Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Eyþór Ingi Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 17:03 Hvernig ætli Gylfa Sigurðssyni gengi í fyrsta leiknum á Goodison Park ef hann væri skikkaður til að vera með bundið fyrir augun, með iðnaðar eyrnatappa í eyrunum og skóreimarnar á skónum hans væru bundnar saman? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. Sumir hafa varið hann og þá yfirleitt gert hljóðmenn almennt að blórabögglum. Sumir verja meirihluta hljóðmanna en hafa mikla skoðun á hljóðmönnum ákveðins fyrirtækis. Sumir kenna Rúv um, jafnvel Óla Palla persónulega. Ég tek það fram að ég þekki umræddan tónlistarmann ekki neitt. Þekki hans tónlist lítið, hef ekki unnið með honum og hef því ekki myndað mér einhverja sérstaka skoðun á honum. En ég veit að hann er vinsæll og því væntanlega að gera eitthvað rétt (í þeim bransa þar sem vinsældir skipta máli). Hann hefur líka komið ótrúlega oft fram “live” og víst hann er með nokkuð óflekkað mannorð, þá hafa facebooktónlistargagnrýnendurnir ekki haft ástæðu til að drulla neitt sérstaklega mikið yfir hann áður. Ég tek það líka fram að ég horfði ekki á tónleikana í sjónvarpinu í kvöld. Mér finnst nefnilega tónleikar ekki skemmtilegt sjónvarspefni, en það er annað mál. Miðað við umræðuna þá var eitthvað bogið við sviðssándið í kvöld. Það er nefnilega þannig í rafmagnaðri tónlist, að þú sem söngvari verður, og ég endurtek, VERÐUR að heyra í þér. Til þess eru sérstakar græjur, svokallaðir mónitorar, sem eru hátalarar sem snúa að flytjendum, eða “in ear” kerfi, þar sem listamennirnir hafa litla “headfóna” í eyrunum. Komi eitthvað upp á, sem gerist stundum, þá er nánast ómögulegt að negla alla tóna. Ef önnur hljóðfæri eru ekki á sviðinu, ef undirleikur ef af “bandi” þá er ástandið enn verra. Vandamálið er nefnilega að ef maður er ekki með mónitora á sviði, þá heyrir maður kolranga hluti á sviðið, það á sér stað bjögun, endurkast af húsum og margt annað. Hávaðinn er samt mikill þannig að maður heyrir ekki eigin rödd. Svo eru það hljóðmennirnir. Ég hef unnið með þeim mörgum. Þetta eru allt úrvalsgæjar (hef því miður ekki hitt kvenmann í þessu starfi) Þeir hafa reyndar oft skrítinn húmor og villt áhugamál, en oftast miklir fagmenn. Ef mónitormaður heyrir að eitthvað er athugavert við flutninginn, þá bregst hann við. Maður er í augnsambandi við hvern annan á sviðinu ef eitthvað er að. Svona málum er kippt í liðinn á “núlleinni” Að kenna útsendingarmönnum RÚV um þetta er eins og að kenna RÚV um að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilaði ekki til úrslita á EM um daginn. Svo er það eitt enn. Einu sinni var ég á leið á tónleika í Hofi. Þeim var útvarpað og ég hlustaði á helming þeirra í bílnum á leiðinni (náði ekki byrjuninni vegna vinnu). Það sem ég heyrði í útvarpinu var svo sjúklega falskt að það var hræðilegt (fannst mér). Ég hljóp inn í Hof til að reyna að átta mig á því hvað væri eiginlega í gangi. Þegar ég gekk í salinn var allt í topplagi. Ekkert falskt (amk innan þægindamarka) og rosa fín stemmning. Í rafmagnaðri músík eru hlutirnir nefnilega oft þannig að bassi, sem hefur lága tíðni hljóðbylgja, er það sem eyrað miðar við. Þar eru skekkjuhlutföllin meiri en ef miðað er við háa tíðni. Ef bassaleikarainn hefði ákveðið að hlaupa á Götubarinn í pásu og ekki komið til baka, og fiðluleikarinn hefði allt í einu verið með lægstu tónana, þá hefði allt kannski hljómað falskt. Í dag erum við því miður oftast að njóta tónlistar úr lélegum hljóðgjöfum, sjónvarpstækjum, símum og tölvum sem ekki geta skilað frá sér góðum bassa. Við erum því að heyra sönginn með einungist hárri tíðni hljóðbylgja. Sem sagt, flytjandinn og tónleikagestir hafa lágu tíðnina, ekki þeir sem hlusta heima. Þetta er afleitt. Það hefur bara eitthvað tæknilegt komið upp á í kvöld sem ekki hefur verið hægt að laga strax. Auðvitað hefur tónlistarmaðurinn áttað sig strax á því að það var eitthvað bilað, en pressan á að halda áfram sama hvað á dynur er mikil. Tugþúsund að fylgjast með á staðnum. Tugþúsund að horfa á í sjónvarpi. Fullt af Facebooktónlistargagnrýnendum við tölvuna. Ekkert má klikka. The show must go on! Það þarf kjark til að stoppa og segja: “Sorrý, það er eitthvað að, ég heyri ekkert í sjálfum mér” Og af því að ég hef séð talsvert mikið af kórfólki tjá sig, þá langar mig til að bæta við: Kórfólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir því að heyra illa í öðrum röddum. Stundum gerist eitthvað. Í hátíðarmessu söng kirkjukórinn minn nýtt lag sem var búið að æfa mikið. Í messunni stóð kórinn aðeins öðruvísi en venjulega og ein rödd kórsins, hörku söngvarar, heyrði greinilega illa í öðrum röddum. Sú rödd varu því ekki alveg í takt við hina auk þess sem þeir voru lágir í tóni og lagið féll um ca hálftón (sem er mjög mikið fyrir stutt lag). Þarna komu upp aðstæður sem enginn réði við og sönvararnir brostu út að eyrum eins og venjulega. Nú hefur komið í ljós að sviðshljóð á tónleikunum umtöluðu var ekkert vegna rafmagnsleysis. Auðvitað ber einhver ábyrgð á útkomu á tónleikum. Einhversstaðar er röng ákvörðun tekin. Stundum er það þannig að söngvarar eru falskir við bestu aðstæður. Stundum klikka hljóðmenn. En yfirleitt eru allir að reyna að gera sitt besta fyrir okkur sem hlustum. Því miður er eins og að það sé í lagi að jarða tónlistarmenn lifandi á Facebook, og þá sérstaklega söngvara. Nær alltaf er það ósanngjarnt og þungir sleggjudómar felldir án umhugsunar. Eigum við ekki bara að breyta umræðuhefðinni, svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Sjá meira
Hvernig ætli Gylfa Sigurðssyni gengi í fyrsta leiknum á Goodison Park ef hann væri skikkaður til að vera með bundið fyrir augun, með iðnaðar eyrnatappa í eyrunum og skóreimarnar á skónum hans væru bundnar saman? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. Sumir hafa varið hann og þá yfirleitt gert hljóðmenn almennt að blórabögglum. Sumir verja meirihluta hljóðmanna en hafa mikla skoðun á hljóðmönnum ákveðins fyrirtækis. Sumir kenna Rúv um, jafnvel Óla Palla persónulega. Ég tek það fram að ég þekki umræddan tónlistarmann ekki neitt. Þekki hans tónlist lítið, hef ekki unnið með honum og hef því ekki myndað mér einhverja sérstaka skoðun á honum. En ég veit að hann er vinsæll og því væntanlega að gera eitthvað rétt (í þeim bransa þar sem vinsældir skipta máli). Hann hefur líka komið ótrúlega oft fram “live” og víst hann er með nokkuð óflekkað mannorð, þá hafa facebooktónlistargagnrýnendurnir ekki haft ástæðu til að drulla neitt sérstaklega mikið yfir hann áður. Ég tek það líka fram að ég horfði ekki á tónleikana í sjónvarpinu í kvöld. Mér finnst nefnilega tónleikar ekki skemmtilegt sjónvarspefni, en það er annað mál. Miðað við umræðuna þá var eitthvað bogið við sviðssándið í kvöld. Það er nefnilega þannig í rafmagnaðri tónlist, að þú sem söngvari verður, og ég endurtek, VERÐUR að heyra í þér. Til þess eru sérstakar græjur, svokallaðir mónitorar, sem eru hátalarar sem snúa að flytjendum, eða “in ear” kerfi, þar sem listamennirnir hafa litla “headfóna” í eyrunum. Komi eitthvað upp á, sem gerist stundum, þá er nánast ómögulegt að negla alla tóna. Ef önnur hljóðfæri eru ekki á sviðinu, ef undirleikur ef af “bandi” þá er ástandið enn verra. Vandamálið er nefnilega að ef maður er ekki með mónitora á sviði, þá heyrir maður kolranga hluti á sviðið, það á sér stað bjögun, endurkast af húsum og margt annað. Hávaðinn er samt mikill þannig að maður heyrir ekki eigin rödd. Svo eru það hljóðmennirnir. Ég hef unnið með þeim mörgum. Þetta eru allt úrvalsgæjar (hef því miður ekki hitt kvenmann í þessu starfi) Þeir hafa reyndar oft skrítinn húmor og villt áhugamál, en oftast miklir fagmenn. Ef mónitormaður heyrir að eitthvað er athugavert við flutninginn, þá bregst hann við. Maður er í augnsambandi við hvern annan á sviðinu ef eitthvað er að. Svona málum er kippt í liðinn á “núlleinni” Að kenna útsendingarmönnum RÚV um þetta er eins og að kenna RÚV um að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilaði ekki til úrslita á EM um daginn. Svo er það eitt enn. Einu sinni var ég á leið á tónleika í Hofi. Þeim var útvarpað og ég hlustaði á helming þeirra í bílnum á leiðinni (náði ekki byrjuninni vegna vinnu). Það sem ég heyrði í útvarpinu var svo sjúklega falskt að það var hræðilegt (fannst mér). Ég hljóp inn í Hof til að reyna að átta mig á því hvað væri eiginlega í gangi. Þegar ég gekk í salinn var allt í topplagi. Ekkert falskt (amk innan þægindamarka) og rosa fín stemmning. Í rafmagnaðri músík eru hlutirnir nefnilega oft þannig að bassi, sem hefur lága tíðni hljóðbylgja, er það sem eyrað miðar við. Þar eru skekkjuhlutföllin meiri en ef miðað er við háa tíðni. Ef bassaleikarainn hefði ákveðið að hlaupa á Götubarinn í pásu og ekki komið til baka, og fiðluleikarinn hefði allt í einu verið með lægstu tónana, þá hefði allt kannski hljómað falskt. Í dag erum við því miður oftast að njóta tónlistar úr lélegum hljóðgjöfum, sjónvarpstækjum, símum og tölvum sem ekki geta skilað frá sér góðum bassa. Við erum því að heyra sönginn með einungist hárri tíðni hljóðbylgja. Sem sagt, flytjandinn og tónleikagestir hafa lágu tíðnina, ekki þeir sem hlusta heima. Þetta er afleitt. Það hefur bara eitthvað tæknilegt komið upp á í kvöld sem ekki hefur verið hægt að laga strax. Auðvitað hefur tónlistarmaðurinn áttað sig strax á því að það var eitthvað bilað, en pressan á að halda áfram sama hvað á dynur er mikil. Tugþúsund að fylgjast með á staðnum. Tugþúsund að horfa á í sjónvarpi. Fullt af Facebooktónlistargagnrýnendum við tölvuna. Ekkert má klikka. The show must go on! Það þarf kjark til að stoppa og segja: “Sorrý, það er eitthvað að, ég heyri ekkert í sjálfum mér” Og af því að ég hef séð talsvert mikið af kórfólki tjá sig, þá langar mig til að bæta við: Kórfólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir því að heyra illa í öðrum röddum. Stundum gerist eitthvað. Í hátíðarmessu söng kirkjukórinn minn nýtt lag sem var búið að æfa mikið. Í messunni stóð kórinn aðeins öðruvísi en venjulega og ein rödd kórsins, hörku söngvarar, heyrði greinilega illa í öðrum röddum. Sú rödd varu því ekki alveg í takt við hina auk þess sem þeir voru lágir í tóni og lagið féll um ca hálftón (sem er mjög mikið fyrir stutt lag). Þarna komu upp aðstæður sem enginn réði við og sönvararnir brostu út að eyrum eins og venjulega. Nú hefur komið í ljós að sviðshljóð á tónleikunum umtöluðu var ekkert vegna rafmagnsleysis. Auðvitað ber einhver ábyrgð á útkomu á tónleikum. Einhversstaðar er röng ákvörðun tekin. Stundum er það þannig að söngvarar eru falskir við bestu aðstæður. Stundum klikka hljóðmenn. En yfirleitt eru allir að reyna að gera sitt besta fyrir okkur sem hlustum. Því miður er eins og að það sé í lagi að jarða tónlistarmenn lifandi á Facebook, og þá sérstaklega söngvara. Nær alltaf er það ósanngjarnt og þungir sleggjudómar felldir án umhugsunar. Eigum við ekki bara að breyta umræðuhefðinni, svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann?
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun