Bráðahjúkrun – í þröngri stöðu Helga Rósa Másdóttir og Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Þegar einstaklingar leita á bráðamóttöku vegna bráðra veikinda eða slysa eru það bráðahjúkrunarfræðingar sem taka á móti þeim. Bráðahjúkrunarfræðingar nýta menntun sína, þekkingu og reynslu til þess að takast á við breytilegt ástand sjúklings. Þeir hafa sérstaka þjálfun og góða innsýn í sjúkdóms- og áverkaferli, orsakir, áhættuþætti, greiningu og meðferð. Mjög náin samvinna er við bráðalækna, aðra sérfræðinga og sérhæft starfsfólk. Virðing og traust milli samstarfsaðila endurspeglast í miklum metnaði að veita skjólstæðingum góða þjónustu. Starf bráðahjúkrunarfræðingsins er vissulega margþætt og byggist á þeim skjólstæðingum sem leita bráðaþjónustu. Helstu einkenni starfsins eru hraði, fjölbreytileiki og óvæntar uppákomur þar sem bráðahjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu og hæfni sem nýtt er, oft á skjótan hátt undir miklu álagi en á öruggan og yfirvegaðan hátt. Viðhorf til starfa þarf að vera jákvætt og öllum skjólstæðingum þarf að vera sinnt á einstaklingsmiðaðan hátt en leggja einnig áherslu á góða umönnun aðstandenda hins veika eða slasaða. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa víða. Í heilsugæslu, forvörnum og í kennslu, en aðalstarfsvettvangurinn er á slysa- og bráðamóttökum á sjúkrastofnunum landsins. Hjúkrunin felur m.a. í sér greiningu bráðveikra og slasaðra og forgangsröðun þeirra. Meðferð alvarlegra eða minniháttar slysa og beinbrota. Fjölbreytta hjúkrun bráðveikra til dæmis vegna hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, kviðverkja, bráðaofnæmis, sýkinga eða annarra veikinda. Bráðahjúkrunarfræðingar sinna veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Einnig eru bráðahjúkrunarfræðingar sérþjálfaðir í móttöku og umönnun fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa í viðbragðssveitum sem virkjaðar eru við stórslys og hafa þeir þá hæfni og þekkingu til að starfa með öðrum viðbragðsaðilum við almannavarnaástand. Símenntun og þróun í starfi eru grundvallaratriði í bráðahjúkrun; heilsufarsvandamál eru síbreytileg og framfarir í heilbrigðisvísindum stöðugar. Því er nauðsynlegt að bráðahjúkrunarfræðingurinn nýti ávallt nýjustu þekkingu í umönnun veikra og slasaðra og tryggi þannig gæði hjúkrunar. Á Landspítala hefur Fagráð í bráðahjúkrun verið starfrækt frá 2012 og er hlutverk þess að hafa yfirsýn og vera leiðandi í fræðilegri og faglegri þróun. Fagráðið fjallar um málefni sem tengjast hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra, greinir faglegar þarfir skjólstæðinga á sviði bráðahjúkrunar, ákveður áherslur og forgangsraðar rannsóknum, þróun og faglegum verkefnum.Öryggi sjúklinga ógnað Undanfarin ár hafa meðlimir fagráðsins endurtekið lýst yfir áhyggjum af stöðu bráðahjúkrunar á Landspítala. Nánast daglegt brauð er að fjöldi sjúklinga ílengist á bráðamóttöku eftir fyrstu greiningu og meðferð sjúkdóma. Sá fjöldi sjúklinga sem kemst ekki frá bráðamóttökunni á legudeildir spítalans jafnast iðulega á við stærstu legudeildir, eða allt upp undir 30 manns. Eðli málsins samkvæmt þarfnast þessi sjúklingahópur almennt annarrar sérhæfðrar hjúkrunar en tengdum bráðum vandamálum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa af þessum sökum verið undir miklu álagi við að sinna fjölda skjólstæðinga sem í raun þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar á öðrum sviðum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa að sjálfsögðu leitast við að efla hæfni sína varðandi sérhæfðar meðferðir og þarfir þessara skjólstæðinga. Hins vegar er það ljóst að ef best mætti vera fyrir skjólstæðingana ættu þeir að fá hjúkrun á viðeigandi sérsviði hjúkrunar og á sérhæfðum legudeildum. Á bráðamóttöku koma sífellt nýir og nýir bráðveikir einstaklingar sem þarfnast greiningar og fyrstu meðferðar, allt að 200 manns á sólarhring. Þjónusta bráðamóttöku er hönnuð fyrir slíka starfsemi en erilsamt umhverfið og hin sérhæfða bráðaþjónusta er ekki æskileg fyrir langdvöl mikið veikra sjúklinga í virkri meðferð. Hugmyndafræði bráðahjúkrunar leggur áherslu á að umönnun og meðferð slasaðra og bráðveikra einstaklinga sé veitt af fólki með sérþekkingu. Þannig sé sjúklingum tryggð besta mögulega bráðahjúkrun sem völ er á hverju sinni. Fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga og Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala lýsa yfir verulegum áhyggjum af velfarnaði bráðveikra og slasaðra sem leita á yfirfullar bráðamóttökur. Öryggi sjúklinga, sem ættu að vera í sérhæfðri meðferð á legudeildum en liggja langdvölum í óviðeigandi umhverfi á bráðamóttöku, er verulega ógnað. Fyrir hönd bráðahjúkrunarfræðinga kalla undirritaðar eftir skjótum viðbrögðum frá viðeigandi stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingar leita á bráðamóttöku vegna bráðra veikinda eða slysa eru það bráðahjúkrunarfræðingar sem taka á móti þeim. Bráðahjúkrunarfræðingar nýta menntun sína, þekkingu og reynslu til þess að takast á við breytilegt ástand sjúklings. Þeir hafa sérstaka þjálfun og góða innsýn í sjúkdóms- og áverkaferli, orsakir, áhættuþætti, greiningu og meðferð. Mjög náin samvinna er við bráðalækna, aðra sérfræðinga og sérhæft starfsfólk. Virðing og traust milli samstarfsaðila endurspeglast í miklum metnaði að veita skjólstæðingum góða þjónustu. Starf bráðahjúkrunarfræðingsins er vissulega margþætt og byggist á þeim skjólstæðingum sem leita bráðaþjónustu. Helstu einkenni starfsins eru hraði, fjölbreytileiki og óvæntar uppákomur þar sem bráðahjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu og hæfni sem nýtt er, oft á skjótan hátt undir miklu álagi en á öruggan og yfirvegaðan hátt. Viðhorf til starfa þarf að vera jákvætt og öllum skjólstæðingum þarf að vera sinnt á einstaklingsmiðaðan hátt en leggja einnig áherslu á góða umönnun aðstandenda hins veika eða slasaða. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa víða. Í heilsugæslu, forvörnum og í kennslu, en aðalstarfsvettvangurinn er á slysa- og bráðamóttökum á sjúkrastofnunum landsins. Hjúkrunin felur m.a. í sér greiningu bráðveikra og slasaðra og forgangsröðun þeirra. Meðferð alvarlegra eða minniháttar slysa og beinbrota. Fjölbreytta hjúkrun bráðveikra til dæmis vegna hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, kviðverkja, bráðaofnæmis, sýkinga eða annarra veikinda. Bráðahjúkrunarfræðingar sinna veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Einnig eru bráðahjúkrunarfræðingar sérþjálfaðir í móttöku og umönnun fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa í viðbragðssveitum sem virkjaðar eru við stórslys og hafa þeir þá hæfni og þekkingu til að starfa með öðrum viðbragðsaðilum við almannavarnaástand. Símenntun og þróun í starfi eru grundvallaratriði í bráðahjúkrun; heilsufarsvandamál eru síbreytileg og framfarir í heilbrigðisvísindum stöðugar. Því er nauðsynlegt að bráðahjúkrunarfræðingurinn nýti ávallt nýjustu þekkingu í umönnun veikra og slasaðra og tryggi þannig gæði hjúkrunar. Á Landspítala hefur Fagráð í bráðahjúkrun verið starfrækt frá 2012 og er hlutverk þess að hafa yfirsýn og vera leiðandi í fræðilegri og faglegri þróun. Fagráðið fjallar um málefni sem tengjast hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra, greinir faglegar þarfir skjólstæðinga á sviði bráðahjúkrunar, ákveður áherslur og forgangsraðar rannsóknum, þróun og faglegum verkefnum.Öryggi sjúklinga ógnað Undanfarin ár hafa meðlimir fagráðsins endurtekið lýst yfir áhyggjum af stöðu bráðahjúkrunar á Landspítala. Nánast daglegt brauð er að fjöldi sjúklinga ílengist á bráðamóttöku eftir fyrstu greiningu og meðferð sjúkdóma. Sá fjöldi sjúklinga sem kemst ekki frá bráðamóttökunni á legudeildir spítalans jafnast iðulega á við stærstu legudeildir, eða allt upp undir 30 manns. Eðli málsins samkvæmt þarfnast þessi sjúklingahópur almennt annarrar sérhæfðrar hjúkrunar en tengdum bráðum vandamálum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa af þessum sökum verið undir miklu álagi við að sinna fjölda skjólstæðinga sem í raun þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar á öðrum sviðum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa að sjálfsögðu leitast við að efla hæfni sína varðandi sérhæfðar meðferðir og þarfir þessara skjólstæðinga. Hins vegar er það ljóst að ef best mætti vera fyrir skjólstæðingana ættu þeir að fá hjúkrun á viðeigandi sérsviði hjúkrunar og á sérhæfðum legudeildum. Á bráðamóttöku koma sífellt nýir og nýir bráðveikir einstaklingar sem þarfnast greiningar og fyrstu meðferðar, allt að 200 manns á sólarhring. Þjónusta bráðamóttöku er hönnuð fyrir slíka starfsemi en erilsamt umhverfið og hin sérhæfða bráðaþjónusta er ekki æskileg fyrir langdvöl mikið veikra sjúklinga í virkri meðferð. Hugmyndafræði bráðahjúkrunar leggur áherslu á að umönnun og meðferð slasaðra og bráðveikra einstaklinga sé veitt af fólki með sérþekkingu. Þannig sé sjúklingum tryggð besta mögulega bráðahjúkrun sem völ er á hverju sinni. Fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga og Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala lýsa yfir verulegum áhyggjum af velfarnaði bráðveikra og slasaðra sem leita á yfirfullar bráðamóttökur. Öryggi sjúklinga, sem ættu að vera í sérhæfðri meðferð á legudeildum en liggja langdvölum í óviðeigandi umhverfi á bráðamóttöku, er verulega ógnað. Fyrir hönd bráðahjúkrunarfræðinga kalla undirritaðar eftir skjótum viðbrögðum frá viðeigandi stjórnvöldum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar