Koenigsegg slær 5 heimsmet á einum degi Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 16:00 Koenigsegg Agera RS er fremur sprettharður bíll. Um síðustu helgi tókst Koenigsegg að bæta ein fimm heimsmet í einum degi á þráðbeinum þjóðvegi í Nevada. Í fyrsta lagi náði Koenigsegg Agera RS bíllinn þar 446,97 km hraða og er það hraðamet á meðal götulöglegra bíla. Þegar slíkt heimsmet er slegið þarf bíllinn á fara í báðar áttir og meðalhámarkshraði reiknaður. Þá bætti hann tímametið í því að ná 400 km hraða og stöðvast svo alveg. Náði Koenigsegg bíllinn því á 33,29 sekúndum, en metið átti Koenigsegg reyndar áður, eða 36,44 sekúndur. Þriðja metið var fólgið í því að halda mesta meðalhraða á eins kílómetra kafla, en hann reyndist 445,43 km/klst. Fjórða metið var eiginlega það sama og það þriðja, nema um var að ræða mestan meðalhraða á ekinni mílu og reyndist sá hraði vera 444,66 km/klst. Fimmta metið var svo fólgið í hæsta hraða sem náðst hefur á götulöglegum bíl, en alhæsti hraðinn sem náðist á Koenigsegg Agera RS bílnum var 457,49 km/klst. Sjá má sprettinn uppí 400 km hraða og bílnum hemlað eftir það á rétt rúmri hálfri mínútu í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent
Um síðustu helgi tókst Koenigsegg að bæta ein fimm heimsmet í einum degi á þráðbeinum þjóðvegi í Nevada. Í fyrsta lagi náði Koenigsegg Agera RS bíllinn þar 446,97 km hraða og er það hraðamet á meðal götulöglegra bíla. Þegar slíkt heimsmet er slegið þarf bíllinn á fara í báðar áttir og meðalhámarkshraði reiknaður. Þá bætti hann tímametið í því að ná 400 km hraða og stöðvast svo alveg. Náði Koenigsegg bíllinn því á 33,29 sekúndum, en metið átti Koenigsegg reyndar áður, eða 36,44 sekúndur. Þriðja metið var fólgið í því að halda mesta meðalhraða á eins kílómetra kafla, en hann reyndist 445,43 km/klst. Fjórða metið var eiginlega það sama og það þriðja, nema um var að ræða mestan meðalhraða á ekinni mílu og reyndist sá hraði vera 444,66 km/klst. Fimmta metið var svo fólgið í hæsta hraða sem náðst hefur á götulöglegum bíl, en alhæsti hraðinn sem náðist á Koenigsegg Agera RS bílnum var 457,49 km/klst. Sjá má sprettinn uppí 400 km hraða og bílnum hemlað eftir það á rétt rúmri hálfri mínútu í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent