Af hverju er Eyfirðingum gróflega mismunað? Sigmundur Einar Ófeigsson skrifar 25. október 2017 07:00 Nútímasamfélag án rafmagns er óhugsandi. Við tökum rafmagni sem sjálfsögðum hlut á hverju degi enda er það samofið flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Allir gera ráð fyrir því að rafmagn sé ávallt aðgengilegt úr innstungum heimila og afhending þess örugg fyrir rekstur fyrirtækja í landinu. En svo er alls ekki. Raforkunni er nefnilega misskipt eftir landshlutum. Sumir landsmenn búa við skert aðgengi að rafmagni. Ótrúlegt, en satt. Ástæðan er ekki sú að það vanti raforku.Öryggisleysi íbúa og atvinnulífs Akureyri og Eyjafjörður allur býr við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Útsláttur er algengur og þurfa íbúar og fyrirtæki reglulega að sætta sig við skerta raforku og sveiflur í raforkuflutningi. Rafmagnstæki skemmast með tilheyrandi kostnaði og fyrirtæki þurfa að draga úr starfsemi eða koma sér upp varaafli með dísilvélum eða olíukötlum. Kostnaðurinn er fjórfaldur á við rafmagnið og mengun miklu meiri. Fyrirtæki verða fyrir beinu tjóni vegna stöðvunar framleiðslu og tjóns á búnaði. Atvinnuuppbygging á sér enga framtíð við þessi skilyrði. Málið er grafalvarlegt og þolir enga bið. Öryggi íbúa og atvinnulífs á Akureyri og í Eyjafirði er ógnað. Ef ekkert verður að gert þá leggst byggðin af og Eyfirðingar flýja til Reykjavíkur.Ábyrgðarlaus pólitík flöskuháls Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komin að þanmörkum. Það getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Miklar takmarkanir í flutningskerfinu torvelda einnig samkeppni á raforkumarkaði sem leiðir af sér hærra raforkuverð og óbreytt kerfi verður hindrun hvað varðar þróun byggðar. Samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi er uppsöfnuð viðhaldsþörf í raforkuflutningskerfinu um 70 milljarðar króna. Framkvæmdatími endurnýjunar og styrkingar byggðalínunnar er langur og þess vegna þarf að hefjast handa strax. Það má engan tíma missa.Pólitíkin getur ekki tekið ákvarðanir Öflugir innviðir eins og raforka eru lífæðar samfélagsins. Ef ekki verður farið strax í uppbyggingu byggðalínunnar mun það á næstu árum leiða af sér margvíslega erfiðleika og hafa áhrif á byggðaþróun í landinu. Fyrir notendur raforku á Akureyri og í Eyjafirði skiptir miklu máli að áreiðanleiki raforkuafhendingar sé í lagi. Ef notendur fá ekki raforku þýðir það í flestum tilvikum mikil óþægindi eða fjárhagslegt tap. Eyfirðingar gera þá sjálfsögðu kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn hvað raforkuöryggi varðar. Uppbygging og endurnýjun byggðalínukerfisins varðar auðvitað hag allra landsmanna, um það geta allir verið sammála. Til að geta hafist handa þurfum við að vera sammála um hvernig það er gert. Sú ákvörðun þolir enga bið lengur. Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nútímasamfélag án rafmagns er óhugsandi. Við tökum rafmagni sem sjálfsögðum hlut á hverju degi enda er það samofið flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Allir gera ráð fyrir því að rafmagn sé ávallt aðgengilegt úr innstungum heimila og afhending þess örugg fyrir rekstur fyrirtækja í landinu. En svo er alls ekki. Raforkunni er nefnilega misskipt eftir landshlutum. Sumir landsmenn búa við skert aðgengi að rafmagni. Ótrúlegt, en satt. Ástæðan er ekki sú að það vanti raforku.Öryggisleysi íbúa og atvinnulífs Akureyri og Eyjafjörður allur býr við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Útsláttur er algengur og þurfa íbúar og fyrirtæki reglulega að sætta sig við skerta raforku og sveiflur í raforkuflutningi. Rafmagnstæki skemmast með tilheyrandi kostnaði og fyrirtæki þurfa að draga úr starfsemi eða koma sér upp varaafli með dísilvélum eða olíukötlum. Kostnaðurinn er fjórfaldur á við rafmagnið og mengun miklu meiri. Fyrirtæki verða fyrir beinu tjóni vegna stöðvunar framleiðslu og tjóns á búnaði. Atvinnuuppbygging á sér enga framtíð við þessi skilyrði. Málið er grafalvarlegt og þolir enga bið. Öryggi íbúa og atvinnulífs á Akureyri og í Eyjafirði er ógnað. Ef ekkert verður að gert þá leggst byggðin af og Eyfirðingar flýja til Reykjavíkur.Ábyrgðarlaus pólitík flöskuháls Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komin að þanmörkum. Það getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Miklar takmarkanir í flutningskerfinu torvelda einnig samkeppni á raforkumarkaði sem leiðir af sér hærra raforkuverð og óbreytt kerfi verður hindrun hvað varðar þróun byggðar. Samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi er uppsöfnuð viðhaldsþörf í raforkuflutningskerfinu um 70 milljarðar króna. Framkvæmdatími endurnýjunar og styrkingar byggðalínunnar er langur og þess vegna þarf að hefjast handa strax. Það má engan tíma missa.Pólitíkin getur ekki tekið ákvarðanir Öflugir innviðir eins og raforka eru lífæðar samfélagsins. Ef ekki verður farið strax í uppbyggingu byggðalínunnar mun það á næstu árum leiða af sér margvíslega erfiðleika og hafa áhrif á byggðaþróun í landinu. Fyrir notendur raforku á Akureyri og í Eyjafirði skiptir miklu máli að áreiðanleiki raforkuafhendingar sé í lagi. Ef notendur fá ekki raforku þýðir það í flestum tilvikum mikil óþægindi eða fjárhagslegt tap. Eyfirðingar gera þá sjálfsögðu kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn hvað raforkuöryggi varðar. Uppbygging og endurnýjun byggðalínukerfisins varðar auðvitað hag allra landsmanna, um það geta allir verið sammála. Til að geta hafist handa þurfum við að vera sammála um hvernig það er gert. Sú ákvörðun þolir enga bið lengur. Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun