Árangursrík stjórnun breytinga Jóhanna Helga Viðarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Markaðslögmálin hafa breyst talsvert undanfarin ár. Neytendur hafa sífellt meiri völd með tilkomu samfélagsmiðla og auknu aðgengi að upplýsingum. Ef þjónusta fyrirtækis er ekki góð getur ímynd þess beðið alvarlegan hnekki á augabragði. Tækniþróun er ör og viðskiptamódelum hefur verið umbylt. Í þessu viðskiptaumhverfi eru stórar sem smáar breytingar óhjákvæmilegar. Krafa neytenda um ódýrar og vandaðar vörur og framúrskarandi þjónustu er hávær. Fyrirtæki þurfa að bregðast hratt við, aðlagast eða verða undir. Hraði breytinga er orðinn slíkur að erfitt getur reynst fyrir fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína nægjanlega hratt að þeim. Þetta býður illa undirbúnum breytingum og mistökum heim. Mistök sem geta verið dýrkeypt. Koma Costco á íslenskan smásölumarkað hefur til dæmis hrist rækilega upp í hlutunum – neytendum til góða! Og samkeppnisaðilar bregðast við. Næstu misseri verða mögulega stórir samrunar á íslenskum smásölumarkaði, að því gefnu að þeir hljóti samþykki eftirlitsstofnana. Sem reyndur verkefnisstjóri finnst mér þessar vendingar áhugaverðar út frá fræðum breytingarstjórnunar. Það má nefnilega ekki gleyma að samruni tveggja skipulagsheilda er stór, krefjandi og vandmeðfarin breyting. Til að samruni verði árangursríkur þarf að skoða hvað felst í breytingunni og skilgreina samrunaáætlun sem tekur tillit til ólíkra einkenna vinnustaðamenningar skipulagsheildanna tveggja og þeirra krafta sem eru ríkjandi innan þeirra. Vinnustaðamenningu er ekki breytt í einu vetfangi heldur með því að skapa sameiginlega reynslu og móta ný gildi, hefðir, venjur og ferli innan sameinaðs félags. Allt eru þetta mannlegir og tilfinningalegir þættir sem má móta með aðferðum og aðgerðum út frá fræðum breytingarstjórnunar. Tryggja þarf að ekki komi til ósamræmis í menningu (e. culture clash) en það er ein helsta ástæða þess að samrunar takast illa. Þegar tvær fyrirtækjamenningar stangast á og koma illa saman getur það orsakað vont félagslegt andrúmsloft, slakari afkomu og minni starfsánægju. Rannsóknir sýna að slíkt ástand getur verið dýrkeypt fyrir sameinað félag eða sem nemur allt að 20-30% af hagnaði skipulagsheildarinnar sem var tekin yfir. Þegar koma á meiriháttar breytingum til leiðar innan skipulagsheilda, hvort sem það er samruni eða önnur tegund breytingar, er því mikilvægt að kortleggja núverandi vinnustaðamenningu og huga að breytingum á henni ekki síður en að undirbúa vel verkáætlanir helstu ferla og kerfa.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Markaðslögmálin hafa breyst talsvert undanfarin ár. Neytendur hafa sífellt meiri völd með tilkomu samfélagsmiðla og auknu aðgengi að upplýsingum. Ef þjónusta fyrirtækis er ekki góð getur ímynd þess beðið alvarlegan hnekki á augabragði. Tækniþróun er ör og viðskiptamódelum hefur verið umbylt. Í þessu viðskiptaumhverfi eru stórar sem smáar breytingar óhjákvæmilegar. Krafa neytenda um ódýrar og vandaðar vörur og framúrskarandi þjónustu er hávær. Fyrirtæki þurfa að bregðast hratt við, aðlagast eða verða undir. Hraði breytinga er orðinn slíkur að erfitt getur reynst fyrir fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína nægjanlega hratt að þeim. Þetta býður illa undirbúnum breytingum og mistökum heim. Mistök sem geta verið dýrkeypt. Koma Costco á íslenskan smásölumarkað hefur til dæmis hrist rækilega upp í hlutunum – neytendum til góða! Og samkeppnisaðilar bregðast við. Næstu misseri verða mögulega stórir samrunar á íslenskum smásölumarkaði, að því gefnu að þeir hljóti samþykki eftirlitsstofnana. Sem reyndur verkefnisstjóri finnst mér þessar vendingar áhugaverðar út frá fræðum breytingarstjórnunar. Það má nefnilega ekki gleyma að samruni tveggja skipulagsheilda er stór, krefjandi og vandmeðfarin breyting. Til að samruni verði árangursríkur þarf að skoða hvað felst í breytingunni og skilgreina samrunaáætlun sem tekur tillit til ólíkra einkenna vinnustaðamenningar skipulagsheildanna tveggja og þeirra krafta sem eru ríkjandi innan þeirra. Vinnustaðamenningu er ekki breytt í einu vetfangi heldur með því að skapa sameiginlega reynslu og móta ný gildi, hefðir, venjur og ferli innan sameinaðs félags. Allt eru þetta mannlegir og tilfinningalegir þættir sem má móta með aðferðum og aðgerðum út frá fræðum breytingarstjórnunar. Tryggja þarf að ekki komi til ósamræmis í menningu (e. culture clash) en það er ein helsta ástæða þess að samrunar takast illa. Þegar tvær fyrirtækjamenningar stangast á og koma illa saman getur það orsakað vont félagslegt andrúmsloft, slakari afkomu og minni starfsánægju. Rannsóknir sýna að slíkt ástand getur verið dýrkeypt fyrir sameinað félag eða sem nemur allt að 20-30% af hagnaði skipulagsheildarinnar sem var tekin yfir. Þegar koma á meiriháttar breytingum til leiðar innan skipulagsheilda, hvort sem það er samruni eða önnur tegund breytingar, er því mikilvægt að kortleggja núverandi vinnustaðamenningu og huga að breytingum á henni ekki síður en að undirbúa vel verkáætlanir helstu ferla og kerfa.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun