Koenigsegg slær 5 heimsmet á einum degi Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 16:00 Koenigsegg Agera RS er fremur sprettharður bíll. Um síðustu helgi tókst Koenigsegg að bæta ein fimm heimsmet í einum degi á þráðbeinum þjóðvegi í Nevada. Í fyrsta lagi náði Koenigsegg Agera RS bíllinn þar 446,97 km hraða og er það hraðamet á meðal götulöglegra bíla. Þegar slíkt heimsmet er slegið þarf bíllinn á fara í báðar áttir og meðalhámarkshraði reiknaður. Þá bætti hann tímametið í því að ná 400 km hraða og stöðvast svo alveg. Náði Koenigsegg bíllinn því á 33,29 sekúndum, en metið átti Koenigsegg reyndar áður, eða 36,44 sekúndur. Þriðja metið var fólgið í því að halda mesta meðalhraða á eins kílómetra kafla, en hann reyndist 445,43 km/klst. Fjórða metið var eiginlega það sama og það þriðja, nema um var að ræða mestan meðalhraða á ekinni mílu og reyndist sá hraði vera 444,66 km/klst. Fimmta metið var svo fólgið í hæsta hraða sem náðst hefur á götulöglegum bíl, en alhæsti hraðinn sem náðist á Koenigsegg Agera RS bílnum var 457,49 km/klst. Sjá má sprettinn uppí 400 km hraða og bílnum hemlað eftir það á rétt rúmri hálfri mínútu í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent
Um síðustu helgi tókst Koenigsegg að bæta ein fimm heimsmet í einum degi á þráðbeinum þjóðvegi í Nevada. Í fyrsta lagi náði Koenigsegg Agera RS bíllinn þar 446,97 km hraða og er það hraðamet á meðal götulöglegra bíla. Þegar slíkt heimsmet er slegið þarf bíllinn á fara í báðar áttir og meðalhámarkshraði reiknaður. Þá bætti hann tímametið í því að ná 400 km hraða og stöðvast svo alveg. Náði Koenigsegg bíllinn því á 33,29 sekúndum, en metið átti Koenigsegg reyndar áður, eða 36,44 sekúndur. Þriðja metið var fólgið í því að halda mesta meðalhraða á eins kílómetra kafla, en hann reyndist 445,43 km/klst. Fjórða metið var eiginlega það sama og það þriðja, nema um var að ræða mestan meðalhraða á ekinni mílu og reyndist sá hraði vera 444,66 km/klst. Fimmta metið var svo fólgið í hæsta hraða sem náðst hefur á götulöglegum bíl, en alhæsti hraðinn sem náðist á Koenigsegg Agera RS bílnum var 457,49 km/klst. Sjá má sprettinn uppí 400 km hraða og bílnum hemlað eftir það á rétt rúmri hálfri mínútu í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent