Einar: Hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur en þetta var ekki boðlegt Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2017 22:12 Einar var ósáttur með dómgæsluna vísir/anton „Við vorum að einhverju leyti klaufar. Við náðum tveggja marka forskoti og það fer á 30 sekúndum. Við köstum bara boltanum í hendurnar á þeim og þeir jafna,” sagði svekktur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deildar karla. „Við vorum orðnir helvíti þreyttir síðustu tíu mínúturnar, sérstaklega lykilmenn. Við vorum að reyna að rúlla þessu, en það var erfitt. Það var lítið framlag frá bekknum.” „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst afrek að vera bara tveimur mörkum undir í hálfleik. Einnig er það afrek að tapa bara með þremur mörkum miðað við hvernig dómgæslan var í þessum leik.” „Ég hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur, en þetta var ekki boðlegt,” sagði Einar. Dómarar leiksins voru þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Var það eitthvað eitt fremur en annað sem fór í skapið á Einari eða bara dómgæslan yfir höfuð? „Það var bara fátt rétt í dómgæslunni. Það voru skref dómar á Egil og Aron sem voru bara þvæla. Við fengum tvær mínútur í lokin og ruðningur á okkur, það var víti hinu megin.” „Það voru bara sjö til átta dómar í fyrri hálfleik sem ég gæti talið upp og eitthvað annað eins í síðari hálfleik. Menn geta bara horft á þetta. Þetta er ekki boðlegt. Það er algjörlega á hreinu.” Á tímapunkti í leiknum fékk Stjarnan mörg mörk í bakið þegar þeir einfaldlega köstuðu boltanum frá sér gegn sterkri Eyjavörninni. „Við vorum ekki að leysa þessa vörn nægilega vel. Mér fannst við samt finna opnanir meðan lykilmenn voru með ferska fætur. Við fórum með dauðafæri í 21-19 og það eru svona atriði sem breyta leikjunum.” „Því miður þá heppnaðist það ekki, en mér finnst framfarir á þessu hjá okkur sérstaklega varnarlega, þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur 29 mörk. Við erum mikið einum færri og þetta var erfitt. Þetta tók mikin toll og við vorum orðnir mjög þreyttir í lokin. Eyjamenn voru ferskari í lokin.” Mikið hefur verið rætt og ritað um framgöngu Stjörnunnar á Íslandsmótinu til þessa. Finnst Einari þetta vonbrigði, að vera einungis með fimm sigra í fjórtán leikjum? „Þetta eru ákveðinn vonbrigði. Ég hefði viljað vera með fleiri stig og frammistaðan mætti vera betri. Það er staðreynd, en þetta er ekki búið. Nú kemur kærkomið frí og við náum að lappa upp á liðið. Við mætum sterkir til leiks á nýju ári. Það er klárt,” sagði Einar harður að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
„Við vorum að einhverju leyti klaufar. Við náðum tveggja marka forskoti og það fer á 30 sekúndum. Við köstum bara boltanum í hendurnar á þeim og þeir jafna,” sagði svekktur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deildar karla. „Við vorum orðnir helvíti þreyttir síðustu tíu mínúturnar, sérstaklega lykilmenn. Við vorum að reyna að rúlla þessu, en það var erfitt. Það var lítið framlag frá bekknum.” „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst afrek að vera bara tveimur mörkum undir í hálfleik. Einnig er það afrek að tapa bara með þremur mörkum miðað við hvernig dómgæslan var í þessum leik.” „Ég hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur, en þetta var ekki boðlegt,” sagði Einar. Dómarar leiksins voru þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Var það eitthvað eitt fremur en annað sem fór í skapið á Einari eða bara dómgæslan yfir höfuð? „Það var bara fátt rétt í dómgæslunni. Það voru skref dómar á Egil og Aron sem voru bara þvæla. Við fengum tvær mínútur í lokin og ruðningur á okkur, það var víti hinu megin.” „Það voru bara sjö til átta dómar í fyrri hálfleik sem ég gæti talið upp og eitthvað annað eins í síðari hálfleik. Menn geta bara horft á þetta. Þetta er ekki boðlegt. Það er algjörlega á hreinu.” Á tímapunkti í leiknum fékk Stjarnan mörg mörk í bakið þegar þeir einfaldlega köstuðu boltanum frá sér gegn sterkri Eyjavörninni. „Við vorum ekki að leysa þessa vörn nægilega vel. Mér fannst við samt finna opnanir meðan lykilmenn voru með ferska fætur. Við fórum með dauðafæri í 21-19 og það eru svona atriði sem breyta leikjunum.” „Því miður þá heppnaðist það ekki, en mér finnst framfarir á þessu hjá okkur sérstaklega varnarlega, þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur 29 mörk. Við erum mikið einum færri og þetta var erfitt. Þetta tók mikin toll og við vorum orðnir mjög þreyttir í lokin. Eyjamenn voru ferskari í lokin.” Mikið hefur verið rætt og ritað um framgöngu Stjörnunnar á Íslandsmótinu til þessa. Finnst Einari þetta vonbrigði, að vera einungis með fimm sigra í fjórtán leikjum? „Þetta eru ákveðinn vonbrigði. Ég hefði viljað vera með fleiri stig og frammistaðan mætti vera betri. Það er staðreynd, en þetta er ekki búið. Nú kemur kærkomið frí og við náum að lappa upp á liðið. Við mætum sterkir til leiks á nýju ári. Það er klárt,” sagði Einar harður að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30