Hefur landsbyggðin orðið undir? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 21. desember 2017 07:00 Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukin framlög til heilbrigðiskerfisins ná ekki til landsins alls. Það eru að minnsta kosti tvær stofnanir á norðausturhluta landsins sem virðast ekki vera á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.Geta ekki haldið sér á floti Það er nefnilega þannig að þó svo að heilbrigðisráðherra segi áherslu vera lagða á að efla heilbrigðisþjónustu um allt land er staðreyndin samt sem áður sú að bæði Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands geta ekki haldið sér á floti og Heilbrigðisstofnun Norðurlands er beinlínis ætlað að hagræða í rekstri sínum. Hagræðing sem getur kostað það að öryggi fólks er stefnt í hættu því að íbúar Raufarhafnar og nærsveita sjá nú fram á að um áramótin er fyrirhugað að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna, þjónustu sem tryggir öryggi íbúa og kemur þeim fljótt og örugglega áfram í réttar hendur heilbrigðisstarfsmanna í heimabyggð. Þetta þýðir að fjórða stærsta heilbrigðisstofnun landsins nær alls ekki að þjónusta með fullnægjandi hætti þá 35 þúsund íbúa sem henni er ætlað, því tek ég undir orð forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að þetta hljóti að vera mistök – og þó. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að hækka greiðsluþátttökuþakið, nefnir til sögunnar ferðakostnað þeirra sem þurfa að nýta sér heilbrigðiskerfið. Í þessum orðum kemur það skýrt fram að ekki standi til að rétta hlut þessara heilbrigðisstofnana þar sem ætlast er til að sjúklingar noti nauðsynlega þjónustu annars staðar en í heimabyggð, það er kannski þannig sem ráðherra skilgreinir hugtökin byggðamál og búsetujafnrétti. Hugsanlega gerir ráðherra sér ekki grein fyrir hvað felst í því að færa þjónustu nær fólki, það er jú misjafnt hvaða sjónarhorn fólk velur sér. Heilbrigðismál eru það mál sem landsmenn vilja í forgang og nú nýverið benti landlæknir á þá staðreynd að heilbrigðiskerfið lifði sínu sjálfstæða lífi og það kristallast í áformum ríkisstjórnarinnar, lítill vilji virðist vera til þess að breyta því þannig að það virki sem best fyrir alla.Bjöguð forgangsröðun Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er bjöguð, það er skýlaus krafa að heilbrigðisstofnanir á Norðausturlandi fái stóraukningu á þessum fjárlögum í meðförum Alþingis. Ég tel það eðlilegt að þegar um er að ræða fjárframlög til heilbrigðiskerfisins þá nái aukningin til landsins alls. Eða hef ég misskilið hlutina allverulega? Hefur kerfið nú þegar tekið völdin í stefnumótun stjórnvalda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukin framlög til heilbrigðiskerfisins ná ekki til landsins alls. Það eru að minnsta kosti tvær stofnanir á norðausturhluta landsins sem virðast ekki vera á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.Geta ekki haldið sér á floti Það er nefnilega þannig að þó svo að heilbrigðisráðherra segi áherslu vera lagða á að efla heilbrigðisþjónustu um allt land er staðreyndin samt sem áður sú að bæði Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands geta ekki haldið sér á floti og Heilbrigðisstofnun Norðurlands er beinlínis ætlað að hagræða í rekstri sínum. Hagræðing sem getur kostað það að öryggi fólks er stefnt í hættu því að íbúar Raufarhafnar og nærsveita sjá nú fram á að um áramótin er fyrirhugað að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna, þjónustu sem tryggir öryggi íbúa og kemur þeim fljótt og örugglega áfram í réttar hendur heilbrigðisstarfsmanna í heimabyggð. Þetta þýðir að fjórða stærsta heilbrigðisstofnun landsins nær alls ekki að þjónusta með fullnægjandi hætti þá 35 þúsund íbúa sem henni er ætlað, því tek ég undir orð forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að þetta hljóti að vera mistök – og þó. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að hækka greiðsluþátttökuþakið, nefnir til sögunnar ferðakostnað þeirra sem þurfa að nýta sér heilbrigðiskerfið. Í þessum orðum kemur það skýrt fram að ekki standi til að rétta hlut þessara heilbrigðisstofnana þar sem ætlast er til að sjúklingar noti nauðsynlega þjónustu annars staðar en í heimabyggð, það er kannski þannig sem ráðherra skilgreinir hugtökin byggðamál og búsetujafnrétti. Hugsanlega gerir ráðherra sér ekki grein fyrir hvað felst í því að færa þjónustu nær fólki, það er jú misjafnt hvaða sjónarhorn fólk velur sér. Heilbrigðismál eru það mál sem landsmenn vilja í forgang og nú nýverið benti landlæknir á þá staðreynd að heilbrigðiskerfið lifði sínu sjálfstæða lífi og það kristallast í áformum ríkisstjórnarinnar, lítill vilji virðist vera til þess að breyta því þannig að það virki sem best fyrir alla.Bjöguð forgangsröðun Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er bjöguð, það er skýlaus krafa að heilbrigðisstofnanir á Norðausturlandi fái stóraukningu á þessum fjárlögum í meðförum Alþingis. Ég tel það eðlilegt að þegar um er að ræða fjárframlög til heilbrigðiskerfisins þá nái aukningin til landsins alls. Eða hef ég misskilið hlutina allverulega? Hefur kerfið nú þegar tekið völdin í stefnumótun stjórnvalda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun