Oddaleikjaveislan heldur áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 06:00 Halldór Jóhann þekkir oddaleiki vel. vísir/eyþór Það er fátt sem slær út hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og nú er boðið upp á slíkan viðburð í þriðja sinn á fjórum árum í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Fbl_Megin: Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH á heimavelli sínum í gærkvöldi en líkt og í fyrstu þremur leikjunum fagnaði útiliðið sigri. Það verður því hreinn úrslitaleikur í Kaplakrika. FH-ingar eru að fara að spila sinn fyrsta oddaleik um titilinn á sunnudaginn en Valsmenn eru aftur á móti komnir í þessa stöðu í fjórða sinn í sögu úrslitakeppninnar.Tveir sem gleymast aldrei Það var bara einn oddaleikur um titilinn á fyrstu níu árum úrslitakeppninnar og fram til ársins 2013 voru þeir bara orðnir fjórir. Það eru því margir handboltaáhugamenn sem fagna því vel hversu jöfn baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hefur verið undanfarin ár. Hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn er alltaf mikil veisla en tveir leikir standa upp úr af þessum sex sem hafa farið fram hingað til. Fólk er enn að ræða og rifja upp leikina 1995 og 2014. Í þeim fyrri fyrir 22 árum vann Valsliðið KA-menn eftir framlengdan leik og í þeim síðari fyrir þremur árum kórónuðu Eyjamenn ævintýri sitt með því að vinna eins marks sigur á Haukum á Ásvöllum. Valsmenn tryggðu sér framlengingu með marki Dags Sigurðssonar örskömmu fyrir leikslok 1995 og Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV tuttugu sekúndum fyrir leikslok í leik við Haukana 2014. Það er enginn Gunnar Magnússon með að þessu sinni en þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari ÍBV hefur stýrt sínum liðum til sigurs í tveimur síðustu úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn, fyrst ÍBV 2014 og svo Haukum í fyrra.Halldór Jóhann þekkir þetta vel Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-liðsins, hefur hins vegar góðar minningar úr síðasta oddaleik sínum um titilinn sem leikmaður en hann skoraði 8 mörk fyrir KA þegar liðið vann 24-21 sigur á Val á Hlíðarenda í úrslitaleik vorið 2002. KA-menn lentu þá 2-0 undir en unnu þrjá síðustu leikina. Tíu mörk Halldórs árið á undan dugði hins vegar ekki til sigurs á heimavelli í úrslitaleik um titilinn á móti Haukum. Halldór Jóhann hefur líka unnið oddaleik um titilinn sem þjálfari en Framkonur urðu Íslandsmeistarar vorið 2013 undir hans stjórn eftir 19-16 sigur á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik. Það er margt líkt með þessari seríu og þeirri í ár enda var Framliðið líka með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu og fyrstu fjórir leikirnir unnust allir á útivelli. Framliðið kláraði hins vegar heimaleik sinn á hárréttum tíma og tryggði sér titilinn. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, var líka þjálfari liðsins þegar liðið spilaði oddaleik um titilinn fyrir sjö árum. Valsmenn töpuðu þá fyrir Haukum en þeir hafa ekki unnið titilinn í úrslitakeppni í nítján ár. Titillinn sem liðið vann 2007 vannst í deildarkeppni.Fínt pláss í Kaplakrikanum Handboltaáhugamenn geta fagnað því að úrslitaleikir síðustu ára hafa farið fram í stórum og rúmgóðum húsum. Undanfarnir þrír oddaleikir (2010, 2014 og 2016) fóru fram á Ásvöllum og að þessu sinni verður spilað til úrslita í Kaplakrika sem tekur ekki færra fólk en Ásvellir. Þeir sem muna eftir oddaleikjunum 1995, 2001 og 2002 gleyma ekki að þar komust að miklu færri en vildu enda talsvert minni hús. Nú ætti handboltaáhugafólk að geta fjölmennt í Krikann klukkan 16.00 á sunnudaginn Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Það er fátt sem slær út hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og nú er boðið upp á slíkan viðburð í þriðja sinn á fjórum árum í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Fbl_Megin: Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH á heimavelli sínum í gærkvöldi en líkt og í fyrstu þremur leikjunum fagnaði útiliðið sigri. Það verður því hreinn úrslitaleikur í Kaplakrika. FH-ingar eru að fara að spila sinn fyrsta oddaleik um titilinn á sunnudaginn en Valsmenn eru aftur á móti komnir í þessa stöðu í fjórða sinn í sögu úrslitakeppninnar.Tveir sem gleymast aldrei Það var bara einn oddaleikur um titilinn á fyrstu níu árum úrslitakeppninnar og fram til ársins 2013 voru þeir bara orðnir fjórir. Það eru því margir handboltaáhugamenn sem fagna því vel hversu jöfn baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hefur verið undanfarin ár. Hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn er alltaf mikil veisla en tveir leikir standa upp úr af þessum sex sem hafa farið fram hingað til. Fólk er enn að ræða og rifja upp leikina 1995 og 2014. Í þeim fyrri fyrir 22 árum vann Valsliðið KA-menn eftir framlengdan leik og í þeim síðari fyrir þremur árum kórónuðu Eyjamenn ævintýri sitt með því að vinna eins marks sigur á Haukum á Ásvöllum. Valsmenn tryggðu sér framlengingu með marki Dags Sigurðssonar örskömmu fyrir leikslok 1995 og Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV tuttugu sekúndum fyrir leikslok í leik við Haukana 2014. Það er enginn Gunnar Magnússon með að þessu sinni en þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari ÍBV hefur stýrt sínum liðum til sigurs í tveimur síðustu úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn, fyrst ÍBV 2014 og svo Haukum í fyrra.Halldór Jóhann þekkir þetta vel Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-liðsins, hefur hins vegar góðar minningar úr síðasta oddaleik sínum um titilinn sem leikmaður en hann skoraði 8 mörk fyrir KA þegar liðið vann 24-21 sigur á Val á Hlíðarenda í úrslitaleik vorið 2002. KA-menn lentu þá 2-0 undir en unnu þrjá síðustu leikina. Tíu mörk Halldórs árið á undan dugði hins vegar ekki til sigurs á heimavelli í úrslitaleik um titilinn á móti Haukum. Halldór Jóhann hefur líka unnið oddaleik um titilinn sem þjálfari en Framkonur urðu Íslandsmeistarar vorið 2013 undir hans stjórn eftir 19-16 sigur á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik. Það er margt líkt með þessari seríu og þeirri í ár enda var Framliðið líka með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu og fyrstu fjórir leikirnir unnust allir á útivelli. Framliðið kláraði hins vegar heimaleik sinn á hárréttum tíma og tryggði sér titilinn. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, var líka þjálfari liðsins þegar liðið spilaði oddaleik um titilinn fyrir sjö árum. Valsmenn töpuðu þá fyrir Haukum en þeir hafa ekki unnið titilinn í úrslitakeppni í nítján ár. Titillinn sem liðið vann 2007 vannst í deildarkeppni.Fínt pláss í Kaplakrikanum Handboltaáhugamenn geta fagnað því að úrslitaleikir síðustu ára hafa farið fram í stórum og rúmgóðum húsum. Undanfarnir þrír oddaleikir (2010, 2014 og 2016) fóru fram á Ásvöllum og að þessu sinni verður spilað til úrslita í Kaplakrika sem tekur ekki færra fólk en Ásvellir. Þeir sem muna eftir oddaleikjunum 1995, 2001 og 2002 gleyma ekki að þar komust að miklu færri en vildu enda talsvert minni hús. Nú ætti handboltaáhugafólk að geta fjölmennt í Krikann klukkan 16.00 á sunnudaginn
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira