Hvað má nú til bjargar verða? Jakob S. Jónsson skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Það var fróðlegt að sitja félagsfund Neytendasamtakanna fimmtudaginn 17. ágúst sl., þar sem kynnt var fjárhagsstaða samtakanna sem verið hefur til umræðu í fjölmiðlum og valdið titringi innan stjórnar. Á sínum tíma var þáverandi formaður borinn þungum sökum um eyðslu og óráðsíu á bak við stjórnarmenn; það endaði sem kunnugt er með því að hann sjálfur hjó á hnútinn og sagði af sér. Þegar skoðuð er bág fjárhagsstaða samtakanna, eins og frá henni var greint á fundinum, virðist einsýnt að þáverandi formaður á hreint enga sök á henni. Helst mátti skilja, að hann hefði með appinu Neytandinn reynt að blása nýju lífi í samtökin; en stjórn reyndist þar ósammála og Neytandinn heyrir nú sögunni til. Þá var nokkuð gert úr ýmsum fjárhagslegum voða, en eins og „starfandi varaformaður“ greindi frá, var ekki útséð um hvert stefndi – en stjórn virtist engu að síður einblína á verstu hugsanlegu ófarir og miðaði varnarstarf sitt við það. Sagði m.a. upp öllu starfsfólki samtakanna, en svo virðist eins og þær uppsagnir séu með öllu ólögmætar! Illt er, ef rétt reynist og skammgóður vermir velþenkjandi stjórn ef hún situr uppi með persónulega ábyrgð af þeim gjörningi. Þá er ljóst eftir fundinn að stjórnin sjálf hafði ekkert – nákvæmlega ekkert! – fram að færa sem mætti verða til bjargar samtökunum. Það er helst að „vonast sé til“ og „í besta falli“, en ekkert áþreifanlegt, engin aðgerð, ekkert átak annað en að treysta á stuðning stjórnvalda – en hvernig má búast við að stjórnvöld bjargi samtökum sem hafa kippt grundvellinum undan þjónustusamningum við hið sama stjórnvald með því að segja upp öllu starfsfólki? Vandi samtakanna virðist einkum felast í að stjórnarmenn þekkja illa hvernig kaup gerast á eyrinni í félagsstörfum. Eins og skipurit Neytendasamtakanna lítur út er það í besta falli kjánalegt að stjórn lýsi vantrausti á formann; það getur eingöngu þing samtakanna gert. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að varaformaður samtakanna virðist ófær um að axla ábyrgð; hann kallar sig „starfandi varaformann“ og samtökin eru því í raun formannslaus. Það er fáheyrt ábyrgðarleysi af stjórn að leysa ekki slíkan vanda og bendir til vanhæfis í félagsstörfum og vandræðagangs sem er misbjóðandi jafn mikilvægum samtökum og Neytendasamtökin eru. Fundarmenn virtust helst á því að boða ætti til aukaþings samtakanna; þar væri hægt að stokka spilin upp á nýtt, kjósa nýja stjórn og formann og horfa fram á veginn. Það verður þó ekki horft fram á veginn nema til komi áætlun um aðgerðir, starfsáætlun, sem taki mið af því að Neytendasamtökin eru til þess að standa vörð um hagsmuni neytenda. Kannski væri besta og einfaldasta lausnin sú að fyrrum formaður tæki afsögn sína aftur og að stjórnarmenn með tölu kyngdu því glundri sem verið hefur, legðu að baki fyrri væringar og tækju höndum saman – í þágu neytenda og sjálfum sér til gæfu! Höfundur er félagi í Neytendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að sitja félagsfund Neytendasamtakanna fimmtudaginn 17. ágúst sl., þar sem kynnt var fjárhagsstaða samtakanna sem verið hefur til umræðu í fjölmiðlum og valdið titringi innan stjórnar. Á sínum tíma var þáverandi formaður borinn þungum sökum um eyðslu og óráðsíu á bak við stjórnarmenn; það endaði sem kunnugt er með því að hann sjálfur hjó á hnútinn og sagði af sér. Þegar skoðuð er bág fjárhagsstaða samtakanna, eins og frá henni var greint á fundinum, virðist einsýnt að þáverandi formaður á hreint enga sök á henni. Helst mátti skilja, að hann hefði með appinu Neytandinn reynt að blása nýju lífi í samtökin; en stjórn reyndist þar ósammála og Neytandinn heyrir nú sögunni til. Þá var nokkuð gert úr ýmsum fjárhagslegum voða, en eins og „starfandi varaformaður“ greindi frá, var ekki útséð um hvert stefndi – en stjórn virtist engu að síður einblína á verstu hugsanlegu ófarir og miðaði varnarstarf sitt við það. Sagði m.a. upp öllu starfsfólki samtakanna, en svo virðist eins og þær uppsagnir séu með öllu ólögmætar! Illt er, ef rétt reynist og skammgóður vermir velþenkjandi stjórn ef hún situr uppi með persónulega ábyrgð af þeim gjörningi. Þá er ljóst eftir fundinn að stjórnin sjálf hafði ekkert – nákvæmlega ekkert! – fram að færa sem mætti verða til bjargar samtökunum. Það er helst að „vonast sé til“ og „í besta falli“, en ekkert áþreifanlegt, engin aðgerð, ekkert átak annað en að treysta á stuðning stjórnvalda – en hvernig má búast við að stjórnvöld bjargi samtökum sem hafa kippt grundvellinum undan þjónustusamningum við hið sama stjórnvald með því að segja upp öllu starfsfólki? Vandi samtakanna virðist einkum felast í að stjórnarmenn þekkja illa hvernig kaup gerast á eyrinni í félagsstörfum. Eins og skipurit Neytendasamtakanna lítur út er það í besta falli kjánalegt að stjórn lýsi vantrausti á formann; það getur eingöngu þing samtakanna gert. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að varaformaður samtakanna virðist ófær um að axla ábyrgð; hann kallar sig „starfandi varaformann“ og samtökin eru því í raun formannslaus. Það er fáheyrt ábyrgðarleysi af stjórn að leysa ekki slíkan vanda og bendir til vanhæfis í félagsstörfum og vandræðagangs sem er misbjóðandi jafn mikilvægum samtökum og Neytendasamtökin eru. Fundarmenn virtust helst á því að boða ætti til aukaþings samtakanna; þar væri hægt að stokka spilin upp á nýtt, kjósa nýja stjórn og formann og horfa fram á veginn. Það verður þó ekki horft fram á veginn nema til komi áætlun um aðgerðir, starfsáætlun, sem taki mið af því að Neytendasamtökin eru til þess að standa vörð um hagsmuni neytenda. Kannski væri besta og einfaldasta lausnin sú að fyrrum formaður tæki afsögn sína aftur og að stjórnarmenn með tölu kyngdu því glundri sem verið hefur, legðu að baki fyrri væringar og tækju höndum saman – í þágu neytenda og sjálfum sér til gæfu! Höfundur er félagi í Neytendasamtökunum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun