Valdeflandi stuðningur fyrir konur á Gaza Magnea Marínósdóttir skrifar 9. maí 2017 13:36 Mariam vinnur fyrir kvennasamtökin Aisha sem beita sér fyrir mannréttindavernd kvenna og stúlkna. Ég hitti hana fyrst rétt eftir loftárásirnar á Gaza 2014. Þær loftárásir voru þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið og manntjónið enn meira en í árásunum 2008-2009 og 2012. Ég undraði mig á jákvæðni og bjartsýni Mariams enda þurfti hún margoft að flýja heimili sitt sumarið 2014. Hún býr í Shejaiya-hverfinu sem varð fyrir hörðustu árásunum og fjöldi heimila þar var lagður í rúst. Ég spurði hana hvernig hún færi að því að halda í glaðværðina og jákvæðnina. Hún svaraði eitthvað á þessa leið: „Ég komst lífs af og hef ekkert annað val en að vera bjartsýn og glöð. Þannig sýni ég þakklæti mitt fyrir að vera lifandi.“ Svar hennar lýsir vel nálgun kvennasamtakanna Aisha sem merkir Lifandi. Í fyrsta sinn sem ég kom á skrifstofu samtakanna blasti við íslenski fáninn! Hann var gjöf frá Félaginu Ísland-Palestína sem hefur stutt starf samtakanna frá árinu 2010. Mariam og Reem Fraina veita samtökunum forstöðu og eru mjög þakklátar fyrir þann stuðning sem þær fá frá Íslandi. Hann er nýttur til að aðstoða konurnar sem til þeirra leita eða er vísað til þeirra. Flestar búa við erfiðar heimilis- eða fjölskylduaðstæður vegna ofbeldis eða fátæktar. Meira en 80% íbúa Gaza eru háðir mannúðaraðstoð frá stofnunum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum hjálparsamtökum svo af nógu er að taka. Aðstoðin sem Aisha veitir felst í að veita félagslegan stuðning, lagalega ráðgjöf til þeirra sem leita réttar síns og síðast en ekki síst möguleika á að læra og tileinka sér eitthvað nytsamlegt til að aflað eigin tekna. Konurnar geta lært iðn og að gera einfaldar viðskiptaáætlanir, markaðssetningu og fleira sem skiptir máli í rekstri. Með tónleikunum Konur á Gaza er sérstaklega verið að safna fyrir síðastnefnda þættinum.Amma heldur á lítilli stúlku sem fæddist daginn sem loftárásirnar hófust 2014. Þessar konur misstu hús sín og land í þeim loftárárásum en þær ásamt eiginmönnum og börnum hefðu verið með geitur og býflugur og framleiddu mjólk, osta og hunang. Fyrir utan að hafa misst heimili sitt höfðu þær misst allt sitt lífsviðurværi.Starfskonur Aisha eru líka meðvitaðar um mikilvægi sambandsins á milli líkama og sálar enda koma áhrif áfalla oftar en ekki fram í líkamlegum einkennum eins og svefnleysi, kvíða og þunglyndi. Þá skiptir engu hvort áfallið er að missa heimili sitt eða ástvini í loftárás eða vegna kynbundins ofbeldis. Konurnar í Aisha veita stöllum sínum margskonar sálrænan stuðning og kynna þær fyrir jóga, djúpöndun og fleiru sem tengir saman líkama og sál. Aisha samtökin eru líka málsvarar kvenréttinda á opinberum vettvangi og beita sér gegn kynbundu ofbeldi sem tala má um sem faraldur með rætur í menningu feðraveldisins. Það endurspeglast meðal annars í lagasetningu og viðhorfum löggæslu og dómskerfisins. Aisha hefur fengið karlmenn til liðs við sig í baráttunni auk þess að eiga samvinnu við önnur kvenréttindasamtök á Gaza og Vesturbakkanum. Það er á brattann að sækja ekki síst vegna hernámsins sem gerir það að verkum að kvenréttinda- og jafnréttismál eru ekki talin vera forgangsmál stjórnmálanna. Konurnar sem leita eða er vísað til Aisha eru margar brotnar á sál og líkama. Eftir að komast að hjá Aisha, sem annar ekki eftirspurn, er hægt að fullyrða að þær séu síður á flæðiskeri staddar enda er öllum konum og stúlkum mætt með umhyggjusemi, hlýju og glaðværð sem reyndar liggur í loftinu. Aisha leggur mikla áherslu á að bjóða konum ekki ölmusu heldur miðar aðstoðin að því að efla konurnar og gera þeim kleift að takast betur á við sinn veruleika og að leita réttar síns. Aisha er eins og örugg höfn þar sem konur geta byggt sig upp áður en þær sigla út aftur betur búnar en áður að takast á við lífsins ólgusjó.Konur í Aisha læra iðn, handverk og hvernig eigi að standa að eigin rekstri svo þær geti framfleytt sér og börnum sínum án eiginmanna.Það sem kemur manni alltaf jafn mikið á óvart er seiglan sem býr í fólkinu á Gaza. Það er þó ekki endalaust hægt að komast áfram á seiglunni og því er stuðningur við samtök eins og Aisha lífæð enda reiða samtökin sig eingöngu á utanaðkomandi stuðning. Aisha merkir Lifandi. Það sem samtökin þurfa er stuðningur til að halda þeim lifandi sem þangað leita og þjónar sama tilgangi og vatn og súrefni. Án vatns grær ekkert og án súrefnis deyr eldurinn. Magnea Marínósdóttir í Jerúsalem vinnur fyrir sænsku kvenna- og friðarsamtökin Kvinna till Kvinna. Hún er ein fárra sem hefur stöðu sinnar vegna heimild til að ferðast inn á Gaza og hefur margoft heimsótt kvennasamtökin Aisha síðustu ár. Allur aðgangseyrir tónleikanna Konur á Gaza sem haldnir eru í Háskólabíói miðvikudagskvöldið 10. maí kl. 20 renna til þeirra samtaka. Miða á fjáröflunartónleikanna má fá hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mariam vinnur fyrir kvennasamtökin Aisha sem beita sér fyrir mannréttindavernd kvenna og stúlkna. Ég hitti hana fyrst rétt eftir loftárásirnar á Gaza 2014. Þær loftárásir voru þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið og manntjónið enn meira en í árásunum 2008-2009 og 2012. Ég undraði mig á jákvæðni og bjartsýni Mariams enda þurfti hún margoft að flýja heimili sitt sumarið 2014. Hún býr í Shejaiya-hverfinu sem varð fyrir hörðustu árásunum og fjöldi heimila þar var lagður í rúst. Ég spurði hana hvernig hún færi að því að halda í glaðværðina og jákvæðnina. Hún svaraði eitthvað á þessa leið: „Ég komst lífs af og hef ekkert annað val en að vera bjartsýn og glöð. Þannig sýni ég þakklæti mitt fyrir að vera lifandi.“ Svar hennar lýsir vel nálgun kvennasamtakanna Aisha sem merkir Lifandi. Í fyrsta sinn sem ég kom á skrifstofu samtakanna blasti við íslenski fáninn! Hann var gjöf frá Félaginu Ísland-Palestína sem hefur stutt starf samtakanna frá árinu 2010. Mariam og Reem Fraina veita samtökunum forstöðu og eru mjög þakklátar fyrir þann stuðning sem þær fá frá Íslandi. Hann er nýttur til að aðstoða konurnar sem til þeirra leita eða er vísað til þeirra. Flestar búa við erfiðar heimilis- eða fjölskylduaðstæður vegna ofbeldis eða fátæktar. Meira en 80% íbúa Gaza eru háðir mannúðaraðstoð frá stofnunum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum hjálparsamtökum svo af nógu er að taka. Aðstoðin sem Aisha veitir felst í að veita félagslegan stuðning, lagalega ráðgjöf til þeirra sem leita réttar síns og síðast en ekki síst möguleika á að læra og tileinka sér eitthvað nytsamlegt til að aflað eigin tekna. Konurnar geta lært iðn og að gera einfaldar viðskiptaáætlanir, markaðssetningu og fleira sem skiptir máli í rekstri. Með tónleikunum Konur á Gaza er sérstaklega verið að safna fyrir síðastnefnda þættinum.Amma heldur á lítilli stúlku sem fæddist daginn sem loftárásirnar hófust 2014. Þessar konur misstu hús sín og land í þeim loftárárásum en þær ásamt eiginmönnum og börnum hefðu verið með geitur og býflugur og framleiddu mjólk, osta og hunang. Fyrir utan að hafa misst heimili sitt höfðu þær misst allt sitt lífsviðurværi.Starfskonur Aisha eru líka meðvitaðar um mikilvægi sambandsins á milli líkama og sálar enda koma áhrif áfalla oftar en ekki fram í líkamlegum einkennum eins og svefnleysi, kvíða og þunglyndi. Þá skiptir engu hvort áfallið er að missa heimili sitt eða ástvini í loftárás eða vegna kynbundins ofbeldis. Konurnar í Aisha veita stöllum sínum margskonar sálrænan stuðning og kynna þær fyrir jóga, djúpöndun og fleiru sem tengir saman líkama og sál. Aisha samtökin eru líka málsvarar kvenréttinda á opinberum vettvangi og beita sér gegn kynbundu ofbeldi sem tala má um sem faraldur með rætur í menningu feðraveldisins. Það endurspeglast meðal annars í lagasetningu og viðhorfum löggæslu og dómskerfisins. Aisha hefur fengið karlmenn til liðs við sig í baráttunni auk þess að eiga samvinnu við önnur kvenréttindasamtök á Gaza og Vesturbakkanum. Það er á brattann að sækja ekki síst vegna hernámsins sem gerir það að verkum að kvenréttinda- og jafnréttismál eru ekki talin vera forgangsmál stjórnmálanna. Konurnar sem leita eða er vísað til Aisha eru margar brotnar á sál og líkama. Eftir að komast að hjá Aisha, sem annar ekki eftirspurn, er hægt að fullyrða að þær séu síður á flæðiskeri staddar enda er öllum konum og stúlkum mætt með umhyggjusemi, hlýju og glaðværð sem reyndar liggur í loftinu. Aisha leggur mikla áherslu á að bjóða konum ekki ölmusu heldur miðar aðstoðin að því að efla konurnar og gera þeim kleift að takast betur á við sinn veruleika og að leita réttar síns. Aisha er eins og örugg höfn þar sem konur geta byggt sig upp áður en þær sigla út aftur betur búnar en áður að takast á við lífsins ólgusjó.Konur í Aisha læra iðn, handverk og hvernig eigi að standa að eigin rekstri svo þær geti framfleytt sér og börnum sínum án eiginmanna.Það sem kemur manni alltaf jafn mikið á óvart er seiglan sem býr í fólkinu á Gaza. Það er þó ekki endalaust hægt að komast áfram á seiglunni og því er stuðningur við samtök eins og Aisha lífæð enda reiða samtökin sig eingöngu á utanaðkomandi stuðning. Aisha merkir Lifandi. Það sem samtökin þurfa er stuðningur til að halda þeim lifandi sem þangað leita og þjónar sama tilgangi og vatn og súrefni. Án vatns grær ekkert og án súrefnis deyr eldurinn. Magnea Marínósdóttir í Jerúsalem vinnur fyrir sænsku kvenna- og friðarsamtökin Kvinna till Kvinna. Hún er ein fárra sem hefur stöðu sinnar vegna heimild til að ferðast inn á Gaza og hefur margoft heimsótt kvennasamtökin Aisha síðustu ár. Allur aðgangseyrir tónleikanna Konur á Gaza sem haldnir eru í Háskólabíói miðvikudagskvöldið 10. maí kl. 20 renna til þeirra samtaka. Miða á fjáröflunartónleikanna má fá hér.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun