"Mikið borði“ Torfi Tulinius skrifar 14. júní 2017 07:00 Gissur Þorvaldsson slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 en missti konu og þrjá syni. Skaðinn var mikill en Gissur safnaði liði, hefndi sín og hélt reisn. Í Sturlungu segir að Gissur hafi verið „mikill borði“, orðtak úr máli farmanna. Skip með háar síður veitti betra skjól gegn illviðri og óvinum. Gissur hafði sterkar sálrænar varnir og gat tekist á við verstu áföll. Samfélög þurfa einnig sterka vörn. Theresu May var refsað m.a. fyrir að hafa veikt hryðjuverkavarnir Bretlands með niðurskurði til löggæslu í innanríkisráðherratíð sinni. Íslendingar þekkja af reynslu mikilvægi stofnana og samtaka í náttúruhamförum: björgunarsveitir, lögregla, landhelgisgæsla og heilbrigðisþjónusta bregðast við og koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði verri en ella. Bankahrunið var áfall. Þó kom í ljós að samfélagið bjó yfir töluverðum styrk: fjölmiðlar, sérfræðingar, dómskerfið, reiknistofa bankanna og fleiri björguðu miklu og samfélagið gat starfað áfram. Varnirnar héldu og við nutum þess að hafa búið vel að þessum þáttum í þjóðlífinu. Því miður hafði ekki verið hlúð nægilega að öllum mikilvægum máttarstólpum samfélagsins. Til að ná fram pólítískum markmiðum um einkavæðingu hafði heilbrigðiskerfið verið veikt árum saman. Það mátti því illa við niðurskurði í Hruninu og er nú svo illa farið að það tekur langan tíma að koma því í æskilegt horf. Háskólarnir reyndust líka öflugur hluti af vörnum okkar. Í samdrætti og atvinnuleysi tóku þeir við fjölda nemenda sem öðluðust nýja þekkingu og færni til að takast á við vanda og byggja upp á ný. Einkum var það starfsfólki skólanna að þakka sem lét sig hafa það að búa við aukið álag og versnandi kjör til að mæta ríkri þörf. Nýsamþykkt fjármálaáætlun til fimm ára þar sem of lágar fjárveitingar til háskóla standa nánast í stað mun draga úr getu þeirra til að efla þjóðina og búa undir áskoranir framtíðar. Í haust gefst tækifæri með fjárlögum til að leiðrétta kúrsinn og búa myndarlega að háskólunum. Þeir eru vaxtarbroddar samfélags sem getur nýtt tækifæri framtíðarinnar og brugðist við áföllum; samfélags sem er „mikið borði“. Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Gissur Þorvaldsson slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 en missti konu og þrjá syni. Skaðinn var mikill en Gissur safnaði liði, hefndi sín og hélt reisn. Í Sturlungu segir að Gissur hafi verið „mikill borði“, orðtak úr máli farmanna. Skip með háar síður veitti betra skjól gegn illviðri og óvinum. Gissur hafði sterkar sálrænar varnir og gat tekist á við verstu áföll. Samfélög þurfa einnig sterka vörn. Theresu May var refsað m.a. fyrir að hafa veikt hryðjuverkavarnir Bretlands með niðurskurði til löggæslu í innanríkisráðherratíð sinni. Íslendingar þekkja af reynslu mikilvægi stofnana og samtaka í náttúruhamförum: björgunarsveitir, lögregla, landhelgisgæsla og heilbrigðisþjónusta bregðast við og koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði verri en ella. Bankahrunið var áfall. Þó kom í ljós að samfélagið bjó yfir töluverðum styrk: fjölmiðlar, sérfræðingar, dómskerfið, reiknistofa bankanna og fleiri björguðu miklu og samfélagið gat starfað áfram. Varnirnar héldu og við nutum þess að hafa búið vel að þessum þáttum í þjóðlífinu. Því miður hafði ekki verið hlúð nægilega að öllum mikilvægum máttarstólpum samfélagsins. Til að ná fram pólítískum markmiðum um einkavæðingu hafði heilbrigðiskerfið verið veikt árum saman. Það mátti því illa við niðurskurði í Hruninu og er nú svo illa farið að það tekur langan tíma að koma því í æskilegt horf. Háskólarnir reyndust líka öflugur hluti af vörnum okkar. Í samdrætti og atvinnuleysi tóku þeir við fjölda nemenda sem öðluðust nýja þekkingu og færni til að takast á við vanda og byggja upp á ný. Einkum var það starfsfólki skólanna að þakka sem lét sig hafa það að búa við aukið álag og versnandi kjör til að mæta ríkri þörf. Nýsamþykkt fjármálaáætlun til fimm ára þar sem of lágar fjárveitingar til háskóla standa nánast í stað mun draga úr getu þeirra til að efla þjóðina og búa undir áskoranir framtíðar. Í haust gefst tækifæri með fjárlögum til að leiðrétta kúrsinn og búa myndarlega að háskólunum. Þeir eru vaxtarbroddar samfélags sem getur nýtt tækifæri framtíðarinnar og brugðist við áföllum; samfélags sem er „mikið borði“. Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun