Innviðafjárfestingar á Íslandi í sögulegu lágmarki Sölvi Blöndal skrifar 14. júní 2017 07:00 Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Tengsl hagvaxtar og innviðastofns eru vinsælt rannsóknarefni innan hagfræðinnar. Reynslan hefur sýnt að viðvarandi skortur á nýfjárfestingu í innviðum mun að öðru óbreyttu draga úr möguleikum til hagvaxtar. Á Íslandi skipta innviðir miklu máli. Ísland er strjálbýlt land með 3 íbúa á hvern ferkílómetra (miðað við 269 íbúa í Bretlandi, 234 í Þýskalandi) og kostnaður vegna innviða þar af leiðandi hærri enda æskilegt hlutfall innviðafjárfestingar af vergri Landsframleiðslu (VLF) hærri á Íslandi en flestum löndum innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.Staða innviðafjárfestingar Ein af helstu afleiðingum fjármálakreppunnar 2008 var aukin skuldsetning hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Í kjölfarið dró víða verulega úr fjárfestingu, og þá sérstaklega nýfjárfestingu í innviðum. Árið 2016 stóð nýfjárfesting í innviðum í 2,5% af VLF meðal OECD ríkja miðað við 5% árið 1990. Það er því ljóst að skortur á innviðafjárfestingu er að mörgu leyti alþjóðlegt vandamál en OECD metur nú fjárfestingarþörf í innviðum um helmingi hærri, eða 4,1% af vergri landsframleiðslu.Þrátt fyrir að síðustu ár hafi hagvöxtur meðal OECD-ríkja tekið við sér er innviðafjárfesting enn í algeru lágmarki. Ísland er þar engin undantekning. Frá árinu 2009 hefur fjármunastofn innviða á Íslandi dregist saman úr 73% af VLF árið 2009 í 62% árið 2016 og hafði þá aldrei verið lægri og rúmlega 10% lægri en þurfa þykir til að viðhalda sama hagvaxtarstigi til langs tíma. Með öðrum orðum hafa afskriftir stofnsins verið meiri á tímabilinu en nýfjárfesting og gengið hefur á notagildi hans. Á árunum 1990 til 2008 nam árleg nýfjárfesting í innviðum um 5,5% af VLF að meðaltali sem ætla má að nauðsynlegt sé til að viðhalda 2,5% til 3% hagvexti til langs tíma. Samdráttur í nýrri fjárfestingu innviða hefur verið einkar áberandi síðan 2008 en árið 2016 var hlutfall nýrrar innviðafjárfestingar 3,8% miðað við tæplega 6% árið 2008. Hlutfall nýrrar fjárfestingar í innviðum náði sögulegu lágmarki árið 2012 þegar það nam 2,5% af VLF. Miðað við fyrrnefnt meðaltal hleypur uppsöfnuð fjárfestingarþörf í íslenskum innviðum, hefðbundnum og samfélagslegum, á bilinu 15% til 17% af VLF, eða um 230 milljörðum króna. Um helming þessarar upphæðar má rekja til uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar í samgöngum. Ætla má að fjárfesting í innviðum á næstu sjö til tíu árum nemi 400 milljörðum eða um 25 prósentum af VLF. Fjármögnun framkvæmda Helstu einkenni innviðafjárfestinga eru töluverðar aðgangshindranir inn á markaðinn, stærðarhagkvæmni (hár fastur kostnaður, lágur breytilegur kostnaður), óteygin eftirspurn eftir þjónustunni, lágur rekstrarkostnaður, flókið reglugerðarumhverfi og ítarlegir samningar, og langur líftími. Í flestum tilfellum hafa fjárfestingar í íslenskum innviðum verið fjármagnaðar af hinu opinbera og þá oftast með aukinni skuldsetningu. Þó eru dæmi um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum í innviðum eins og framkvæmd Hvalfjarðarganganna sýnir. Eina ástæðu fyrir takmörkuðum fjárfestingum opinberra aðila í hefðbundnum innviðafjárfestingum má rekja til sívaxandi útgjalda til heilbrigðismála, menntamála og félagsþjónustu. Til að fjármagna aukna fjárfestingu í innviðum geta stjórnvöld hækkað skatta og aukið útgáfu ríkisskuldabréfa en þá að sama skapi átt það á hættu að lækka í lánshæfi. Stjórnvöld hafa hins vegar einnig leitað nýrra leiða til uppbyggingar innviða, með aðkomu einkaaðila. Markmiðið með því er að draga úr ríkisskuldum og hallarekstri, flýta uppbyggingu þjóðhagslega arðbærra verkefna, auka kostnaðarþátttöku þeirra sem nýta opinbera þjónustu og nýta almennt kosti einkaframtaks. Við ákveðnar kringumstæður er einkaframkvæmd talin vera hagkvæmur kostur og er þá helst horft til hversu mikil áhætta fylgir framkvæmdinni, hvort einkaaðili búi yfir meiri færni en opinberir aðilar eða hvort einkaaðili geti náð fram samlegðaráhrifum í gegnum aðra starfsemi sína. Einkaframkvæmd fylgja lægri útgjöld í upphafi fyrir ríkið og kostnaður dreifist yfir lengra tímabil. Mótrök gegn aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum er að fjármagnskostnaður sé að jafnaði hærri en hjá opinberum aðilum. Hins vegar má ætla að sá munur minnki ef opinberir aðilar skuldsetja sig fyrir öllum þessum verkefnum því þá kemur að því að lánshæfi þeirra lækkar sem leiðir til þess að fjármagnskostnaður opinberra aðila hækkar. Reynslan sýnir oft ágætan árangur af aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum og hefur einn helsti kosturinn verið sá að verkefni framkvæmd með aðkomu einkaaðila taka skemmri tíma en opinber verkefni og eru oftar nær eða undir kostnaðaráætlun. Auk þess má benda á að einkafjármagn getur komið af stað innviðafjárfestingum sem ella hefði verið ráðist í mun seinna eða hreinlega ekki verið ráðist í ef þær væru einungis fjármagnaðar af hinu opinbera. Nauðsyn þess að ráðast í innviðafjárfestingar hefur sjaldan verið meiri en nú. Áframhaldandi uppsveifla í hagkerfinu samfara stöðugri fjölgun ferðamanna gerir fjárfestingar í innviðum samfélagsins óhjákvæmilegar.Höfundur er hagfræðingur hjá GAMMA Capital Management. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Tengsl hagvaxtar og innviðastofns eru vinsælt rannsóknarefni innan hagfræðinnar. Reynslan hefur sýnt að viðvarandi skortur á nýfjárfestingu í innviðum mun að öðru óbreyttu draga úr möguleikum til hagvaxtar. Á Íslandi skipta innviðir miklu máli. Ísland er strjálbýlt land með 3 íbúa á hvern ferkílómetra (miðað við 269 íbúa í Bretlandi, 234 í Þýskalandi) og kostnaður vegna innviða þar af leiðandi hærri enda æskilegt hlutfall innviðafjárfestingar af vergri Landsframleiðslu (VLF) hærri á Íslandi en flestum löndum innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.Staða innviðafjárfestingar Ein af helstu afleiðingum fjármálakreppunnar 2008 var aukin skuldsetning hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Í kjölfarið dró víða verulega úr fjárfestingu, og þá sérstaklega nýfjárfestingu í innviðum. Árið 2016 stóð nýfjárfesting í innviðum í 2,5% af VLF meðal OECD ríkja miðað við 5% árið 1990. Það er því ljóst að skortur á innviðafjárfestingu er að mörgu leyti alþjóðlegt vandamál en OECD metur nú fjárfestingarþörf í innviðum um helmingi hærri, eða 4,1% af vergri landsframleiðslu.Þrátt fyrir að síðustu ár hafi hagvöxtur meðal OECD-ríkja tekið við sér er innviðafjárfesting enn í algeru lágmarki. Ísland er þar engin undantekning. Frá árinu 2009 hefur fjármunastofn innviða á Íslandi dregist saman úr 73% af VLF árið 2009 í 62% árið 2016 og hafði þá aldrei verið lægri og rúmlega 10% lægri en þurfa þykir til að viðhalda sama hagvaxtarstigi til langs tíma. Með öðrum orðum hafa afskriftir stofnsins verið meiri á tímabilinu en nýfjárfesting og gengið hefur á notagildi hans. Á árunum 1990 til 2008 nam árleg nýfjárfesting í innviðum um 5,5% af VLF að meðaltali sem ætla má að nauðsynlegt sé til að viðhalda 2,5% til 3% hagvexti til langs tíma. Samdráttur í nýrri fjárfestingu innviða hefur verið einkar áberandi síðan 2008 en árið 2016 var hlutfall nýrrar innviðafjárfestingar 3,8% miðað við tæplega 6% árið 2008. Hlutfall nýrrar fjárfestingar í innviðum náði sögulegu lágmarki árið 2012 þegar það nam 2,5% af VLF. Miðað við fyrrnefnt meðaltal hleypur uppsöfnuð fjárfestingarþörf í íslenskum innviðum, hefðbundnum og samfélagslegum, á bilinu 15% til 17% af VLF, eða um 230 milljörðum króna. Um helming þessarar upphæðar má rekja til uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar í samgöngum. Ætla má að fjárfesting í innviðum á næstu sjö til tíu árum nemi 400 milljörðum eða um 25 prósentum af VLF. Fjármögnun framkvæmda Helstu einkenni innviðafjárfestinga eru töluverðar aðgangshindranir inn á markaðinn, stærðarhagkvæmni (hár fastur kostnaður, lágur breytilegur kostnaður), óteygin eftirspurn eftir þjónustunni, lágur rekstrarkostnaður, flókið reglugerðarumhverfi og ítarlegir samningar, og langur líftími. Í flestum tilfellum hafa fjárfestingar í íslenskum innviðum verið fjármagnaðar af hinu opinbera og þá oftast með aukinni skuldsetningu. Þó eru dæmi um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum í innviðum eins og framkvæmd Hvalfjarðarganganna sýnir. Eina ástæðu fyrir takmörkuðum fjárfestingum opinberra aðila í hefðbundnum innviðafjárfestingum má rekja til sívaxandi útgjalda til heilbrigðismála, menntamála og félagsþjónustu. Til að fjármagna aukna fjárfestingu í innviðum geta stjórnvöld hækkað skatta og aukið útgáfu ríkisskuldabréfa en þá að sama skapi átt það á hættu að lækka í lánshæfi. Stjórnvöld hafa hins vegar einnig leitað nýrra leiða til uppbyggingar innviða, með aðkomu einkaaðila. Markmiðið með því er að draga úr ríkisskuldum og hallarekstri, flýta uppbyggingu þjóðhagslega arðbærra verkefna, auka kostnaðarþátttöku þeirra sem nýta opinbera þjónustu og nýta almennt kosti einkaframtaks. Við ákveðnar kringumstæður er einkaframkvæmd talin vera hagkvæmur kostur og er þá helst horft til hversu mikil áhætta fylgir framkvæmdinni, hvort einkaaðili búi yfir meiri færni en opinberir aðilar eða hvort einkaaðili geti náð fram samlegðaráhrifum í gegnum aðra starfsemi sína. Einkaframkvæmd fylgja lægri útgjöld í upphafi fyrir ríkið og kostnaður dreifist yfir lengra tímabil. Mótrök gegn aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum er að fjármagnskostnaður sé að jafnaði hærri en hjá opinberum aðilum. Hins vegar má ætla að sá munur minnki ef opinberir aðilar skuldsetja sig fyrir öllum þessum verkefnum því þá kemur að því að lánshæfi þeirra lækkar sem leiðir til þess að fjármagnskostnaður opinberra aðila hækkar. Reynslan sýnir oft ágætan árangur af aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum og hefur einn helsti kosturinn verið sá að verkefni framkvæmd með aðkomu einkaaðila taka skemmri tíma en opinber verkefni og eru oftar nær eða undir kostnaðaráætlun. Auk þess má benda á að einkafjármagn getur komið af stað innviðafjárfestingum sem ella hefði verið ráðist í mun seinna eða hreinlega ekki verið ráðist í ef þær væru einungis fjármagnaðar af hinu opinbera. Nauðsyn þess að ráðast í innviðafjárfestingar hefur sjaldan verið meiri en nú. Áframhaldandi uppsveifla í hagkerfinu samfara stöðugri fjölgun ferðamanna gerir fjárfestingar í innviðum samfélagsins óhjákvæmilegar.Höfundur er hagfræðingur hjá GAMMA Capital Management.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun