Hinn upplýsti kjósandi Hermann Stefánsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Til þess að lýðræði virki eins og lýðræði á að virka þarf kjósandinn að vera vel upplýstur. Hinn upplýsti kjósandi kynnir sér ólík sjónarmið, vegur þau og metur og mátar við heimsmynd sína, tekur ákvörðun og kýs. Hann þarf ekki að vera skólagenginn en hann þarf að vera upplýstur. Fær hinn upplýsti kjósandi upplýsingar? Já, hann fær meira en nóg af þeim, en það safnast líka upp gríðarlegar upplýsingar um kjósandann sjálfan. Þessar upplýsingar lætur kjósandinn alþjóðlegum stórfyrirtækjum í té af fúsum og frjálsum vilja og iðulega óafvitandi með nethegðun sinni. Gagnabankar fyllast af lækum og deilingum og upplýsingum um netinnkaup neytandans sem svo skila sér í auglýsingum á netinu, eins og hver maður veit sem hefur séð endurkast eigin leitar í netauglýsingunum. Undir stjórn manna á borð við Paul Manafort keypti kosningabaráttuteymi Donald Trump Bandaríkjaforseta dýrum dómum gríðarlegt magn af upplýsingum um kjósendur. Þessar upplýsingar gerðu kleift að miða auglýsingar af óhugnanlegri nákvæmni við jafnvel einstök hverfi eða einstakar götur og það sem brann á íbúum þeirra: uppákomuna í tyrknesku búðinni, slagsmálin á horninu o.s.frv. Rússneskur gerviaðgangur eða vél getur diktað upp eða dreift áróðri sem hefur áhrif á nákvæmlega þennan íbúa við þessa götu í þessu hverfi í þessum bæ.Kjósandinn er gegnumlýstur En er þetta ekki í lagi? Er ekki fyrir öllu að hinn upplýsti kjósandi sjái áfram allar hliðar mála og hafi nægan metnað til að lokast ekki inni í sápukúlu áróðurs? Það þarf meira en metnað til. Hvað sem líður hugmyndum manneskjunnar um sjálfstæði sitt og frelsi er sérhver hreyfing fingurs á lyklaborði skráð niður af vélum og manneskjan er ekki frjáls nema hún kaupi ekkert á netinu, hafi enga einustu viðveru þar og læki ekkert. Vélarnar lesa mann og sýna svo það sem þær álíta að falli að heimsmyndinni. Hvort sem maður álítur sig fyrirsjáanlegan og útreiknanlegan lykst búbblan um hópa uns samlækendur og klappstýrukórar blasa við í allri sinni dýrð hvert sem litið er. Möguleikarnir eru ótæmandi. Það er jafnvel hægt að beina skilaboðunum að pólitískum andstæðingum sínum í öðrum bergmálsherbergjum. Til hvers? Til að pirra þá. Það fýkur í vinstrimanninn, skiljanlega, við nafnlausan óhróður af YouTube, hann skrifar í óðagoti eitthvað um skít og helvíti og snarsnýr með því tuttugu frænkum og sautján frændum sem einmitt voru tvístígandi og blöskrar að skyldfólkið skuli gerast svo orðljótt vegna einhverrar nafnlausrar vitleysu utan úr heimi. Eða eru hnitin í íslenskum stjórnmálaauglýsingum kannski ekki svo nákvæm? Kannski ekki, en ýmislegt sem hljómar eins og ofsóknarbrjálæði er ýmist þegar staðreynd eða möguleiki. Gagnasöfn heimsins eru orðin svo skuggalega fullkomin kortlagning af pólitískri hegðun, neysluhegðun og hvers kyns hegðun að það er hægt að gera hvað sem er með þeim. Hinum upplýsta kjósanda sem lýðræðið þarfnast hefur verið snúið á hvolf. Hinn upplýsti kjósandi er gegnumlýstur áður en hann er upplýstur. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Til þess að lýðræði virki eins og lýðræði á að virka þarf kjósandinn að vera vel upplýstur. Hinn upplýsti kjósandi kynnir sér ólík sjónarmið, vegur þau og metur og mátar við heimsmynd sína, tekur ákvörðun og kýs. Hann þarf ekki að vera skólagenginn en hann þarf að vera upplýstur. Fær hinn upplýsti kjósandi upplýsingar? Já, hann fær meira en nóg af þeim, en það safnast líka upp gríðarlegar upplýsingar um kjósandann sjálfan. Þessar upplýsingar lætur kjósandinn alþjóðlegum stórfyrirtækjum í té af fúsum og frjálsum vilja og iðulega óafvitandi með nethegðun sinni. Gagnabankar fyllast af lækum og deilingum og upplýsingum um netinnkaup neytandans sem svo skila sér í auglýsingum á netinu, eins og hver maður veit sem hefur séð endurkast eigin leitar í netauglýsingunum. Undir stjórn manna á borð við Paul Manafort keypti kosningabaráttuteymi Donald Trump Bandaríkjaforseta dýrum dómum gríðarlegt magn af upplýsingum um kjósendur. Þessar upplýsingar gerðu kleift að miða auglýsingar af óhugnanlegri nákvæmni við jafnvel einstök hverfi eða einstakar götur og það sem brann á íbúum þeirra: uppákomuna í tyrknesku búðinni, slagsmálin á horninu o.s.frv. Rússneskur gerviaðgangur eða vél getur diktað upp eða dreift áróðri sem hefur áhrif á nákvæmlega þennan íbúa við þessa götu í þessu hverfi í þessum bæ.Kjósandinn er gegnumlýstur En er þetta ekki í lagi? Er ekki fyrir öllu að hinn upplýsti kjósandi sjái áfram allar hliðar mála og hafi nægan metnað til að lokast ekki inni í sápukúlu áróðurs? Það þarf meira en metnað til. Hvað sem líður hugmyndum manneskjunnar um sjálfstæði sitt og frelsi er sérhver hreyfing fingurs á lyklaborði skráð niður af vélum og manneskjan er ekki frjáls nema hún kaupi ekkert á netinu, hafi enga einustu viðveru þar og læki ekkert. Vélarnar lesa mann og sýna svo það sem þær álíta að falli að heimsmyndinni. Hvort sem maður álítur sig fyrirsjáanlegan og útreiknanlegan lykst búbblan um hópa uns samlækendur og klappstýrukórar blasa við í allri sinni dýrð hvert sem litið er. Möguleikarnir eru ótæmandi. Það er jafnvel hægt að beina skilaboðunum að pólitískum andstæðingum sínum í öðrum bergmálsherbergjum. Til hvers? Til að pirra þá. Það fýkur í vinstrimanninn, skiljanlega, við nafnlausan óhróður af YouTube, hann skrifar í óðagoti eitthvað um skít og helvíti og snarsnýr með því tuttugu frænkum og sautján frændum sem einmitt voru tvístígandi og blöskrar að skyldfólkið skuli gerast svo orðljótt vegna einhverrar nafnlausrar vitleysu utan úr heimi. Eða eru hnitin í íslenskum stjórnmálaauglýsingum kannski ekki svo nákvæm? Kannski ekki, en ýmislegt sem hljómar eins og ofsóknarbrjálæði er ýmist þegar staðreynd eða möguleiki. Gagnasöfn heimsins eru orðin svo skuggalega fullkomin kortlagning af pólitískri hegðun, neysluhegðun og hvers kyns hegðun að það er hægt að gera hvað sem er með þeim. Hinum upplýsta kjósanda sem lýðræðið þarfnast hefur verið snúið á hvolf. Hinn upplýsti kjósandi er gegnumlýstur áður en hann er upplýstur. Höfundur er rithöfundur.