Skóli með og án aðgreiningar Kristín Arnardóttir skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Skólastefnan „skóli án aðgreiningar“ hefur verið hin opinbera stefna á Íslandi um nokkurt skeið. Henni hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis margra sveitarfélaga og við menntun kennara.„Án aðgreiningar“ Í nafni stefnunnar „skóli án aðgreiningar“ hafa mörg úrvals sérúrræði verið aflögð og myndast hefur þöggun um ágæti þeirra. Meira að segja eru orðin sérkennari og sérkennsla orðin tabú í ýmsum opinberum gögnum. Stefnan er að allir kennarar kunni til verka við að kenna öllum nemendum. Gott og vel. Margt þarfnast úrbóta í almennu kennaranámi. En er sérhæfing og sérþekking í málefnum barna með fjölbreyttar sérþarfir orðin óþörf og jafnvel af hinu illa?Ólíkar þarfir og kennsluaðferðir Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu barna með skerta námsgetu eru að mörgu leyti ólík því sem gerist í almennri kennslu. Vanda þarf til verka svo að nemandinn hafi viðfangsefni við hæfi sem veita fjölbreytt tækifæri til náms. Bók, blað og blýantur eru ekki endilega þau námsgögn sem best henta. Almennir kennarar hafa hingað til ekki fengið kennslu á þessu sviði og kjarasamningar veita ekki svigrúm til aukins undirbúnings sem með þarf. Til eru börn sem þurfa markvissa hjálp við að stilla skap sitt og fylgja reglum. Ef breyta á óæskilegri hegðun þarf að setja skýr mörk og vera reiðubúinn að fylgja þeim eftir. Slík vinna þarf að fara fram í aðstæðum sem henta.…verða undir í goggunarröðinni Hið gamla orðatiltæki „líkur sækir líkan heim“ felur í sér mikinn sannleik. Öll sækjumst við eftir samveru og vináttu við fólk sem við finnum til samkenndar með. Sumir nemendur eru vinsælir, sumir eiga einn góðan vin og aðrir eru hafðir útundan. Þrátt fyrir góðan vilja kennara eru margir þættir félagstengsla sem ekki er unnt að stýra. Þú getur gert tvö börn að sessunautum en þú gerir þau ekki að vinum. Félagslega óþroskaðir nemendur ná iðulega ekki að fóta sig í hópnum, heldur eru einungis umbornir. Þessi börn vaxa úr grasi án þess að eignast vini. Þau skilja ekki leikreglur jafnaldra sem eru á öðru þroskastigi. Í smærri hópum er oft auðveldara að aðstoða nemendur við að mynda tengsl, efla félagsþroska þeirra og sjálfsvirðingu. Takist vel til á nemandinn auðveldara með að spjara sig í stærri hópi og að vera sáttur við sjálfan sig eins og hann er. Þess vegna er mikill missir að mörgum góðum sérdeildum sem lagðar hafa verið niður undanfarin ár.„Skóli fjölbreytileikans“ – að vera fremstur meðal jafningja Þeirri skoðun hefur verið fleygt fram að nemendur í sérskólum og í öðrum sérúrræðum læri bara að apa eftir kæki og slæma hegðun hver af öðrum. Þetta eru örgustu fordómar. Nemendur með skerta námshæfni finna oft til mikillar samkenndar hver með öðrum og með þeim tekst djúp og innileg vinátta. Margir nemendur sem hafa verið í sérúrræðum eiga sinn vinahóp til að deila með gleði og sorgum, bjóða í merkisafmæli og upplifa saman merka áfanga. Samfélag þroskaheftra er minnihlutahópur sem sætir fordómum og vanþekkingu. Þar er að finna fólk með reisn og sjálfsvirðingu sem er sátt við eigin stöðu. Þetta er fólk sem alist hefur upp við virðingu og var gert kleift að þroskast og eflast á eigin forsendum í stað þess að þurfa sífellt að mistakast á mælikvarða hinna ófötluðu. Við náum aldrei að sinna öllum nemendum eftir þeirra þörfum, nema bjóða upp á fjölbreytt úrræði þar sem fagmennska og sérhæfing er til staðar. Við þurfum að brjótast út úr ákveðinni þöggun sem fylgt hefur skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ og setja markið hærra.Höfundur var deildarstjóri í Öskjuhlíðarskóla og hefur unnið sem sérkennari og deildarstjóri sérkennslu í almennum skólum, leikskóla og á framhaldsstigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Skólastefnan „skóli án aðgreiningar“ hefur verið hin opinbera stefna á Íslandi um nokkurt skeið. Henni hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis margra sveitarfélaga og við menntun kennara.„Án aðgreiningar“ Í nafni stefnunnar „skóli án aðgreiningar“ hafa mörg úrvals sérúrræði verið aflögð og myndast hefur þöggun um ágæti þeirra. Meira að segja eru orðin sérkennari og sérkennsla orðin tabú í ýmsum opinberum gögnum. Stefnan er að allir kennarar kunni til verka við að kenna öllum nemendum. Gott og vel. Margt þarfnast úrbóta í almennu kennaranámi. En er sérhæfing og sérþekking í málefnum barna með fjölbreyttar sérþarfir orðin óþörf og jafnvel af hinu illa?Ólíkar þarfir og kennsluaðferðir Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu barna með skerta námsgetu eru að mörgu leyti ólík því sem gerist í almennri kennslu. Vanda þarf til verka svo að nemandinn hafi viðfangsefni við hæfi sem veita fjölbreytt tækifæri til náms. Bók, blað og blýantur eru ekki endilega þau námsgögn sem best henta. Almennir kennarar hafa hingað til ekki fengið kennslu á þessu sviði og kjarasamningar veita ekki svigrúm til aukins undirbúnings sem með þarf. Til eru börn sem þurfa markvissa hjálp við að stilla skap sitt og fylgja reglum. Ef breyta á óæskilegri hegðun þarf að setja skýr mörk og vera reiðubúinn að fylgja þeim eftir. Slík vinna þarf að fara fram í aðstæðum sem henta.…verða undir í goggunarröðinni Hið gamla orðatiltæki „líkur sækir líkan heim“ felur í sér mikinn sannleik. Öll sækjumst við eftir samveru og vináttu við fólk sem við finnum til samkenndar með. Sumir nemendur eru vinsælir, sumir eiga einn góðan vin og aðrir eru hafðir útundan. Þrátt fyrir góðan vilja kennara eru margir þættir félagstengsla sem ekki er unnt að stýra. Þú getur gert tvö börn að sessunautum en þú gerir þau ekki að vinum. Félagslega óþroskaðir nemendur ná iðulega ekki að fóta sig í hópnum, heldur eru einungis umbornir. Þessi börn vaxa úr grasi án þess að eignast vini. Þau skilja ekki leikreglur jafnaldra sem eru á öðru þroskastigi. Í smærri hópum er oft auðveldara að aðstoða nemendur við að mynda tengsl, efla félagsþroska þeirra og sjálfsvirðingu. Takist vel til á nemandinn auðveldara með að spjara sig í stærri hópi og að vera sáttur við sjálfan sig eins og hann er. Þess vegna er mikill missir að mörgum góðum sérdeildum sem lagðar hafa verið niður undanfarin ár.„Skóli fjölbreytileikans“ – að vera fremstur meðal jafningja Þeirri skoðun hefur verið fleygt fram að nemendur í sérskólum og í öðrum sérúrræðum læri bara að apa eftir kæki og slæma hegðun hver af öðrum. Þetta eru örgustu fordómar. Nemendur með skerta námshæfni finna oft til mikillar samkenndar hver með öðrum og með þeim tekst djúp og innileg vinátta. Margir nemendur sem hafa verið í sérúrræðum eiga sinn vinahóp til að deila með gleði og sorgum, bjóða í merkisafmæli og upplifa saman merka áfanga. Samfélag þroskaheftra er minnihlutahópur sem sætir fordómum og vanþekkingu. Þar er að finna fólk með reisn og sjálfsvirðingu sem er sátt við eigin stöðu. Þetta er fólk sem alist hefur upp við virðingu og var gert kleift að þroskast og eflast á eigin forsendum í stað þess að þurfa sífellt að mistakast á mælikvarða hinna ófötluðu. Við náum aldrei að sinna öllum nemendum eftir þeirra þörfum, nema bjóða upp á fjölbreytt úrræði þar sem fagmennska og sérhæfing er til staðar. Við þurfum að brjótast út úr ákveðinni þöggun sem fylgt hefur skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ og setja markið hærra.Höfundur var deildarstjóri í Öskjuhlíðarskóla og hefur unnið sem sérkennari og deildarstjóri sérkennslu í almennum skólum, leikskóla og á framhaldsstigi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun