Sannleikurinn er sagna bestur – svar til Elínar Áslaug Friðriksdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Það er áhugavert að fylgjast með vitleysisganginum á vinstri hliðinni í Reykjavík. Allt gert til að þurfa ekki að takast á við að bæta borgarkerfið. Lítinn áhuga má merkja til að takast á við breytingarnar sem nauðsynlegar eru í þjónustunni. Til þess að fría sjálfa sig ábyrgð á því að þróunin í þjónustunni er svo til nánast engin, þá er farið fram með hagræðingu staðreynda. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og fleiri borgarfulltrúar meirihlutans hafa haldið því fram að Sjálfstæðismenn í borginni þurfi einhvers konar tiltal af því að þeir séu svo vondir við fólk. Þeir vilji senda fólk inn í örbirgð og fátækt. Þeir vilji lækka fjárhagsaðstoð. Sjálfir sjá þeir ekki að þeir hafa dæmt fjölda manns til fátæktar með skortstefnu í húsnæðismálum. Stefna þeirra hefur keyrt upp húsnæðisverð og komið hundruðum fjölskyldna á vonarvöl. Það er samt ansi langt gengið þegar gengið er svo langt að fara ekki með staðreyndir. Sjálfstæðisfólk í borginni hefur bent á ýmsar breytingar á velferðarkerfinu sem nauðsynlegar eru, fyrir daufum eyrum meðal vinstri manna. Nýsköpun og þróun hefur ekki verið sinnt, og væri það ekki fyrir tilstilli okkar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, væri ekkert að gerast í þeim málum. Hvað fjárhagsaðstoðina varðar eru staðreyndirnar hér. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru tvær og saman bæta þær kerfið frá því sem nú er. Markmiðið er að hvetja fólk til virkni til að auka lífsgæði þess en ekki að lækka aðstoð til að gera því lífið verra. Fyrri tillagan fjallar um samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Seinni tillagan fjallar um virknistyrki og samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að teknir verði upp sérstakir styrkir um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð. Með þessu fyrirkomulagi má hvetja enn frekar til sjálfshjálpar en nú er gert, þá er ekki hægt að sjá gilda ástæðu fyrir því að upphæð fjárhagsaðstoðar sé mun hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum. Dæmi svo hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með vitleysisganginum á vinstri hliðinni í Reykjavík. Allt gert til að þurfa ekki að takast á við að bæta borgarkerfið. Lítinn áhuga má merkja til að takast á við breytingarnar sem nauðsynlegar eru í þjónustunni. Til þess að fría sjálfa sig ábyrgð á því að þróunin í þjónustunni er svo til nánast engin, þá er farið fram með hagræðingu staðreynda. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og fleiri borgarfulltrúar meirihlutans hafa haldið því fram að Sjálfstæðismenn í borginni þurfi einhvers konar tiltal af því að þeir séu svo vondir við fólk. Þeir vilji senda fólk inn í örbirgð og fátækt. Þeir vilji lækka fjárhagsaðstoð. Sjálfir sjá þeir ekki að þeir hafa dæmt fjölda manns til fátæktar með skortstefnu í húsnæðismálum. Stefna þeirra hefur keyrt upp húsnæðisverð og komið hundruðum fjölskyldna á vonarvöl. Það er samt ansi langt gengið þegar gengið er svo langt að fara ekki með staðreyndir. Sjálfstæðisfólk í borginni hefur bent á ýmsar breytingar á velferðarkerfinu sem nauðsynlegar eru, fyrir daufum eyrum meðal vinstri manna. Nýsköpun og þróun hefur ekki verið sinnt, og væri það ekki fyrir tilstilli okkar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, væri ekkert að gerast í þeim málum. Hvað fjárhagsaðstoðina varðar eru staðreyndirnar hér. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru tvær og saman bæta þær kerfið frá því sem nú er. Markmiðið er að hvetja fólk til virkni til að auka lífsgæði þess en ekki að lækka aðstoð til að gera því lífið verra. Fyrri tillagan fjallar um samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Seinni tillagan fjallar um virknistyrki og samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að teknir verði upp sérstakir styrkir um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð. Með þessu fyrirkomulagi má hvetja enn frekar til sjálfshjálpar en nú er gert, þá er ekki hægt að sjá gilda ástæðu fyrir því að upphæð fjárhagsaðstoðar sé mun hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum. Dæmi svo hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar