Einar: Hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur en þetta var ekki boðlegt Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2017 22:12 Einar var ósáttur með dómgæsluna vísir/anton „Við vorum að einhverju leyti klaufar. Við náðum tveggja marka forskoti og það fer á 30 sekúndum. Við köstum bara boltanum í hendurnar á þeim og þeir jafna,” sagði svekktur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deildar karla. „Við vorum orðnir helvíti þreyttir síðustu tíu mínúturnar, sérstaklega lykilmenn. Við vorum að reyna að rúlla þessu, en það var erfitt. Það var lítið framlag frá bekknum.” „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst afrek að vera bara tveimur mörkum undir í hálfleik. Einnig er það afrek að tapa bara með þremur mörkum miðað við hvernig dómgæslan var í þessum leik.” „Ég hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur, en þetta var ekki boðlegt,” sagði Einar. Dómarar leiksins voru þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Var það eitthvað eitt fremur en annað sem fór í skapið á Einari eða bara dómgæslan yfir höfuð? „Það var bara fátt rétt í dómgæslunni. Það voru skref dómar á Egil og Aron sem voru bara þvæla. Við fengum tvær mínútur í lokin og ruðningur á okkur, það var víti hinu megin.” „Það voru bara sjö til átta dómar í fyrri hálfleik sem ég gæti talið upp og eitthvað annað eins í síðari hálfleik. Menn geta bara horft á þetta. Þetta er ekki boðlegt. Það er algjörlega á hreinu.” Á tímapunkti í leiknum fékk Stjarnan mörg mörk í bakið þegar þeir einfaldlega köstuðu boltanum frá sér gegn sterkri Eyjavörninni. „Við vorum ekki að leysa þessa vörn nægilega vel. Mér fannst við samt finna opnanir meðan lykilmenn voru með ferska fætur. Við fórum með dauðafæri í 21-19 og það eru svona atriði sem breyta leikjunum.” „Því miður þá heppnaðist það ekki, en mér finnst framfarir á þessu hjá okkur sérstaklega varnarlega, þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur 29 mörk. Við erum mikið einum færri og þetta var erfitt. Þetta tók mikin toll og við vorum orðnir mjög þreyttir í lokin. Eyjamenn voru ferskari í lokin.” Mikið hefur verið rætt og ritað um framgöngu Stjörnunnar á Íslandsmótinu til þessa. Finnst Einari þetta vonbrigði, að vera einungis með fimm sigra í fjórtán leikjum? „Þetta eru ákveðinn vonbrigði. Ég hefði viljað vera með fleiri stig og frammistaðan mætti vera betri. Það er staðreynd, en þetta er ekki búið. Nú kemur kærkomið frí og við náum að lappa upp á liðið. Við mætum sterkir til leiks á nýju ári. Það er klárt,” sagði Einar harður að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Sjá meira
„Við vorum að einhverju leyti klaufar. Við náðum tveggja marka forskoti og það fer á 30 sekúndum. Við köstum bara boltanum í hendurnar á þeim og þeir jafna,” sagði svekktur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deildar karla. „Við vorum orðnir helvíti þreyttir síðustu tíu mínúturnar, sérstaklega lykilmenn. Við vorum að reyna að rúlla þessu, en það var erfitt. Það var lítið framlag frá bekknum.” „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst afrek að vera bara tveimur mörkum undir í hálfleik. Einnig er það afrek að tapa bara með þremur mörkum miðað við hvernig dómgæslan var í þessum leik.” „Ég hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur, en þetta var ekki boðlegt,” sagði Einar. Dómarar leiksins voru þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Var það eitthvað eitt fremur en annað sem fór í skapið á Einari eða bara dómgæslan yfir höfuð? „Það var bara fátt rétt í dómgæslunni. Það voru skref dómar á Egil og Aron sem voru bara þvæla. Við fengum tvær mínútur í lokin og ruðningur á okkur, það var víti hinu megin.” „Það voru bara sjö til átta dómar í fyrri hálfleik sem ég gæti talið upp og eitthvað annað eins í síðari hálfleik. Menn geta bara horft á þetta. Þetta er ekki boðlegt. Það er algjörlega á hreinu.” Á tímapunkti í leiknum fékk Stjarnan mörg mörk í bakið þegar þeir einfaldlega köstuðu boltanum frá sér gegn sterkri Eyjavörninni. „Við vorum ekki að leysa þessa vörn nægilega vel. Mér fannst við samt finna opnanir meðan lykilmenn voru með ferska fætur. Við fórum með dauðafæri í 21-19 og það eru svona atriði sem breyta leikjunum.” „Því miður þá heppnaðist það ekki, en mér finnst framfarir á þessu hjá okkur sérstaklega varnarlega, þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur 29 mörk. Við erum mikið einum færri og þetta var erfitt. Þetta tók mikin toll og við vorum orðnir mjög þreyttir í lokin. Eyjamenn voru ferskari í lokin.” Mikið hefur verið rætt og ritað um framgöngu Stjörnunnar á Íslandsmótinu til þessa. Finnst Einari þetta vonbrigði, að vera einungis með fimm sigra í fjórtán leikjum? „Þetta eru ákveðinn vonbrigði. Ég hefði viljað vera með fleiri stig og frammistaðan mætti vera betri. Það er staðreynd, en þetta er ekki búið. Nú kemur kærkomið frí og við náum að lappa upp á liðið. Við mætum sterkir til leiks á nýju ári. Það er klárt,” sagði Einar harður að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30