Það verða alveg gleðileg jól Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 09:15 “Það er rétt, ég er að verða þrjú þúsund ára gamall. Takk fyrir að minna mig á það,” segir Jóhann og bregður á leik með trompetinn.” „Jú, ég er í París eins og venjulega,“ segir Jóhann Nardeau trompetleikari glaðlega, þegar slegið er á þráðinn til hans. Hann er þrítugur í dag og því afmælisbarn dagsins. „Það er rétt, ég er að verða þrjú þúsund ára gamall. Takk fyrir að minna mig á það,“ segir hann og hlær hjartanlega. Ætlar hann ekki að halda upp á daginn? „Jú, reyndar er ég að kenna - skólarnir fara ekki í frí hér fyrr en á hádegi á Þorláksmessu - en eftir það er konan mín, hún Aurélia, með eitthvað á prjónunum. Á gamlárskvöld ætlum við svo að halda partý og fagna nýjum árum, bæði aldursárum og 2018. Ég ætla að reyna að fá einhvern jólasvein til að koma með smá hangikjöt í það partý. Annars er ágætan mat að finna hér í Parísarborg, þannig að þó jólasveinninn komist ekki verður engin katastrófa.“ Jóhann segir þau hjón ætla að vera hjá tengdaforeldrum hans á aðfangadagskvöld og eiga svo von á föðurafa hans og frænku í heimsókn einhvern daginn í mat. „Það verða alveg gleðileg jól,“ segir hann. „Þó er ekki sama helgi sem einkennir aðfangadagskvöld hér og heima - fyrr en á miðnætti í kirkjunum, Frakkar vaka yfir Jesúbarninu. En búðirnar eru opnar hér alveg til sjö, átta. Í okkar fjölskyldu er samt borðuð mikil máltíð sem er teygð í alla enda. Fólk mótar hátíðina eftir ólíkum hefðum, það er ekki eins og heima, þar sem allt verður heilagt klukkan sex, beðið við útvarpið eftir klukknahringingunni og engir á ferli úti við.“ Gætir þú hlustað á íslensku messuna í útvarpinu? „Já, trúlega gæti ég það. Veit samt ekki alveg hvort það væri stemning fyrir því hjá foreldrum Auréliu. Ég gæti kannski sett messuna í annað eyrað!“ Jóhann segir jólastress í París, hann finni það í umferðinni. „Þetta er svolítið erfiður tími. En svo endar þetta alltaf með því að jólin koma!“ Hann kveðst ekkert þurfa að spila um hátíðina. „Ég er kominn í tónleikafrí síðan á mánudag, áður var ég með fimm tónleika á fjórum dögum. Allt gekk vel en víst var gott þegar það var búið.“ Þar sem franskir kennarar fara seint í jólafrí eru þeir í fríi til 8. janúar, að sögn Jóhanns, þannig að hann ætlar að koma til Íslands 2. janúar, ásamt Auréliu sinni. „Við verðum heima á þrettándanum,“ segir hann hress og biður fyrir jólakveðjur.gun@frettabladid.is Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
„Jú, ég er í París eins og venjulega,“ segir Jóhann Nardeau trompetleikari glaðlega, þegar slegið er á þráðinn til hans. Hann er þrítugur í dag og því afmælisbarn dagsins. „Það er rétt, ég er að verða þrjú þúsund ára gamall. Takk fyrir að minna mig á það,“ segir hann og hlær hjartanlega. Ætlar hann ekki að halda upp á daginn? „Jú, reyndar er ég að kenna - skólarnir fara ekki í frí hér fyrr en á hádegi á Þorláksmessu - en eftir það er konan mín, hún Aurélia, með eitthvað á prjónunum. Á gamlárskvöld ætlum við svo að halda partý og fagna nýjum árum, bæði aldursárum og 2018. Ég ætla að reyna að fá einhvern jólasvein til að koma með smá hangikjöt í það partý. Annars er ágætan mat að finna hér í Parísarborg, þannig að þó jólasveinninn komist ekki verður engin katastrófa.“ Jóhann segir þau hjón ætla að vera hjá tengdaforeldrum hans á aðfangadagskvöld og eiga svo von á föðurafa hans og frænku í heimsókn einhvern daginn í mat. „Það verða alveg gleðileg jól,“ segir hann. „Þó er ekki sama helgi sem einkennir aðfangadagskvöld hér og heima - fyrr en á miðnætti í kirkjunum, Frakkar vaka yfir Jesúbarninu. En búðirnar eru opnar hér alveg til sjö, átta. Í okkar fjölskyldu er samt borðuð mikil máltíð sem er teygð í alla enda. Fólk mótar hátíðina eftir ólíkum hefðum, það er ekki eins og heima, þar sem allt verður heilagt klukkan sex, beðið við útvarpið eftir klukknahringingunni og engir á ferli úti við.“ Gætir þú hlustað á íslensku messuna í útvarpinu? „Já, trúlega gæti ég það. Veit samt ekki alveg hvort það væri stemning fyrir því hjá foreldrum Auréliu. Ég gæti kannski sett messuna í annað eyrað!“ Jóhann segir jólastress í París, hann finni það í umferðinni. „Þetta er svolítið erfiður tími. En svo endar þetta alltaf með því að jólin koma!“ Hann kveðst ekkert þurfa að spila um hátíðina. „Ég er kominn í tónleikafrí síðan á mánudag, áður var ég með fimm tónleika á fjórum dögum. Allt gekk vel en víst var gott þegar það var búið.“ Þar sem franskir kennarar fara seint í jólafrí eru þeir í fríi til 8. janúar, að sögn Jóhanns, þannig að hann ætlar að koma til Íslands 2. janúar, ásamt Auréliu sinni. „Við verðum heima á þrettándanum,“ segir hann hress og biður fyrir jólakveðjur.gun@frettabladid.is
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira