Þurfa að fara í aðgerð og fá nýja augasteina eftir tappaslysin Haraldur Guðmundsson skrifar 23. október 2017 06:00 Þóra Björg Ingimundardóttir hefur misst úr skóla eftir að tappi af Flóridana-ávaxtasafaflösku skaust í auga hennar í lok ágúst. vísir/stefán Skipta þarf um augasteina í átján ára konu og þrítugum karlmanni sem hlutu alvarlega áverka þegar tappar af Floridana-ávaxtasafaflöskum skutust í augu þeirra í lok ágúst. Læknar hafa sagt stúlkunni að óvíst sé að hún fái 100 prósent sjón, enda séu dreifðar skemmdir í sjónhimnu, og maðurinn þarf að gangast undir sína aðra aðgerð á næstu mánuðum. „Við erum í hálfgerðri biðstöðu og þurfum að sjá hvort sjónin lagast. Í þrjár vikur eftir slysið sá hún ekkert með hægra auganu og fékk síðan 30 prósent sjón og er komin upp í 60 prósent,“ segir Oddný Sigrún Magnúsdóttir, móðir Þóru Bjargar Ingimundardóttur. Ölgerðin, framleiðandi ávaxtasafanna, hefur harmað atvikin sem komu upp eftir að yfirþrýstingur myndaðist í plastflöskum af Floridana með þeim afleiðingum að margir tilkynntu um að tappar hefðu skotist af með miklum krafti. Fyrirtækið innkallaði vöruna í kjölfarið en hóf í byrjun október sölu á henni á ný en með nýjum töppum með afloftunarraufum. „Ég er búin að vera í sambandi við Ölgerðina út af þessu máli. Ég gerði þeim grein fyrir því að þetta færi til lögfræðings af okkar hálfu þar sem þetta væri sýnilega ekki mál sem myndi jafna sig að fullu,“ segir Oddný og bætir við að dóttir hennar hafi misst mikið úr skóla. Þá sé beinn útlagður kostnaður vegna ástands hennar talsverður og útlit fyrir að Þóra Björg fari ekki í aðgerð fyrr en að jólaprófum loknum. „Hún reynir hvað hún getur en þarf oft að labba út úr tíma því þetta er álag á augað sem veldur höfuðverk. Verslunarskólinn á mikið hrós skilið fyrir þann skilning sem henni hefur verið sýndur. Fyrst var talað um að hún þyrfti að fara í aðgerð á bæði fremri og aftari hólfum augans en það er allavega ljóst núna að það þarf að skipta um augastein. Það val þarf að vanda vel því hún er jú einungis átján ára og það er vel þekkt að gerviaugasteinar hafa ákveðinn líftíma,“ segir Oddný. Svavar Þór Georgsson þurfti að undirgangast aðgerð á hægra auga eftir sambærilegt atvik sem hann lýsti sem myndarlegu rothöggi. Við það fékk hann skurð á augað og blæddi inn á það. „Staðan er ekki góð eins og gefur að skilja. Ég er ennþá með takmarkaða sjón á auganu og þarf að gangast undir aðra aðgerð. Það þarf að skipta um augastein og það eru enn svartir deplar á sjónhimnunni og töluverður munur á sjóninni sem var fullkomin fyrir slysið. Ég hef stundað veiðimennsku og skotfimi og þetta hefur aftrað mér í öllum áhugamálum og vinnu. Málið er enn hjá lögfræðingi mínum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50 Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Sjá meira
Skipta þarf um augasteina í átján ára konu og þrítugum karlmanni sem hlutu alvarlega áverka þegar tappar af Floridana-ávaxtasafaflöskum skutust í augu þeirra í lok ágúst. Læknar hafa sagt stúlkunni að óvíst sé að hún fái 100 prósent sjón, enda séu dreifðar skemmdir í sjónhimnu, og maðurinn þarf að gangast undir sína aðra aðgerð á næstu mánuðum. „Við erum í hálfgerðri biðstöðu og þurfum að sjá hvort sjónin lagast. Í þrjár vikur eftir slysið sá hún ekkert með hægra auganu og fékk síðan 30 prósent sjón og er komin upp í 60 prósent,“ segir Oddný Sigrún Magnúsdóttir, móðir Þóru Bjargar Ingimundardóttur. Ölgerðin, framleiðandi ávaxtasafanna, hefur harmað atvikin sem komu upp eftir að yfirþrýstingur myndaðist í plastflöskum af Floridana með þeim afleiðingum að margir tilkynntu um að tappar hefðu skotist af með miklum krafti. Fyrirtækið innkallaði vöruna í kjölfarið en hóf í byrjun október sölu á henni á ný en með nýjum töppum með afloftunarraufum. „Ég er búin að vera í sambandi við Ölgerðina út af þessu máli. Ég gerði þeim grein fyrir því að þetta færi til lögfræðings af okkar hálfu þar sem þetta væri sýnilega ekki mál sem myndi jafna sig að fullu,“ segir Oddný og bætir við að dóttir hennar hafi misst mikið úr skóla. Þá sé beinn útlagður kostnaður vegna ástands hennar talsverður og útlit fyrir að Þóra Björg fari ekki í aðgerð fyrr en að jólaprófum loknum. „Hún reynir hvað hún getur en þarf oft að labba út úr tíma því þetta er álag á augað sem veldur höfuðverk. Verslunarskólinn á mikið hrós skilið fyrir þann skilning sem henni hefur verið sýndur. Fyrst var talað um að hún þyrfti að fara í aðgerð á bæði fremri og aftari hólfum augans en það er allavega ljóst núna að það þarf að skipta um augastein. Það val þarf að vanda vel því hún er jú einungis átján ára og það er vel þekkt að gerviaugasteinar hafa ákveðinn líftíma,“ segir Oddný. Svavar Þór Georgsson þurfti að undirgangast aðgerð á hægra auga eftir sambærilegt atvik sem hann lýsti sem myndarlegu rothöggi. Við það fékk hann skurð á augað og blæddi inn á það. „Staðan er ekki góð eins og gefur að skilja. Ég er ennþá með takmarkaða sjón á auganu og þarf að gangast undir aðra aðgerð. Það þarf að skipta um augastein og það eru enn svartir deplar á sjónhimnunni og töluverður munur á sjóninni sem var fullkomin fyrir slysið. Ég hef stundað veiðimennsku og skotfimi og þetta hefur aftrað mér í öllum áhugamálum og vinnu. Málið er enn hjá lögfræðingi mínum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50 Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Sjá meira
Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50
Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent