Sjómennskan og handboltinn blómstra í Eyjum á nýja árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2017 06:00 Kári Kristján Kristjánsson og félagar eru á góðu skriði. vísir/eyþór Eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. Sjómannaverkfallið að baki, loðnuvertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „Stemmningin í Eyjum er mjög góð. Menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV-liðsins í viðtali í Akraborginni. Eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar Magnússon yfirgaf Vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. Eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís-deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí og Arnar Pétursson er kominn með sína menn inn í Íslandsmeistaraumræðuna á ný. Eyjamenn voru stórtækir á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert úr atvinnumennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. Uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. Við vorum að glíma við ákveðin vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þótt að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði Arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um Róbert Aron (Hostert), Stephen Nielsen, Sindra Haralds og Agnar Smára (Jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði Arnar. Eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en ÍBV í töflunni. Eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á Aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heimasigri á FH á fimmtudagskvöldið. FH-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið ÍBV-liðið í tvígang fyrir áramót. „Mér finnst ólíklegt að Haukarnir tapi mörgum stigum. Við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar. Margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið Hauka kemur í heimsókn út í Eyjar. Stelpurnar í Eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu Framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. Framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en steinlágu með sex marka mun úti í Eyjum. Kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. Eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja Framkonur í Safamýrina en Framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf ÍBV-liðið á hverju stigi að halda. Eyjakonur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. Sjómannaverkfallið að baki, loðnuvertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „Stemmningin í Eyjum er mjög góð. Menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV-liðsins í viðtali í Akraborginni. Eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar Magnússon yfirgaf Vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. Eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís-deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí og Arnar Pétursson er kominn með sína menn inn í Íslandsmeistaraumræðuna á ný. Eyjamenn voru stórtækir á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert úr atvinnumennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. Uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. Við vorum að glíma við ákveðin vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þótt að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði Arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um Róbert Aron (Hostert), Stephen Nielsen, Sindra Haralds og Agnar Smára (Jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði Arnar. Eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en ÍBV í töflunni. Eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á Aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heimasigri á FH á fimmtudagskvöldið. FH-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið ÍBV-liðið í tvígang fyrir áramót. „Mér finnst ólíklegt að Haukarnir tapi mörgum stigum. Við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar. Margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið Hauka kemur í heimsókn út í Eyjar. Stelpurnar í Eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu Framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. Framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en steinlágu með sex marka mun úti í Eyjum. Kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. Eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja Framkonur í Safamýrina en Framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf ÍBV-liðið á hverju stigi að halda. Eyjakonur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti