Hvað má nú til bjargar verða? Jakob S. Jónsson skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Það var fróðlegt að sitja félagsfund Neytendasamtakanna fimmtudaginn 17. ágúst sl., þar sem kynnt var fjárhagsstaða samtakanna sem verið hefur til umræðu í fjölmiðlum og valdið titringi innan stjórnar. Á sínum tíma var þáverandi formaður borinn þungum sökum um eyðslu og óráðsíu á bak við stjórnarmenn; það endaði sem kunnugt er með því að hann sjálfur hjó á hnútinn og sagði af sér. Þegar skoðuð er bág fjárhagsstaða samtakanna, eins og frá henni var greint á fundinum, virðist einsýnt að þáverandi formaður á hreint enga sök á henni. Helst mátti skilja, að hann hefði með appinu Neytandinn reynt að blása nýju lífi í samtökin; en stjórn reyndist þar ósammála og Neytandinn heyrir nú sögunni til. Þá var nokkuð gert úr ýmsum fjárhagslegum voða, en eins og „starfandi varaformaður“ greindi frá, var ekki útséð um hvert stefndi – en stjórn virtist engu að síður einblína á verstu hugsanlegu ófarir og miðaði varnarstarf sitt við það. Sagði m.a. upp öllu starfsfólki samtakanna, en svo virðist eins og þær uppsagnir séu með öllu ólögmætar! Illt er, ef rétt reynist og skammgóður vermir velþenkjandi stjórn ef hún situr uppi með persónulega ábyrgð af þeim gjörningi. Þá er ljóst eftir fundinn að stjórnin sjálf hafði ekkert – nákvæmlega ekkert! – fram að færa sem mætti verða til bjargar samtökunum. Það er helst að „vonast sé til“ og „í besta falli“, en ekkert áþreifanlegt, engin aðgerð, ekkert átak annað en að treysta á stuðning stjórnvalda – en hvernig má búast við að stjórnvöld bjargi samtökum sem hafa kippt grundvellinum undan þjónustusamningum við hið sama stjórnvald með því að segja upp öllu starfsfólki? Vandi samtakanna virðist einkum felast í að stjórnarmenn þekkja illa hvernig kaup gerast á eyrinni í félagsstörfum. Eins og skipurit Neytendasamtakanna lítur út er það í besta falli kjánalegt að stjórn lýsi vantrausti á formann; það getur eingöngu þing samtakanna gert. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að varaformaður samtakanna virðist ófær um að axla ábyrgð; hann kallar sig „starfandi varaformann“ og samtökin eru því í raun formannslaus. Það er fáheyrt ábyrgðarleysi af stjórn að leysa ekki slíkan vanda og bendir til vanhæfis í félagsstörfum og vandræðagangs sem er misbjóðandi jafn mikilvægum samtökum og Neytendasamtökin eru. Fundarmenn virtust helst á því að boða ætti til aukaþings samtakanna; þar væri hægt að stokka spilin upp á nýtt, kjósa nýja stjórn og formann og horfa fram á veginn. Það verður þó ekki horft fram á veginn nema til komi áætlun um aðgerðir, starfsáætlun, sem taki mið af því að Neytendasamtökin eru til þess að standa vörð um hagsmuni neytenda. Kannski væri besta og einfaldasta lausnin sú að fyrrum formaður tæki afsögn sína aftur og að stjórnarmenn með tölu kyngdu því glundri sem verið hefur, legðu að baki fyrri væringar og tækju höndum saman – í þágu neytenda og sjálfum sér til gæfu! Höfundur er félagi í Neytendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að sitja félagsfund Neytendasamtakanna fimmtudaginn 17. ágúst sl., þar sem kynnt var fjárhagsstaða samtakanna sem verið hefur til umræðu í fjölmiðlum og valdið titringi innan stjórnar. Á sínum tíma var þáverandi formaður borinn þungum sökum um eyðslu og óráðsíu á bak við stjórnarmenn; það endaði sem kunnugt er með því að hann sjálfur hjó á hnútinn og sagði af sér. Þegar skoðuð er bág fjárhagsstaða samtakanna, eins og frá henni var greint á fundinum, virðist einsýnt að þáverandi formaður á hreint enga sök á henni. Helst mátti skilja, að hann hefði með appinu Neytandinn reynt að blása nýju lífi í samtökin; en stjórn reyndist þar ósammála og Neytandinn heyrir nú sögunni til. Þá var nokkuð gert úr ýmsum fjárhagslegum voða, en eins og „starfandi varaformaður“ greindi frá, var ekki útséð um hvert stefndi – en stjórn virtist engu að síður einblína á verstu hugsanlegu ófarir og miðaði varnarstarf sitt við það. Sagði m.a. upp öllu starfsfólki samtakanna, en svo virðist eins og þær uppsagnir séu með öllu ólögmætar! Illt er, ef rétt reynist og skammgóður vermir velþenkjandi stjórn ef hún situr uppi með persónulega ábyrgð af þeim gjörningi. Þá er ljóst eftir fundinn að stjórnin sjálf hafði ekkert – nákvæmlega ekkert! – fram að færa sem mætti verða til bjargar samtökunum. Það er helst að „vonast sé til“ og „í besta falli“, en ekkert áþreifanlegt, engin aðgerð, ekkert átak annað en að treysta á stuðning stjórnvalda – en hvernig má búast við að stjórnvöld bjargi samtökum sem hafa kippt grundvellinum undan þjónustusamningum við hið sama stjórnvald með því að segja upp öllu starfsfólki? Vandi samtakanna virðist einkum felast í að stjórnarmenn þekkja illa hvernig kaup gerast á eyrinni í félagsstörfum. Eins og skipurit Neytendasamtakanna lítur út er það í besta falli kjánalegt að stjórn lýsi vantrausti á formann; það getur eingöngu þing samtakanna gert. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að varaformaður samtakanna virðist ófær um að axla ábyrgð; hann kallar sig „starfandi varaformann“ og samtökin eru því í raun formannslaus. Það er fáheyrt ábyrgðarleysi af stjórn að leysa ekki slíkan vanda og bendir til vanhæfis í félagsstörfum og vandræðagangs sem er misbjóðandi jafn mikilvægum samtökum og Neytendasamtökin eru. Fundarmenn virtust helst á því að boða ætti til aukaþings samtakanna; þar væri hægt að stokka spilin upp á nýtt, kjósa nýja stjórn og formann og horfa fram á veginn. Það verður þó ekki horft fram á veginn nema til komi áætlun um aðgerðir, starfsáætlun, sem taki mið af því að Neytendasamtökin eru til þess að standa vörð um hagsmuni neytenda. Kannski væri besta og einfaldasta lausnin sú að fyrrum formaður tæki afsögn sína aftur og að stjórnarmenn með tölu kyngdu því glundri sem verið hefur, legðu að baki fyrri væringar og tækju höndum saman – í þágu neytenda og sjálfum sér til gæfu! Höfundur er félagi í Neytendasamtökunum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar