Vilja fá kynjavakt á þing Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2017 20:00 Kynjavaktin mun greina áhrif kvenna og karla á þingi. Vísir/Ernir Sjö þingmenn vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að kynjavakt verið komið á fót á Alþingi. Kynjavaktinni er ætlað að greina raunveruleg áhrif karla og kvenna á þingi og gera úttekt á jafnréttisreglum og lögum sem eru í gildi. Hlutverk kynjavaktar Alþingis væri meðal annars að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á ákvarðanatöku innan þingsins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir þannig hægt að sýna fram á raunverulega stöðu kynjanna. „Þetta snýst ekki um að telja hausa, um hve margar konur vinni þarna og hve margir karlar, heldur um að meta áhrif hvors kyns fyrir sig," segir Kolbeinn en það yrði gert með ákveðnum vísum sem mæla áhrif kvenna og karla í tilteknu samfélagi, yfir ákveðið tímabil. „Alþjóðaþingmannasambandið gefur út þessa vísa, sem kallast kynnæmir vísar í íslenskri þýðingu, og hafa verið notaðir víða um heim á þjóðþingum og talið gott tæki til að meta þessa stöðu." Einnig yrði skoðað hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt. „Og koma upp eftirfylgni með þeim. Það hefur stundum skort á að þessum, oft á tíðum fínu tillögum sem eru samþykktar, sé fylgt nægilega vel eftir," segir Kolbeinn og tekur til dæmis að ekki hafi verið gerð heildstæð aðgerðaáætlun varðandi kynbundið ofbeldi síðan 2011. Kolbeinn segir kynjavakt mikilvæga þrátt fyrir að konur séu nær helmingur þingmanna. „Já, það er alltaf þörf fyrir þetta og það hversu stórt hlutfall þingmanna eru konur - það getur alltaf breyst í næstu kosningum. Ef kynjavakt verður komið á fót þá yrði fylgst með á hverju ári hvernig staðan er og eins og ég segi þetta snýst ekki bara um að telja hausa, heldur líka meta raunveruleg áhrif." Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Sjö þingmenn vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að kynjavakt verið komið á fót á Alþingi. Kynjavaktinni er ætlað að greina raunveruleg áhrif karla og kvenna á þingi og gera úttekt á jafnréttisreglum og lögum sem eru í gildi. Hlutverk kynjavaktar Alþingis væri meðal annars að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á ákvarðanatöku innan þingsins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir þannig hægt að sýna fram á raunverulega stöðu kynjanna. „Þetta snýst ekki um að telja hausa, um hve margar konur vinni þarna og hve margir karlar, heldur um að meta áhrif hvors kyns fyrir sig," segir Kolbeinn en það yrði gert með ákveðnum vísum sem mæla áhrif kvenna og karla í tilteknu samfélagi, yfir ákveðið tímabil. „Alþjóðaþingmannasambandið gefur út þessa vísa, sem kallast kynnæmir vísar í íslenskri þýðingu, og hafa verið notaðir víða um heim á þjóðþingum og talið gott tæki til að meta þessa stöðu." Einnig yrði skoðað hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt. „Og koma upp eftirfylgni með þeim. Það hefur stundum skort á að þessum, oft á tíðum fínu tillögum sem eru samþykktar, sé fylgt nægilega vel eftir," segir Kolbeinn og tekur til dæmis að ekki hafi verið gerð heildstæð aðgerðaáætlun varðandi kynbundið ofbeldi síðan 2011. Kolbeinn segir kynjavakt mikilvæga þrátt fyrir að konur séu nær helmingur þingmanna. „Já, það er alltaf þörf fyrir þetta og það hversu stórt hlutfall þingmanna eru konur - það getur alltaf breyst í næstu kosningum. Ef kynjavakt verður komið á fót þá yrði fylgst með á hverju ári hvernig staðan er og eins og ég segi þetta snýst ekki bara um að telja hausa, heldur líka meta raunveruleg áhrif."
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira