Gaman enn sem komið er Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2017 09:45 „Til að byrja með hélt ég reyndar að brennurnar og flugeldarnir og lætin öll væru út af mér,“ segir Guðmundur Andri sem á afmæli í dag. Vísir/Eyþór Árnason Þegar hringt er í Guðmund Andra Thorsson, rithöfund og nýbakaðan þingmann, hittist þannig á að hann er í fundahléi á hinu háa Alþingi. „Það var að ljúka fundi hér í allsherjar-og menntamálanefnd sem ég sit í og svo er þingfundur núna á eftir,“ segir hann og býst greinilega við einhverjum gáfulegum spurningum frá blaðamanni um landsins gagn og nauðsynjar en fær í staðinn þessa: Hvernig er að eiga afmæli á gamlársdag? „Ja – ég þekki svo sem ekkert annað,“ svarar hann. „En ég væri alveg til í að eiga afmæli í maí.“ Meinarðu svo að þú gætir farið út í fótbolta eftir súkkulaðidrykkjuna og kökuátið? „Já, eða að það hefði einhver getað komið í afmælið manns þegar maður var lítill. Það var oft mikið vesen fyrir mömmu að fá einhvern til að mæta en hún var að reyna að halda upp á afmælið milli klukkan þrjú og fimm á gamlársdag. Var sjálf fréttastjóri á ríkisútvarpinu og mátti auðvitað ekkert vera að þessu en eitthvað varð að gera. Til að byrja með hélt ég reyndar að brennurnar og flugeldarnir og lætin öll væru út af mér. Það var dálítið góð tilfinning en þeim mun alvarlegra varð náttúrlega áfallið þegar ég áttaði mig á að svo var ekki. – Nei, nei. Þetta er bara afmælisdagurinn minn. Ég held að það sé enn verra að eiga afmæli á jólunum.“ En það verður margheilagt hjá þér núna. Þú fagnar nýju aldursári og nýjum tug, fyrir utan nýtt almanaksár eins og allir aðrir. Verður veisla? „Nei, nei. Ég ætla bara að vera að heiman. Við höfum yfirleitt verið saman um áramótin, ég og bróðir minn og fjölskyldur okkar. Svo ætlum við konan mín að halda upp á sextugsafmælin okkar þegar aðeins er liðið á árið.“ En er einhver tími fyrir stuð nú þegar þú ert orðinn þingmaður? Nei, nei, það er enginn tími fyrir veislur, maður er bara í stífri vinnu, aðallega stífu læri.“ Kanntu vel við þennan nýja starfsvettvang? „Já, þetta er spennandi starf og allt öðru vísi en annað sem ég hef fengist við. Ég er sem sagt bara að læra og það er gaman enn sem komið er.“ Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Þegar hringt er í Guðmund Andra Thorsson, rithöfund og nýbakaðan þingmann, hittist þannig á að hann er í fundahléi á hinu háa Alþingi. „Það var að ljúka fundi hér í allsherjar-og menntamálanefnd sem ég sit í og svo er þingfundur núna á eftir,“ segir hann og býst greinilega við einhverjum gáfulegum spurningum frá blaðamanni um landsins gagn og nauðsynjar en fær í staðinn þessa: Hvernig er að eiga afmæli á gamlársdag? „Ja – ég þekki svo sem ekkert annað,“ svarar hann. „En ég væri alveg til í að eiga afmæli í maí.“ Meinarðu svo að þú gætir farið út í fótbolta eftir súkkulaðidrykkjuna og kökuátið? „Já, eða að það hefði einhver getað komið í afmælið manns þegar maður var lítill. Það var oft mikið vesen fyrir mömmu að fá einhvern til að mæta en hún var að reyna að halda upp á afmælið milli klukkan þrjú og fimm á gamlársdag. Var sjálf fréttastjóri á ríkisútvarpinu og mátti auðvitað ekkert vera að þessu en eitthvað varð að gera. Til að byrja með hélt ég reyndar að brennurnar og flugeldarnir og lætin öll væru út af mér. Það var dálítið góð tilfinning en þeim mun alvarlegra varð náttúrlega áfallið þegar ég áttaði mig á að svo var ekki. – Nei, nei. Þetta er bara afmælisdagurinn minn. Ég held að það sé enn verra að eiga afmæli á jólunum.“ En það verður margheilagt hjá þér núna. Þú fagnar nýju aldursári og nýjum tug, fyrir utan nýtt almanaksár eins og allir aðrir. Verður veisla? „Nei, nei. Ég ætla bara að vera að heiman. Við höfum yfirleitt verið saman um áramótin, ég og bróðir minn og fjölskyldur okkar. Svo ætlum við konan mín að halda upp á sextugsafmælin okkar þegar aðeins er liðið á árið.“ En er einhver tími fyrir stuð nú þegar þú ert orðinn þingmaður? Nei, nei, það er enginn tími fyrir veislur, maður er bara í stífri vinnu, aðallega stífu læri.“ Kanntu vel við þennan nýja starfsvettvang? „Já, þetta er spennandi starf og allt öðru vísi en annað sem ég hef fengist við. Ég er sem sagt bara að læra og það er gaman enn sem komið er.“
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira