Norska hagstofan hefur tekið saman gögn um algengustu nöfn sem foreldrar gáfu nýfæddum börnum sínum á síðasta ári. Ljóst þykir að unglingaþættirnir SKAM, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í landinu og raunar mun víðar, hafa haft mikil áhrif á nafngiftir.
Nora er vinsælasta stúlkunafnið og William vinsælasta drengjanafnið, en í hópi aðalpersóna þáttanna má einmitt finna þau William og Noora, sem þau Thomas Hayes og Josefine Pettersen túlka.
NRK segir frá því að árið 2015 hafi 474 drengir fengið nafnið William, eða 1,49 prósent drengja. Á síðasta ári fengu 1,61 prósent drengja nafnið William.
Nafnið Nora hefur verið á top tíu istanum allt frá árinu 2000, og fer hlutfallið nú úr 1,50 prósent árið 2015 í 1,89 prósent árið 2016.
Árið 2014 voru það nöfnin Lukas og Nora sem nutu mestra vinsælda en William og Emma á síðasta ári.
Vinsælustu stúlkunöfnin árið 2016:
1 Nora/Norah/Noora
2 Emma
3 Sara/Sarah/Zara
4 Sofie/Sophie
5 Sofia/Sophia
6 Maja/Maia/Maya
7 Olivia
8 Ella
9 Ingrid/Ingerid/Ingri
10 Emilie
Vinsælustu drengjanöfnin 2016:
1 William
2 Oskar/Oscar
3 Lucas/Lucas
4 Mathias/Matias
6 Oliver
7 Jakob/Jacob
8 Emil
9 Noah/Noa
10 Aksel/Axel
SKAM-áhrifin greinileg hjá norskum foreldrum

Tengdar fréttir

Nærmynd: Leikarar Skam hafa fengið að kenna á vinsældunum
Þættirnir þykja raunsannir og vegna þess að söguþráðurinn birtist áhorfendum í rauntíma virðist það mörgum erfitt að aðskilja persónurnar frá leikendum.

Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið
Verslunin hefur nú sett á sölu boli sem sækja innblástur til þáttanna sem hafa farið sigurför um Skandinavíu.

NRK lokar fyrir erlenda áhorfendur Skam
Frá og með deginum í dag munu NRK loka á aðgang áhorfenda utan Noregs.