Sannleikurinn er sagna bestur – svar til Elínar Áslaug Friðriksdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Það er áhugavert að fylgjast með vitleysisganginum á vinstri hliðinni í Reykjavík. Allt gert til að þurfa ekki að takast á við að bæta borgarkerfið. Lítinn áhuga má merkja til að takast á við breytingarnar sem nauðsynlegar eru í þjónustunni. Til þess að fría sjálfa sig ábyrgð á því að þróunin í þjónustunni er svo til nánast engin, þá er farið fram með hagræðingu staðreynda. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og fleiri borgarfulltrúar meirihlutans hafa haldið því fram að Sjálfstæðismenn í borginni þurfi einhvers konar tiltal af því að þeir séu svo vondir við fólk. Þeir vilji senda fólk inn í örbirgð og fátækt. Þeir vilji lækka fjárhagsaðstoð. Sjálfir sjá þeir ekki að þeir hafa dæmt fjölda manns til fátæktar með skortstefnu í húsnæðismálum. Stefna þeirra hefur keyrt upp húsnæðisverð og komið hundruðum fjölskyldna á vonarvöl. Það er samt ansi langt gengið þegar gengið er svo langt að fara ekki með staðreyndir. Sjálfstæðisfólk í borginni hefur bent á ýmsar breytingar á velferðarkerfinu sem nauðsynlegar eru, fyrir daufum eyrum meðal vinstri manna. Nýsköpun og þróun hefur ekki verið sinnt, og væri það ekki fyrir tilstilli okkar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, væri ekkert að gerast í þeim málum. Hvað fjárhagsaðstoðina varðar eru staðreyndirnar hér. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru tvær og saman bæta þær kerfið frá því sem nú er. Markmiðið er að hvetja fólk til virkni til að auka lífsgæði þess en ekki að lækka aðstoð til að gera því lífið verra. Fyrri tillagan fjallar um samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Seinni tillagan fjallar um virknistyrki og samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að teknir verði upp sérstakir styrkir um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð. Með þessu fyrirkomulagi má hvetja enn frekar til sjálfshjálpar en nú er gert, þá er ekki hægt að sjá gilda ástæðu fyrir því að upphæð fjárhagsaðstoðar sé mun hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum. Dæmi svo hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með vitleysisganginum á vinstri hliðinni í Reykjavík. Allt gert til að þurfa ekki að takast á við að bæta borgarkerfið. Lítinn áhuga má merkja til að takast á við breytingarnar sem nauðsynlegar eru í þjónustunni. Til þess að fría sjálfa sig ábyrgð á því að þróunin í þjónustunni er svo til nánast engin, þá er farið fram með hagræðingu staðreynda. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og fleiri borgarfulltrúar meirihlutans hafa haldið því fram að Sjálfstæðismenn í borginni þurfi einhvers konar tiltal af því að þeir séu svo vondir við fólk. Þeir vilji senda fólk inn í örbirgð og fátækt. Þeir vilji lækka fjárhagsaðstoð. Sjálfir sjá þeir ekki að þeir hafa dæmt fjölda manns til fátæktar með skortstefnu í húsnæðismálum. Stefna þeirra hefur keyrt upp húsnæðisverð og komið hundruðum fjölskyldna á vonarvöl. Það er samt ansi langt gengið þegar gengið er svo langt að fara ekki með staðreyndir. Sjálfstæðisfólk í borginni hefur bent á ýmsar breytingar á velferðarkerfinu sem nauðsynlegar eru, fyrir daufum eyrum meðal vinstri manna. Nýsköpun og þróun hefur ekki verið sinnt, og væri það ekki fyrir tilstilli okkar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, væri ekkert að gerast í þeim málum. Hvað fjárhagsaðstoðina varðar eru staðreyndirnar hér. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru tvær og saman bæta þær kerfið frá því sem nú er. Markmiðið er að hvetja fólk til virkni til að auka lífsgæði þess en ekki að lækka aðstoð til að gera því lífið verra. Fyrri tillagan fjallar um samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Seinni tillagan fjallar um virknistyrki og samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að teknir verði upp sérstakir styrkir um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð. Með þessu fyrirkomulagi má hvetja enn frekar til sjálfshjálpar en nú er gert, þá er ekki hægt að sjá gilda ástæðu fyrir því að upphæð fjárhagsaðstoðar sé mun hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum. Dæmi svo hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar