"Mikið borði“ Torfi Tulinius skrifar 14. júní 2017 07:00 Gissur Þorvaldsson slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 en missti konu og þrjá syni. Skaðinn var mikill en Gissur safnaði liði, hefndi sín og hélt reisn. Í Sturlungu segir að Gissur hafi verið „mikill borði“, orðtak úr máli farmanna. Skip með háar síður veitti betra skjól gegn illviðri og óvinum. Gissur hafði sterkar sálrænar varnir og gat tekist á við verstu áföll. Samfélög þurfa einnig sterka vörn. Theresu May var refsað m.a. fyrir að hafa veikt hryðjuverkavarnir Bretlands með niðurskurði til löggæslu í innanríkisráðherratíð sinni. Íslendingar þekkja af reynslu mikilvægi stofnana og samtaka í náttúruhamförum: björgunarsveitir, lögregla, landhelgisgæsla og heilbrigðisþjónusta bregðast við og koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði verri en ella. Bankahrunið var áfall. Þó kom í ljós að samfélagið bjó yfir töluverðum styrk: fjölmiðlar, sérfræðingar, dómskerfið, reiknistofa bankanna og fleiri björguðu miklu og samfélagið gat starfað áfram. Varnirnar héldu og við nutum þess að hafa búið vel að þessum þáttum í þjóðlífinu. Því miður hafði ekki verið hlúð nægilega að öllum mikilvægum máttarstólpum samfélagsins. Til að ná fram pólítískum markmiðum um einkavæðingu hafði heilbrigðiskerfið verið veikt árum saman. Það mátti því illa við niðurskurði í Hruninu og er nú svo illa farið að það tekur langan tíma að koma því í æskilegt horf. Háskólarnir reyndust líka öflugur hluti af vörnum okkar. Í samdrætti og atvinnuleysi tóku þeir við fjölda nemenda sem öðluðust nýja þekkingu og færni til að takast á við vanda og byggja upp á ný. Einkum var það starfsfólki skólanna að þakka sem lét sig hafa það að búa við aukið álag og versnandi kjör til að mæta ríkri þörf. Nýsamþykkt fjármálaáætlun til fimm ára þar sem of lágar fjárveitingar til háskóla standa nánast í stað mun draga úr getu þeirra til að efla þjóðina og búa undir áskoranir framtíðar. Í haust gefst tækifæri með fjárlögum til að leiðrétta kúrsinn og búa myndarlega að háskólunum. Þeir eru vaxtarbroddar samfélags sem getur nýtt tækifæri framtíðarinnar og brugðist við áföllum; samfélags sem er „mikið borði“. Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Gissur Þorvaldsson slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 en missti konu og þrjá syni. Skaðinn var mikill en Gissur safnaði liði, hefndi sín og hélt reisn. Í Sturlungu segir að Gissur hafi verið „mikill borði“, orðtak úr máli farmanna. Skip með háar síður veitti betra skjól gegn illviðri og óvinum. Gissur hafði sterkar sálrænar varnir og gat tekist á við verstu áföll. Samfélög þurfa einnig sterka vörn. Theresu May var refsað m.a. fyrir að hafa veikt hryðjuverkavarnir Bretlands með niðurskurði til löggæslu í innanríkisráðherratíð sinni. Íslendingar þekkja af reynslu mikilvægi stofnana og samtaka í náttúruhamförum: björgunarsveitir, lögregla, landhelgisgæsla og heilbrigðisþjónusta bregðast við og koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði verri en ella. Bankahrunið var áfall. Þó kom í ljós að samfélagið bjó yfir töluverðum styrk: fjölmiðlar, sérfræðingar, dómskerfið, reiknistofa bankanna og fleiri björguðu miklu og samfélagið gat starfað áfram. Varnirnar héldu og við nutum þess að hafa búið vel að þessum þáttum í þjóðlífinu. Því miður hafði ekki verið hlúð nægilega að öllum mikilvægum máttarstólpum samfélagsins. Til að ná fram pólítískum markmiðum um einkavæðingu hafði heilbrigðiskerfið verið veikt árum saman. Það mátti því illa við niðurskurði í Hruninu og er nú svo illa farið að það tekur langan tíma að koma því í æskilegt horf. Háskólarnir reyndust líka öflugur hluti af vörnum okkar. Í samdrætti og atvinnuleysi tóku þeir við fjölda nemenda sem öðluðust nýja þekkingu og færni til að takast á við vanda og byggja upp á ný. Einkum var það starfsfólki skólanna að þakka sem lét sig hafa það að búa við aukið álag og versnandi kjör til að mæta ríkri þörf. Nýsamþykkt fjármálaáætlun til fimm ára þar sem of lágar fjárveitingar til háskóla standa nánast í stað mun draga úr getu þeirra til að efla þjóðina og búa undir áskoranir framtíðar. Í haust gefst tækifæri með fjárlögum til að leiðrétta kúrsinn og búa myndarlega að háskólunum. Þeir eru vaxtarbroddar samfélags sem getur nýtt tækifæri framtíðarinnar og brugðist við áföllum; samfélags sem er „mikið borði“. Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar