Hinn upplýsti kjósandi Hermann Stefánsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Til þess að lýðræði virki eins og lýðræði á að virka þarf kjósandinn að vera vel upplýstur. Hinn upplýsti kjósandi kynnir sér ólík sjónarmið, vegur þau og metur og mátar við heimsmynd sína, tekur ákvörðun og kýs. Hann þarf ekki að vera skólagenginn en hann þarf að vera upplýstur. Fær hinn upplýsti kjósandi upplýsingar? Já, hann fær meira en nóg af þeim, en það safnast líka upp gríðarlegar upplýsingar um kjósandann sjálfan. Þessar upplýsingar lætur kjósandinn alþjóðlegum stórfyrirtækjum í té af fúsum og frjálsum vilja og iðulega óafvitandi með nethegðun sinni. Gagnabankar fyllast af lækum og deilingum og upplýsingum um netinnkaup neytandans sem svo skila sér í auglýsingum á netinu, eins og hver maður veit sem hefur séð endurkast eigin leitar í netauglýsingunum. Undir stjórn manna á borð við Paul Manafort keypti kosningabaráttuteymi Donald Trump Bandaríkjaforseta dýrum dómum gríðarlegt magn af upplýsingum um kjósendur. Þessar upplýsingar gerðu kleift að miða auglýsingar af óhugnanlegri nákvæmni við jafnvel einstök hverfi eða einstakar götur og það sem brann á íbúum þeirra: uppákomuna í tyrknesku búðinni, slagsmálin á horninu o.s.frv. Rússneskur gerviaðgangur eða vél getur diktað upp eða dreift áróðri sem hefur áhrif á nákvæmlega þennan íbúa við þessa götu í þessu hverfi í þessum bæ.Kjósandinn er gegnumlýstur En er þetta ekki í lagi? Er ekki fyrir öllu að hinn upplýsti kjósandi sjái áfram allar hliðar mála og hafi nægan metnað til að lokast ekki inni í sápukúlu áróðurs? Það þarf meira en metnað til. Hvað sem líður hugmyndum manneskjunnar um sjálfstæði sitt og frelsi er sérhver hreyfing fingurs á lyklaborði skráð niður af vélum og manneskjan er ekki frjáls nema hún kaupi ekkert á netinu, hafi enga einustu viðveru þar og læki ekkert. Vélarnar lesa mann og sýna svo það sem þær álíta að falli að heimsmyndinni. Hvort sem maður álítur sig fyrirsjáanlegan og útreiknanlegan lykst búbblan um hópa uns samlækendur og klappstýrukórar blasa við í allri sinni dýrð hvert sem litið er. Möguleikarnir eru ótæmandi. Það er jafnvel hægt að beina skilaboðunum að pólitískum andstæðingum sínum í öðrum bergmálsherbergjum. Til hvers? Til að pirra þá. Það fýkur í vinstrimanninn, skiljanlega, við nafnlausan óhróður af YouTube, hann skrifar í óðagoti eitthvað um skít og helvíti og snarsnýr með því tuttugu frænkum og sautján frændum sem einmitt voru tvístígandi og blöskrar að skyldfólkið skuli gerast svo orðljótt vegna einhverrar nafnlausrar vitleysu utan úr heimi. Eða eru hnitin í íslenskum stjórnmálaauglýsingum kannski ekki svo nákvæm? Kannski ekki, en ýmislegt sem hljómar eins og ofsóknarbrjálæði er ýmist þegar staðreynd eða möguleiki. Gagnasöfn heimsins eru orðin svo skuggalega fullkomin kortlagning af pólitískri hegðun, neysluhegðun og hvers kyns hegðun að það er hægt að gera hvað sem er með þeim. Hinum upplýsta kjósanda sem lýðræðið þarfnast hefur verið snúið á hvolf. Hinn upplýsti kjósandi er gegnumlýstur áður en hann er upplýstur. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Til þess að lýðræði virki eins og lýðræði á að virka þarf kjósandinn að vera vel upplýstur. Hinn upplýsti kjósandi kynnir sér ólík sjónarmið, vegur þau og metur og mátar við heimsmynd sína, tekur ákvörðun og kýs. Hann þarf ekki að vera skólagenginn en hann þarf að vera upplýstur. Fær hinn upplýsti kjósandi upplýsingar? Já, hann fær meira en nóg af þeim, en það safnast líka upp gríðarlegar upplýsingar um kjósandann sjálfan. Þessar upplýsingar lætur kjósandinn alþjóðlegum stórfyrirtækjum í té af fúsum og frjálsum vilja og iðulega óafvitandi með nethegðun sinni. Gagnabankar fyllast af lækum og deilingum og upplýsingum um netinnkaup neytandans sem svo skila sér í auglýsingum á netinu, eins og hver maður veit sem hefur séð endurkast eigin leitar í netauglýsingunum. Undir stjórn manna á borð við Paul Manafort keypti kosningabaráttuteymi Donald Trump Bandaríkjaforseta dýrum dómum gríðarlegt magn af upplýsingum um kjósendur. Þessar upplýsingar gerðu kleift að miða auglýsingar af óhugnanlegri nákvæmni við jafnvel einstök hverfi eða einstakar götur og það sem brann á íbúum þeirra: uppákomuna í tyrknesku búðinni, slagsmálin á horninu o.s.frv. Rússneskur gerviaðgangur eða vél getur diktað upp eða dreift áróðri sem hefur áhrif á nákvæmlega þennan íbúa við þessa götu í þessu hverfi í þessum bæ.Kjósandinn er gegnumlýstur En er þetta ekki í lagi? Er ekki fyrir öllu að hinn upplýsti kjósandi sjái áfram allar hliðar mála og hafi nægan metnað til að lokast ekki inni í sápukúlu áróðurs? Það þarf meira en metnað til. Hvað sem líður hugmyndum manneskjunnar um sjálfstæði sitt og frelsi er sérhver hreyfing fingurs á lyklaborði skráð niður af vélum og manneskjan er ekki frjáls nema hún kaupi ekkert á netinu, hafi enga einustu viðveru þar og læki ekkert. Vélarnar lesa mann og sýna svo það sem þær álíta að falli að heimsmyndinni. Hvort sem maður álítur sig fyrirsjáanlegan og útreiknanlegan lykst búbblan um hópa uns samlækendur og klappstýrukórar blasa við í allri sinni dýrð hvert sem litið er. Möguleikarnir eru ótæmandi. Það er jafnvel hægt að beina skilaboðunum að pólitískum andstæðingum sínum í öðrum bergmálsherbergjum. Til hvers? Til að pirra þá. Það fýkur í vinstrimanninn, skiljanlega, við nafnlausan óhróður af YouTube, hann skrifar í óðagoti eitthvað um skít og helvíti og snarsnýr með því tuttugu frænkum og sautján frændum sem einmitt voru tvístígandi og blöskrar að skyldfólkið skuli gerast svo orðljótt vegna einhverrar nafnlausrar vitleysu utan úr heimi. Eða eru hnitin í íslenskum stjórnmálaauglýsingum kannski ekki svo nákvæm? Kannski ekki, en ýmislegt sem hljómar eins og ofsóknarbrjálæði er ýmist þegar staðreynd eða möguleiki. Gagnasöfn heimsins eru orðin svo skuggalega fullkomin kortlagning af pólitískri hegðun, neysluhegðun og hvers kyns hegðun að það er hægt að gera hvað sem er með þeim. Hinum upplýsta kjósanda sem lýðræðið þarfnast hefur verið snúið á hvolf. Hinn upplýsti kjósandi er gegnumlýstur áður en hann er upplýstur. Höfundur er rithöfundur.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun