Tónlist fyrir alla Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 07:00 Á nýársdag sýndi RÚV beint frá árlegum Nýárstónleikum Vínarfílharmóníunnar. Stjórnandi tónleikanna var Gustavo Dudamel frá Venesúela. Hann hefur gegnt stöðu aðalhljómsveitarstjóra Los Angeles fílharmóníunnar í 8 ár. Áður var hann aðalhljómsveitarstjóri Gautaborgarsinfóníunnar og stjórnaði eftirminnilegum tónleikum hennar í Hörpu árið 2011. Gustavo Dudamel, sem er ofurstjarna í hinum klassíska tónlistarheimi, heldur því statt og stöðugt fram að það séu mannréttindi að fá að læra og kynnast tónlist. Þetta er í raun grunnhugmyndafræði ungsveita El Sistema, sem eiga sér um 40 ára sögu. Þar hlaut Dudamel sína tónlistarmenntun. Upphafsmaður og hugmyndasmiður El Sistema er hagfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Jose Abreau. Hann er nálægt því að vera í guða tölu hjá hundruðum þúsunda barna í Venesúela og víðar um heiminn. Barna sem hlotið hafa tónlistarmenntun sem byggir á gleðinni að leika saman í hljómsveit. Þau hafa kynnst tónlist án þess að þurfa að greiða skólagjöld. Manni gæti þótt Dudamel taka ansi stórt upp í sig. Sérstaklega þegar litið er til þess að í Venesúela hefur undanfarið ríkt slík ógnarkreppa að þar hefur þurft að skammta rafmagn. Höfuðborgin Caracas er því hálfmyrkvuð. En Dudamel berst gegn menningarmyrkri. Hann veit að tónlist er ljós í slíku myrkri og að klassísk tónlist er hluti af menningararfi heimsins sem allir eiga að hafa aðgang að hvar í heimi sem þeir eru, hvort sem þeir eru fátækir eða ríkir. Það er hverjum manni ljóst að til að geta notið bóka þarf að læra að lesa. Það sama á við tónlist og annað menningarlæsi. Til þess að geta metið það til fulls þurfum við að fá að tileinka okkur það og upplifa á eigin skinni. Ísland er stundum dálítið langt frá umheiminum. Það getur haft sína kosti og galla. Það getur t.d. komið sér vel að standa fyrir utan heiminn þegar heimsstyrjaldir geisa. Þannig gekk það fyrir sig í síðustu heimsstyrjöldinni. Þegar heiminum blæddi fór okkur að vegna betur. Við náðum að tæknivæða fiskveiðarnar og okkur tókst að snúa okkur undan danskri stjórn og öðlast sjálfstæði. Í árdaga lýðveldisins, árið 1950, var Þjóðleikhúsið opnað og Sinfóníuhljómsveit Íslands stofnuð. Þá bjuggu aðeins 50.000 manns í Reykjavík. Af hverju voru menn og konur að standa í þessu fyrir svona örfáar hræður? Jú – til að færa Ísland nær umheiminum. Til að tryggja aðgengi að þeim menningararfi sem við deilum með heiminum, gefa okkur hlutdeild í honum og gera okkur þannig að heimsborgurum.Þröngur stakkur sniðinn Síðustu misseri hafa tónlistarkennarar verið samningslausir. Þeir berjast fyrir leiðréttingu launa sinna þannig að þau séu sambærileg við laun annarra kennara. Tónlistarskólum hefur sömuleiðis verið þröngur stakkur sniðinn og ljóst að þróun tónlistarkennslu á Íslandi hefur gert það að verkum að það er að miklu leyti komið undir efnahag og aðstæðum foreldra hvort börn fá tækifæri til að læra á hljóðfæri, nokkuð sem Gustavo Dudamel lítur á sem mannréttindi. Sinfóníuhljómsveit Íslands byggir á tónlistarmenntun landans. Ekki bara hvað varðar hljóðfæraleikara uppi á sviði sem starfa við stöðugt harðari alþjóðlega samkeppni, heldur ekki síður áheyrendur úti í sal. Þeir sem kunna að spila fótbolta hafa meira gaman af því að horfa á fótbolta en þeir sem aldrei hafa sparkað í bolta. Það sama gildir um tónlistina. Að vera læs á tónlist opnar okkur stórkostlegan heim. Heim sem við eigum öll rétt á að vera hluti af, hvort sem við erum fædd á eyju í Norður-Atlantshafi eða í fátækrahverfum Caracas. Heim sem geymir einhver stórkostlegustu listaverk mannsandans á borð við 9. sinfóníu Beethovens með Óðinn til gleðinnar innanborðs. Tónlist sem þekkir engin landamæri og virðir enga múra en hefur mátt til að sameina og skapa samhljóm. Það er skylda okkar að tryggja börnum okkar aðgengi að þeim vestræna tónlistararfi sem svo sannarlega er þeirra. Þar er grundvallaratriði að tónlistarkennurum séu tryggð sömu kjör og öðrum kennurum í landinu og tónlistarskólar geti hagað rekstri sínum þannig að kennslan nýtist öllum börnum, óháð efnahag eða aðstöðu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Á nýársdag sýndi RÚV beint frá árlegum Nýárstónleikum Vínarfílharmóníunnar. Stjórnandi tónleikanna var Gustavo Dudamel frá Venesúela. Hann hefur gegnt stöðu aðalhljómsveitarstjóra Los Angeles fílharmóníunnar í 8 ár. Áður var hann aðalhljómsveitarstjóri Gautaborgarsinfóníunnar og stjórnaði eftirminnilegum tónleikum hennar í Hörpu árið 2011. Gustavo Dudamel, sem er ofurstjarna í hinum klassíska tónlistarheimi, heldur því statt og stöðugt fram að það séu mannréttindi að fá að læra og kynnast tónlist. Þetta er í raun grunnhugmyndafræði ungsveita El Sistema, sem eiga sér um 40 ára sögu. Þar hlaut Dudamel sína tónlistarmenntun. Upphafsmaður og hugmyndasmiður El Sistema er hagfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Jose Abreau. Hann er nálægt því að vera í guða tölu hjá hundruðum þúsunda barna í Venesúela og víðar um heiminn. Barna sem hlotið hafa tónlistarmenntun sem byggir á gleðinni að leika saman í hljómsveit. Þau hafa kynnst tónlist án þess að þurfa að greiða skólagjöld. Manni gæti þótt Dudamel taka ansi stórt upp í sig. Sérstaklega þegar litið er til þess að í Venesúela hefur undanfarið ríkt slík ógnarkreppa að þar hefur þurft að skammta rafmagn. Höfuðborgin Caracas er því hálfmyrkvuð. En Dudamel berst gegn menningarmyrkri. Hann veit að tónlist er ljós í slíku myrkri og að klassísk tónlist er hluti af menningararfi heimsins sem allir eiga að hafa aðgang að hvar í heimi sem þeir eru, hvort sem þeir eru fátækir eða ríkir. Það er hverjum manni ljóst að til að geta notið bóka þarf að læra að lesa. Það sama á við tónlist og annað menningarlæsi. Til þess að geta metið það til fulls þurfum við að fá að tileinka okkur það og upplifa á eigin skinni. Ísland er stundum dálítið langt frá umheiminum. Það getur haft sína kosti og galla. Það getur t.d. komið sér vel að standa fyrir utan heiminn þegar heimsstyrjaldir geisa. Þannig gekk það fyrir sig í síðustu heimsstyrjöldinni. Þegar heiminum blæddi fór okkur að vegna betur. Við náðum að tæknivæða fiskveiðarnar og okkur tókst að snúa okkur undan danskri stjórn og öðlast sjálfstæði. Í árdaga lýðveldisins, árið 1950, var Þjóðleikhúsið opnað og Sinfóníuhljómsveit Íslands stofnuð. Þá bjuggu aðeins 50.000 manns í Reykjavík. Af hverju voru menn og konur að standa í þessu fyrir svona örfáar hræður? Jú – til að færa Ísland nær umheiminum. Til að tryggja aðgengi að þeim menningararfi sem við deilum með heiminum, gefa okkur hlutdeild í honum og gera okkur þannig að heimsborgurum.Þröngur stakkur sniðinn Síðustu misseri hafa tónlistarkennarar verið samningslausir. Þeir berjast fyrir leiðréttingu launa sinna þannig að þau séu sambærileg við laun annarra kennara. Tónlistarskólum hefur sömuleiðis verið þröngur stakkur sniðinn og ljóst að þróun tónlistarkennslu á Íslandi hefur gert það að verkum að það er að miklu leyti komið undir efnahag og aðstæðum foreldra hvort börn fá tækifæri til að læra á hljóðfæri, nokkuð sem Gustavo Dudamel lítur á sem mannréttindi. Sinfóníuhljómsveit Íslands byggir á tónlistarmenntun landans. Ekki bara hvað varðar hljóðfæraleikara uppi á sviði sem starfa við stöðugt harðari alþjóðlega samkeppni, heldur ekki síður áheyrendur úti í sal. Þeir sem kunna að spila fótbolta hafa meira gaman af því að horfa á fótbolta en þeir sem aldrei hafa sparkað í bolta. Það sama gildir um tónlistina. Að vera læs á tónlist opnar okkur stórkostlegan heim. Heim sem við eigum öll rétt á að vera hluti af, hvort sem við erum fædd á eyju í Norður-Atlantshafi eða í fátækrahverfum Caracas. Heim sem geymir einhver stórkostlegustu listaverk mannsandans á borð við 9. sinfóníu Beethovens með Óðinn til gleðinnar innanborðs. Tónlist sem þekkir engin landamæri og virðir enga múra en hefur mátt til að sameina og skapa samhljóm. Það er skylda okkar að tryggja börnum okkar aðgengi að þeim vestræna tónlistararfi sem svo sannarlega er þeirra. Þar er grundvallaratriði að tónlistarkennurum séu tryggð sömu kjör og öðrum kennurum í landinu og tónlistarskólar geti hagað rekstri sínum þannig að kennslan nýtist öllum börnum, óháð efnahag eða aðstöðu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun