Æðstu ráðamenn til skoðunar hjá GRECO Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. október 2017 06:00 GRECO beinir nú augum sínum að forseta Íslands, ráðherrum og ráðuneytisstjórum. vísir/anton brink Sendinefnd GRECO – samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, var í vettvangsferð hér á landi í tilefni fimmtu úttektar samtakanna á Íslandi. Að þessu sinnir beinir GRECO athygli sinni að spillingu, annars vegar meðal valdhafa; forseta, ráðherra, ráðuneytisstjóra og annarra handhafa æðstu embætta og hins vegar í löggæslunni; lögreglu, Landhelgisgæslunni og tollgæslunni. Vegna úttektarinnar hafa stjórnvöld svarað ítarlegum spurningalistum GRECO. Dómsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið tóku svörin saman en þau hafa enn ekki verið gerð opinber. Meðal þess sem spurt er um er lagaleg ábyrgð æðstu embættismanna samkvæmt lögum og stjórnarskrá, hverjir skipi í æðstu embætti; hvernig starfslokum sé háttað, laun og fríðindi og gegnsæi þar að lútandi, reglur sem settar hafa verið til að koma í veg fyrir spillingu, hvernig þeim sé beitt og hver hafi eftirlit með framkvæmd þeirra; hvernig skráningu fjárhagslegra hagsmuna sé háttað, hvort fjárhagslegir hagsmunir maka og fjölskyldumeðlima séu einnig tilteknir, hver hafi eftirlit með skráningunni, hvernig aðgengi að þessum upplýsingum sé háttað; spurt er um möguleg áhrif hagsmunaaðila og þrýstihópa á lagasetningu og ákvarðanir æðstu ráðamanna; hversu gegnsæ samskipti hagsmunaaðila, (eða svokallaðra lobbýista) og æðstu ráðamanna eru; hvort hömlur séu settar á þátttöku ráðherra í viðskiptalífi og einkarekstri sem gæti haft áhrif á ákvörðunartöku þeirra, hvort spornað sé við misnotkun á trúnaðarupplýsingum, hvernig friðhelgi æðstu ráðamenn ríkisins njóti. Um starfsemi löggæslunnar er til dæmis spurt hvort fyrir hendi sé sérstök stefna um varnir gegn spillingu innan löggæsluyfirvalda, hvernig hún sé framkvæmd og hvaða stofnun beri ábyrgð á framkvæmdinni; hvernig samskiptum við þriðju aðila sé háttað, svo sem heimildarmenn og vitni; hvort sérstakar rannsóknarnefndir séu fyrir hendi innan löggæslunnar sem hafi eftirlit með háttsemi sem talist gæti spillt og hvernig spornað sé gegn misnotkun trúnaðarupplýsinga. Spurt er um aðgengi fjölmiðla að upplýsingum, hvernig vernd uppljóstrara sé tryggð, hvort og hvernig kæruleiðir fyrir borgara séu tryggðar og fleira. Þá er óskað upplýsinga um mál og tölulegar upplýsingar rannsókna og dóma í spillingarmálum á sviði úttektarinnar. Sendinefndin var hér á landi alla síðustu viku og fundaði með fulltrúum ýmissa stofnana, frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla til að fá sem heillegasta mynd af stöðu spillingar meðal æðstu valdhafa ríkisins og löggæslunnar. Starfslið GRECO hefur gjarnan tekið sér nokkra mánuði til úrvinnslu og skýrslu um yfirstandandi úttekt er ekki að vænta fyrr en á vormánuðum næsta árs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sendinefnd GRECO – samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, var í vettvangsferð hér á landi í tilefni fimmtu úttektar samtakanna á Íslandi. Að þessu sinnir beinir GRECO athygli sinni að spillingu, annars vegar meðal valdhafa; forseta, ráðherra, ráðuneytisstjóra og annarra handhafa æðstu embætta og hins vegar í löggæslunni; lögreglu, Landhelgisgæslunni og tollgæslunni. Vegna úttektarinnar hafa stjórnvöld svarað ítarlegum spurningalistum GRECO. Dómsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið tóku svörin saman en þau hafa enn ekki verið gerð opinber. Meðal þess sem spurt er um er lagaleg ábyrgð æðstu embættismanna samkvæmt lögum og stjórnarskrá, hverjir skipi í æðstu embætti; hvernig starfslokum sé háttað, laun og fríðindi og gegnsæi þar að lútandi, reglur sem settar hafa verið til að koma í veg fyrir spillingu, hvernig þeim sé beitt og hver hafi eftirlit með framkvæmd þeirra; hvernig skráningu fjárhagslegra hagsmuna sé háttað, hvort fjárhagslegir hagsmunir maka og fjölskyldumeðlima séu einnig tilteknir, hver hafi eftirlit með skráningunni, hvernig aðgengi að þessum upplýsingum sé háttað; spurt er um möguleg áhrif hagsmunaaðila og þrýstihópa á lagasetningu og ákvarðanir æðstu ráðamanna; hversu gegnsæ samskipti hagsmunaaðila, (eða svokallaðra lobbýista) og æðstu ráðamanna eru; hvort hömlur séu settar á þátttöku ráðherra í viðskiptalífi og einkarekstri sem gæti haft áhrif á ákvörðunartöku þeirra, hvort spornað sé við misnotkun á trúnaðarupplýsingum, hvernig friðhelgi æðstu ráðamenn ríkisins njóti. Um starfsemi löggæslunnar er til dæmis spurt hvort fyrir hendi sé sérstök stefna um varnir gegn spillingu innan löggæsluyfirvalda, hvernig hún sé framkvæmd og hvaða stofnun beri ábyrgð á framkvæmdinni; hvernig samskiptum við þriðju aðila sé háttað, svo sem heimildarmenn og vitni; hvort sérstakar rannsóknarnefndir séu fyrir hendi innan löggæslunnar sem hafi eftirlit með háttsemi sem talist gæti spillt og hvernig spornað sé gegn misnotkun trúnaðarupplýsinga. Spurt er um aðgengi fjölmiðla að upplýsingum, hvernig vernd uppljóstrara sé tryggð, hvort og hvernig kæruleiðir fyrir borgara séu tryggðar og fleira. Þá er óskað upplýsinga um mál og tölulegar upplýsingar rannsókna og dóma í spillingarmálum á sviði úttektarinnar. Sendinefndin var hér á landi alla síðustu viku og fundaði með fulltrúum ýmissa stofnana, frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla til að fá sem heillegasta mynd af stöðu spillingar meðal æðstu valdhafa ríkisins og löggæslunnar. Starfslið GRECO hefur gjarnan tekið sér nokkra mánuði til úrvinnslu og skýrslu um yfirstandandi úttekt er ekki að vænta fyrr en á vormánuðum næsta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent