnar - félagsleiðsögumanna.Jakob S. Jónsson er formaður kjaranefndar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun