Hinn upplýsti kjósandi Hermann Stefánsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Til þess að lýðræði virki eins og lýðræði á að virka þarf kjósandinn að vera vel upplýstur. Hinn upplýsti kjósandi kynnir sér ólík sjónarmið, vegur þau og metur og mátar við heimsmynd sína, tekur ákvörðun og kýs. Hann þarf ekki að vera skólagenginn en hann þarf að vera upplýstur. Fær hinn upplýsti kjósandi upplýsingar? Já, hann fær meira en nóg af þeim, en það safnast líka upp gríðarlegar upplýsingar um kjósandann sjálfan. Þessar upplýsingar lætur kjósandinn alþjóðlegum stórfyrirtækjum í té af fúsum og frjálsum vilja og iðulega óafvitandi með nethegðun sinni. Gagnabankar fyllast af lækum og deilingum og upplýsingum um netinnkaup neytandans sem svo skila sér í auglýsingum á netinu, eins og hver maður veit sem hefur séð endurkast eigin leitar í netauglýsingunum. Undir stjórn manna á borð við Paul Manafort keypti kosningabaráttuteymi Donald Trump Bandaríkjaforseta dýrum dómum gríðarlegt magn af upplýsingum um kjósendur. Þessar upplýsingar gerðu kleift að miða auglýsingar af óhugnanlegri nákvæmni við jafnvel einstök hverfi eða einstakar götur og það sem brann á íbúum þeirra: uppákomuna í tyrknesku búðinni, slagsmálin á horninu o.s.frv. Rússneskur gerviaðgangur eða vél getur diktað upp eða dreift áróðri sem hefur áhrif á nákvæmlega þennan íbúa við þessa götu í þessu hverfi í þessum bæ.Kjósandinn er gegnumlýstur En er þetta ekki í lagi? Er ekki fyrir öllu að hinn upplýsti kjósandi sjái áfram allar hliðar mála og hafi nægan metnað til að lokast ekki inni í sápukúlu áróðurs? Það þarf meira en metnað til. Hvað sem líður hugmyndum manneskjunnar um sjálfstæði sitt og frelsi er sérhver hreyfing fingurs á lyklaborði skráð niður af vélum og manneskjan er ekki frjáls nema hún kaupi ekkert á netinu, hafi enga einustu viðveru þar og læki ekkert. Vélarnar lesa mann og sýna svo það sem þær álíta að falli að heimsmyndinni. Hvort sem maður álítur sig fyrirsjáanlegan og útreiknanlegan lykst búbblan um hópa uns samlækendur og klappstýrukórar blasa við í allri sinni dýrð hvert sem litið er. Möguleikarnir eru ótæmandi. Það er jafnvel hægt að beina skilaboðunum að pólitískum andstæðingum sínum í öðrum bergmálsherbergjum. Til hvers? Til að pirra þá. Það fýkur í vinstrimanninn, skiljanlega, við nafnlausan óhróður af YouTube, hann skrifar í óðagoti eitthvað um skít og helvíti og snarsnýr með því tuttugu frænkum og sautján frændum sem einmitt voru tvístígandi og blöskrar að skyldfólkið skuli gerast svo orðljótt vegna einhverrar nafnlausrar vitleysu utan úr heimi. Eða eru hnitin í íslenskum stjórnmálaauglýsingum kannski ekki svo nákvæm? Kannski ekki, en ýmislegt sem hljómar eins og ofsóknarbrjálæði er ýmist þegar staðreynd eða möguleiki. Gagnasöfn heimsins eru orðin svo skuggalega fullkomin kortlagning af pólitískri hegðun, neysluhegðun og hvers kyns hegðun að það er hægt að gera hvað sem er með þeim. Hinum upplýsta kjósanda sem lýðræðið þarfnast hefur verið snúið á hvolf. Hinn upplýsti kjósandi er gegnumlýstur áður en hann er upplýstur. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til þess að lýðræði virki eins og lýðræði á að virka þarf kjósandinn að vera vel upplýstur. Hinn upplýsti kjósandi kynnir sér ólík sjónarmið, vegur þau og metur og mátar við heimsmynd sína, tekur ákvörðun og kýs. Hann þarf ekki að vera skólagenginn en hann þarf að vera upplýstur. Fær hinn upplýsti kjósandi upplýsingar? Já, hann fær meira en nóg af þeim, en það safnast líka upp gríðarlegar upplýsingar um kjósandann sjálfan. Þessar upplýsingar lætur kjósandinn alþjóðlegum stórfyrirtækjum í té af fúsum og frjálsum vilja og iðulega óafvitandi með nethegðun sinni. Gagnabankar fyllast af lækum og deilingum og upplýsingum um netinnkaup neytandans sem svo skila sér í auglýsingum á netinu, eins og hver maður veit sem hefur séð endurkast eigin leitar í netauglýsingunum. Undir stjórn manna á borð við Paul Manafort keypti kosningabaráttuteymi Donald Trump Bandaríkjaforseta dýrum dómum gríðarlegt magn af upplýsingum um kjósendur. Þessar upplýsingar gerðu kleift að miða auglýsingar af óhugnanlegri nákvæmni við jafnvel einstök hverfi eða einstakar götur og það sem brann á íbúum þeirra: uppákomuna í tyrknesku búðinni, slagsmálin á horninu o.s.frv. Rússneskur gerviaðgangur eða vél getur diktað upp eða dreift áróðri sem hefur áhrif á nákvæmlega þennan íbúa við þessa götu í þessu hverfi í þessum bæ.Kjósandinn er gegnumlýstur En er þetta ekki í lagi? Er ekki fyrir öllu að hinn upplýsti kjósandi sjái áfram allar hliðar mála og hafi nægan metnað til að lokast ekki inni í sápukúlu áróðurs? Það þarf meira en metnað til. Hvað sem líður hugmyndum manneskjunnar um sjálfstæði sitt og frelsi er sérhver hreyfing fingurs á lyklaborði skráð niður af vélum og manneskjan er ekki frjáls nema hún kaupi ekkert á netinu, hafi enga einustu viðveru þar og læki ekkert. Vélarnar lesa mann og sýna svo það sem þær álíta að falli að heimsmyndinni. Hvort sem maður álítur sig fyrirsjáanlegan og útreiknanlegan lykst búbblan um hópa uns samlækendur og klappstýrukórar blasa við í allri sinni dýrð hvert sem litið er. Möguleikarnir eru ótæmandi. Það er jafnvel hægt að beina skilaboðunum að pólitískum andstæðingum sínum í öðrum bergmálsherbergjum. Til hvers? Til að pirra þá. Það fýkur í vinstrimanninn, skiljanlega, við nafnlausan óhróður af YouTube, hann skrifar í óðagoti eitthvað um skít og helvíti og snarsnýr með því tuttugu frænkum og sautján frændum sem einmitt voru tvístígandi og blöskrar að skyldfólkið skuli gerast svo orðljótt vegna einhverrar nafnlausrar vitleysu utan úr heimi. Eða eru hnitin í íslenskum stjórnmálaauglýsingum kannski ekki svo nákvæm? Kannski ekki, en ýmislegt sem hljómar eins og ofsóknarbrjálæði er ýmist þegar staðreynd eða möguleiki. Gagnasöfn heimsins eru orðin svo skuggalega fullkomin kortlagning af pólitískri hegðun, neysluhegðun og hvers kyns hegðun að það er hægt að gera hvað sem er með þeim. Hinum upplýsta kjósanda sem lýðræðið þarfnast hefur verið snúið á hvolf. Hinn upplýsti kjósandi er gegnumlýstur áður en hann er upplýstur. Höfundur er rithöfundur.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun