Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 07:00 vísir/ernir/getty Flesta körfuboltamenn dreymir um að komast í NBA-deildina. Margir leikmenn í riðli Íslands á Evrópumótinu í Helsinki hafa þegar náð því að komast í bestu deild í heimi og aðrir eru á þröskuldinum. Næstu tveir leikir íslenska körfuboltalandsliðsins á EM eru á móti liðum Slóveníu og Finnlands en bæði lið hafa gert mjög góða hluti á mótinu til þessa. Slóvenar eru á toppnum í riðlinum með fullt hús og Finnar hafa bara tapað á móti Slóvenum og unnu meðal annars Frakka í fyrsta leik. Tveir ungir leikmenn hafa nefnilega farið fyrir sínum liðum í Helsinki, annars vegar Finninn Lauri Markkanen og hins vegar Slóveninn Luka Doncic.Verðandi stórstjörnur Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason stimplaði sig inn í sumar og er kominn inn á lista yfir mögulega framtíðarmenn í NBA-deildinni en þar hafa efnilegustu leikmenn Finna og Slóvena verið lengi. Báðir hafa þeir sýnt okkur af hverju í fyrstu þremur leikjum Finna og Slóvena á EM 2017. Hinn tvítugi Markkanen er þegar kominn í NBA-deildina en hann mun klæðast búningi Chicago Bulls í vetur. Doncic er hins vegar aðeins átján ára gamall. Hann hefur spilað með aðalliði Real Madrid frá 2015 og það þykir næstum því öruggt að hann verið valinn snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. Luka Doncic skoraði 22 stig fyrir Slóvena í endurkomusigri á Grikkjum í síðasta leik og er með 13,7 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á EM. Doncic spilaði 19,9 mínútur að meðaltali í leik með Real Madrid í Euroleague á síðasta tímabili en náði á þeim tíma að vera með 13,3 stig, 4,5 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Engin smá tölfræði hjá átján ára strák en hann er fæddur í febrúar 1999. Markkanen átti mjög flott fyrsta ár með Arizona-háskólanum þar sem hann skoraði 15,6 stig í leik. Minnesota Timberwolves valdi hann númer sjö í nýliðavali NBA í sumar en hann fór síðan til Chicago Bulls í Jimmy Butler skiptunum. Markkanen hefur skorað yfir tuttugu stig í öllum þremur leikjum Finna á Eurobasket og hefur auk þess hækkað stigaskor sitt með hverjum leik. Hann er með 24,3 stig að meðaltali í leik og 56 prósent skotnýtingu í fyrstu þremur leikjum sínum á EM.Ungir en þroskaðir Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, þekkir þessa leikmenn vel sem og Tryggva Snæ Hlinason sem blómstraði undir hans stjórn með tuttugu ára landsliðinu á EM fyrr í sumar. „Báðir eru ótrúlega þroskaðir leikmenn miðað við hvað þeir eru ungir og ekki síst ef við horfum á þá frá taktísku sjónarhorni. Það er gaman að sjá þá spila og þá einkum ákvörðunartökuna hjá þeim. Það sést þó aðeins á þeim hvað þeir eru ungir ennþá,“ segir Finnur. Við Íslendingar bindum líka vonir við að einn okkar landsliðsmanna geti einhvern tímann bankað á NBA-dyrnar. Uppkoma Tryggva Snæs Hlinasonar hefur verið hröð og hann á enn nokkuð í land með að fóta sig á stóra sviðinu. Skrefin sem hann hefur tekið að undanförnu hafa þó öll verið í rétta átt. „Tryggvi er ólíkur þessum tveimur að því leyti að Markkanen og sérstaklega Doncic hafa verið stjörnur frá unga aldri og eru komnir framarlega, ekki bara í getu heldur líka í þekkingu á leiknum,“ segir Finnur en umsagnir hans um leikmennina þrjá má lesa hér fyrir neðan.Lauri Markkanen leikur með Chicago Bulls í vetur.vísir/gettyLauri Markkanen Finnlandi 20 ára Fæddur: 22. maí 1997 213 sentímetrar, kraftframherji Leikmaður Chicago Bulls í NBA Lék áður með Arizona í bandaríska háskólaboltanum „Þessi hæfileiki hans, að geta sett niður stór skot, er eitthvað sem er gulls ígildi. Hann er að falla í þetta form af nýjum fimmum og það eru gaurar sem eru að breyta körfuboltanum hægt og rólega. Það verður gríðarlega forvitnilegt að sjá Markkanen í NBA-deildinni næsta vetur. Það mun taka hann tíma að læra inn á hlutina þar en mér finnst hann vera hæfileikamaður frá náttúrunnar hendi. Hann hefur alltaf getað skorað. Hann verður aðalmaðurinn í finnska landsliðinu næsta áratuginn, ef ekki áratugina,“ segir Finnur.Luka Doncic er ótrúlega þroskaður miðað við aldur.vísir/gettyLuka Doncic Slóveníu 18 ára Fæddur: 28. febrúar 1999 201 sentímetri, bakvörður Leikmaður Real Madrid á Spáni Lék áður með unglingaliði Union Olimpija í Slóveníu „Saga hans er einstök. Hann fer þrettán ára yfir í Real Madrid og spilar síðan sinn fyrsta leik með aðalliðinu sextán ára gamall. Að vera þetta ungur með þetta þroskaðan leikstíl er alveg einstakt. Hann hefur þann hæfileika að geta spilað nánast allar stöðurnar inni á vellinum frá eitt til fjögur. Það kæmi mér verulega á óvart ef NBA-liðin tækju ekki sénsinn á honum í fyrstu valréttunum. Þetta er einstakur hæfileikamaður sem er þegar kominn með einstaka reynslu á sínum ferli. Maður sér eiginlega ekki veikleikann,“ segir Finnur.Tryggvi er að spila á sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu.vísir/ernirTryggvi Snær Hlinason Íslandi 19 ára Fæddur: 28. október 1997 215 sentímetrar, miðherji Leikmaður Valencia á Spáni Lék áður með Þór Akureyri á Íslandi „Tryggvi er ennþá bara efnilegur. Menn átta sig ekki á því eftir sumarið og tala um hann sem frábæran leikmann. Hann hefur öll tól til þess að verða góður. Menn verða samt að átta sig á því að það er svolítið stórt að fara frá því að spila með Þór Akureyri og vera bara búinn að spila körfubolta í fjögur ár í það að fara í alvöru bolta. Þetta mun taka tíma hjá honum en hann sýnir það við og við að hann hefur tilfinningu fyrir hvernig hann á að vera og spila. Ég held að það geti ótrúlegir hlutir gerst hjá þessum dreng ef hann heldur rétt á spöðunum,“ segir Finnur. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Flesta körfuboltamenn dreymir um að komast í NBA-deildina. Margir leikmenn í riðli Íslands á Evrópumótinu í Helsinki hafa þegar náð því að komast í bestu deild í heimi og aðrir eru á þröskuldinum. Næstu tveir leikir íslenska körfuboltalandsliðsins á EM eru á móti liðum Slóveníu og Finnlands en bæði lið hafa gert mjög góða hluti á mótinu til þessa. Slóvenar eru á toppnum í riðlinum með fullt hús og Finnar hafa bara tapað á móti Slóvenum og unnu meðal annars Frakka í fyrsta leik. Tveir ungir leikmenn hafa nefnilega farið fyrir sínum liðum í Helsinki, annars vegar Finninn Lauri Markkanen og hins vegar Slóveninn Luka Doncic.Verðandi stórstjörnur Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason stimplaði sig inn í sumar og er kominn inn á lista yfir mögulega framtíðarmenn í NBA-deildinni en þar hafa efnilegustu leikmenn Finna og Slóvena verið lengi. Báðir hafa þeir sýnt okkur af hverju í fyrstu þremur leikjum Finna og Slóvena á EM 2017. Hinn tvítugi Markkanen er þegar kominn í NBA-deildina en hann mun klæðast búningi Chicago Bulls í vetur. Doncic er hins vegar aðeins átján ára gamall. Hann hefur spilað með aðalliði Real Madrid frá 2015 og það þykir næstum því öruggt að hann verið valinn snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. Luka Doncic skoraði 22 stig fyrir Slóvena í endurkomusigri á Grikkjum í síðasta leik og er með 13,7 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á EM. Doncic spilaði 19,9 mínútur að meðaltali í leik með Real Madrid í Euroleague á síðasta tímabili en náði á þeim tíma að vera með 13,3 stig, 4,5 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Engin smá tölfræði hjá átján ára strák en hann er fæddur í febrúar 1999. Markkanen átti mjög flott fyrsta ár með Arizona-háskólanum þar sem hann skoraði 15,6 stig í leik. Minnesota Timberwolves valdi hann númer sjö í nýliðavali NBA í sumar en hann fór síðan til Chicago Bulls í Jimmy Butler skiptunum. Markkanen hefur skorað yfir tuttugu stig í öllum þremur leikjum Finna á Eurobasket og hefur auk þess hækkað stigaskor sitt með hverjum leik. Hann er með 24,3 stig að meðaltali í leik og 56 prósent skotnýtingu í fyrstu þremur leikjum sínum á EM.Ungir en þroskaðir Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, þekkir þessa leikmenn vel sem og Tryggva Snæ Hlinason sem blómstraði undir hans stjórn með tuttugu ára landsliðinu á EM fyrr í sumar. „Báðir eru ótrúlega þroskaðir leikmenn miðað við hvað þeir eru ungir og ekki síst ef við horfum á þá frá taktísku sjónarhorni. Það er gaman að sjá þá spila og þá einkum ákvörðunartökuna hjá þeim. Það sést þó aðeins á þeim hvað þeir eru ungir ennþá,“ segir Finnur. Við Íslendingar bindum líka vonir við að einn okkar landsliðsmanna geti einhvern tímann bankað á NBA-dyrnar. Uppkoma Tryggva Snæs Hlinasonar hefur verið hröð og hann á enn nokkuð í land með að fóta sig á stóra sviðinu. Skrefin sem hann hefur tekið að undanförnu hafa þó öll verið í rétta átt. „Tryggvi er ólíkur þessum tveimur að því leyti að Markkanen og sérstaklega Doncic hafa verið stjörnur frá unga aldri og eru komnir framarlega, ekki bara í getu heldur líka í þekkingu á leiknum,“ segir Finnur en umsagnir hans um leikmennina þrjá má lesa hér fyrir neðan.Lauri Markkanen leikur með Chicago Bulls í vetur.vísir/gettyLauri Markkanen Finnlandi 20 ára Fæddur: 22. maí 1997 213 sentímetrar, kraftframherji Leikmaður Chicago Bulls í NBA Lék áður með Arizona í bandaríska háskólaboltanum „Þessi hæfileiki hans, að geta sett niður stór skot, er eitthvað sem er gulls ígildi. Hann er að falla í þetta form af nýjum fimmum og það eru gaurar sem eru að breyta körfuboltanum hægt og rólega. Það verður gríðarlega forvitnilegt að sjá Markkanen í NBA-deildinni næsta vetur. Það mun taka hann tíma að læra inn á hlutina þar en mér finnst hann vera hæfileikamaður frá náttúrunnar hendi. Hann hefur alltaf getað skorað. Hann verður aðalmaðurinn í finnska landsliðinu næsta áratuginn, ef ekki áratugina,“ segir Finnur.Luka Doncic er ótrúlega þroskaður miðað við aldur.vísir/gettyLuka Doncic Slóveníu 18 ára Fæddur: 28. febrúar 1999 201 sentímetri, bakvörður Leikmaður Real Madrid á Spáni Lék áður með unglingaliði Union Olimpija í Slóveníu „Saga hans er einstök. Hann fer þrettán ára yfir í Real Madrid og spilar síðan sinn fyrsta leik með aðalliðinu sextán ára gamall. Að vera þetta ungur með þetta þroskaðan leikstíl er alveg einstakt. Hann hefur þann hæfileika að geta spilað nánast allar stöðurnar inni á vellinum frá eitt til fjögur. Það kæmi mér verulega á óvart ef NBA-liðin tækju ekki sénsinn á honum í fyrstu valréttunum. Þetta er einstakur hæfileikamaður sem er þegar kominn með einstaka reynslu á sínum ferli. Maður sér eiginlega ekki veikleikann,“ segir Finnur.Tryggvi er að spila á sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu.vísir/ernirTryggvi Snær Hlinason Íslandi 19 ára Fæddur: 28. október 1997 215 sentímetrar, miðherji Leikmaður Valencia á Spáni Lék áður með Þór Akureyri á Íslandi „Tryggvi er ennþá bara efnilegur. Menn átta sig ekki á því eftir sumarið og tala um hann sem frábæran leikmann. Hann hefur öll tól til þess að verða góður. Menn verða samt að átta sig á því að það er svolítið stórt að fara frá því að spila með Þór Akureyri og vera bara búinn að spila körfubolta í fjögur ár í það að fara í alvöru bolta. Þetta mun taka tíma hjá honum en hann sýnir það við og við að hann hefur tilfinningu fyrir hvernig hann á að vera og spila. Ég held að það geti ótrúlegir hlutir gerst hjá þessum dreng ef hann heldur rétt á spöðunum,“ segir Finnur.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins