Þakkir og þankar Gunnar Kvaran skrifar 23. maí 2017 07:00 Með þessu greinarkorni langar mig að tjá þakklæti mitt Kára Stefánssyni fyrir ótrúlega skelegga og áhrifamikla baráttu fyrir heilbrigðiskerfi þessa lands. Greinar hans eru svo fullar af eldmóði, hugrekki og faglegri þekkingu að hrifningu vekur. Þær sýna okkur svart á hvítu, að hin klassísku kosningaloforð eru því miður harla lítils virði, þegar menn eru sestir í stólana og hafa fengið hin pólitísku völd. Það verður líka að viðurkennast að þeir sem með völdin fara, sýna undirskriftum 85.000 kosningabærra manna fádæma lítilsvirðingu. Menn kalla ástæðu þessarar lítilsvirðingar raunsæi og jafnvægi í ríkisfjármálum. Í raun finnst mér Óttari Proppé heilbrigðisráðherra vera vorkunn. Ef það er rétt sem Kári skrifar, að Óttarr hafi valið þetta ráðherraembætti, þá er ég viss um að hann hefur ætlað sér stóra hluti sem ráðherra heilbrigðismála, en komist fljótt að því að hann er milli steins og sleggju og góð áform hans renna út í sandinn. Spurningin er bara þessi: Vill Óttarr Proppé halda stjórnarsamstarfinu áfram á þessum forsendum? Er ekki heilbrigðisþjónustan líftaug þjóðarinnar og Landspítalinn miðtaugakerfi hennar? Eins og Kári orðar það svo fallega. Hvað er mikilvægara í okkar samfélagi en þjónusta við sjúka?Grafalvarlegt mál Ekkert er göfugra en að reyna að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Þessi þjónusta á að standa öllum til boða án tillits til aldurs, tekna eða þjóðfélagsstöðu. Það er grafalvarlegt mál þegar fólk þarf að neita sér um læknisþjónustu eða lífsnauðsynleg lyf vegna fjárskorts. Þetta er svartur blettur á þjóðfélaginu og okkur öllum til skammar. Ég er sannfærður um, að stór hluti þessarar þjóðar er tilbúinn að borga hærri skatta til að tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu. Að missa heilsuna er alvarlegasta ógnin í lífi mannsins. Að undanförnu hef ég mikið velt því fyrir mér, hvers vegna svo margir landsmenn þjást af sjúkdómum. Skýringar á sjúkdómum eru margþættar og flóknar. Ytri hagsæld okkar sem þjóðar hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum áratugum. Það sem þótti fjarlægur óraunhæfur draumur fyrir 60-70 árum þykja í dag eðlileg og sjálfsögð þægindi og jafnvel mannréttindi. En hvernig höfum við búið að andanum, sálinni og kærleikanum á þessu tímabili? Höfum við skapað okkar innra manni þau skilyrði að kærleikur, manngæska, hamingja, umburðarlyndi og skilningur milli manna hafi vaxið og dafnað. Hefur ræktun kærleikstrésins sem býr með okkur öllum og sem gerir okkur kleift að gefa hvert öðru raunverulegar gjafir, gengið að óskum? Margt í lífsformi okkar nútímamanna gengur beinlínis gegn þróun okkar andlegu hæfileika. Hraðinn, spennan, áreitið og streitan eru orðin geigvænlegir áhrifavaldar í lífi okkar. Þetta sést kannski gleggst á grunnskólabörnum. Er það eðlilegt að há prósentutala þessara fjöreggja okkar skuli þjást af depurð, streitu, kvíða og jafnvel þunglyndi? Persónulega get ég vitnað um að streita, spenna og áreiti hafa á tímabilum í lífi mínu, leitt til bæði andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Ég tel að við sem þjóð, verðum að endurmeta alvarlega hugtakið lífsgæði. P.S. Það gladdi mig mikið að lesa í grein Kára, hér í Fréttablaðinu 9. maí síðastliðinn, þar sem hann vitnaði í hina stórmerku bók Njarðar P. Njarðvík „Spegill þjóðar“. Þessi bók ásamt mörgum öðrum bókum, þessa djúpvitra manns, ætti að vera skyldulesning með þjóð vorri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Með þessu greinarkorni langar mig að tjá þakklæti mitt Kára Stefánssyni fyrir ótrúlega skelegga og áhrifamikla baráttu fyrir heilbrigðiskerfi þessa lands. Greinar hans eru svo fullar af eldmóði, hugrekki og faglegri þekkingu að hrifningu vekur. Þær sýna okkur svart á hvítu, að hin klassísku kosningaloforð eru því miður harla lítils virði, þegar menn eru sestir í stólana og hafa fengið hin pólitísku völd. Það verður líka að viðurkennast að þeir sem með völdin fara, sýna undirskriftum 85.000 kosningabærra manna fádæma lítilsvirðingu. Menn kalla ástæðu þessarar lítilsvirðingar raunsæi og jafnvægi í ríkisfjármálum. Í raun finnst mér Óttari Proppé heilbrigðisráðherra vera vorkunn. Ef það er rétt sem Kári skrifar, að Óttarr hafi valið þetta ráðherraembætti, þá er ég viss um að hann hefur ætlað sér stóra hluti sem ráðherra heilbrigðismála, en komist fljótt að því að hann er milli steins og sleggju og góð áform hans renna út í sandinn. Spurningin er bara þessi: Vill Óttarr Proppé halda stjórnarsamstarfinu áfram á þessum forsendum? Er ekki heilbrigðisþjónustan líftaug þjóðarinnar og Landspítalinn miðtaugakerfi hennar? Eins og Kári orðar það svo fallega. Hvað er mikilvægara í okkar samfélagi en þjónusta við sjúka?Grafalvarlegt mál Ekkert er göfugra en að reyna að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Þessi þjónusta á að standa öllum til boða án tillits til aldurs, tekna eða þjóðfélagsstöðu. Það er grafalvarlegt mál þegar fólk þarf að neita sér um læknisþjónustu eða lífsnauðsynleg lyf vegna fjárskorts. Þetta er svartur blettur á þjóðfélaginu og okkur öllum til skammar. Ég er sannfærður um, að stór hluti þessarar þjóðar er tilbúinn að borga hærri skatta til að tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu. Að missa heilsuna er alvarlegasta ógnin í lífi mannsins. Að undanförnu hef ég mikið velt því fyrir mér, hvers vegna svo margir landsmenn þjást af sjúkdómum. Skýringar á sjúkdómum eru margþættar og flóknar. Ytri hagsæld okkar sem þjóðar hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum áratugum. Það sem þótti fjarlægur óraunhæfur draumur fyrir 60-70 árum þykja í dag eðlileg og sjálfsögð þægindi og jafnvel mannréttindi. En hvernig höfum við búið að andanum, sálinni og kærleikanum á þessu tímabili? Höfum við skapað okkar innra manni þau skilyrði að kærleikur, manngæska, hamingja, umburðarlyndi og skilningur milli manna hafi vaxið og dafnað. Hefur ræktun kærleikstrésins sem býr með okkur öllum og sem gerir okkur kleift að gefa hvert öðru raunverulegar gjafir, gengið að óskum? Margt í lífsformi okkar nútímamanna gengur beinlínis gegn þróun okkar andlegu hæfileika. Hraðinn, spennan, áreitið og streitan eru orðin geigvænlegir áhrifavaldar í lífi okkar. Þetta sést kannski gleggst á grunnskólabörnum. Er það eðlilegt að há prósentutala þessara fjöreggja okkar skuli þjást af depurð, streitu, kvíða og jafnvel þunglyndi? Persónulega get ég vitnað um að streita, spenna og áreiti hafa á tímabilum í lífi mínu, leitt til bæði andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Ég tel að við sem þjóð, verðum að endurmeta alvarlega hugtakið lífsgæði. P.S. Það gladdi mig mikið að lesa í grein Kára, hér í Fréttablaðinu 9. maí síðastliðinn, þar sem hann vitnaði í hina stórmerku bók Njarðar P. Njarðvík „Spegill þjóðar“. Þessi bók ásamt mörgum öðrum bókum, þessa djúpvitra manns, ætti að vera skyldulesning með þjóð vorri.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar