Það verða alveg gleðileg jól Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 09:15 “Það er rétt, ég er að verða þrjú þúsund ára gamall. Takk fyrir að minna mig á það,” segir Jóhann og bregður á leik með trompetinn.” „Jú, ég er í París eins og venjulega,“ segir Jóhann Nardeau trompetleikari glaðlega, þegar slegið er á þráðinn til hans. Hann er þrítugur í dag og því afmælisbarn dagsins. „Það er rétt, ég er að verða þrjú þúsund ára gamall. Takk fyrir að minna mig á það,“ segir hann og hlær hjartanlega. Ætlar hann ekki að halda upp á daginn? „Jú, reyndar er ég að kenna - skólarnir fara ekki í frí hér fyrr en á hádegi á Þorláksmessu - en eftir það er konan mín, hún Aurélia, með eitthvað á prjónunum. Á gamlárskvöld ætlum við svo að halda partý og fagna nýjum árum, bæði aldursárum og 2018. Ég ætla að reyna að fá einhvern jólasvein til að koma með smá hangikjöt í það partý. Annars er ágætan mat að finna hér í Parísarborg, þannig að þó jólasveinninn komist ekki verður engin katastrófa.“ Jóhann segir þau hjón ætla að vera hjá tengdaforeldrum hans á aðfangadagskvöld og eiga svo von á föðurafa hans og frænku í heimsókn einhvern daginn í mat. „Það verða alveg gleðileg jól,“ segir hann. „Þó er ekki sama helgi sem einkennir aðfangadagskvöld hér og heima - fyrr en á miðnætti í kirkjunum, Frakkar vaka yfir Jesúbarninu. En búðirnar eru opnar hér alveg til sjö, átta. Í okkar fjölskyldu er samt borðuð mikil máltíð sem er teygð í alla enda. Fólk mótar hátíðina eftir ólíkum hefðum, það er ekki eins og heima, þar sem allt verður heilagt klukkan sex, beðið við útvarpið eftir klukknahringingunni og engir á ferli úti við.“ Gætir þú hlustað á íslensku messuna í útvarpinu? „Já, trúlega gæti ég það. Veit samt ekki alveg hvort það væri stemning fyrir því hjá foreldrum Auréliu. Ég gæti kannski sett messuna í annað eyrað!“ Jóhann segir jólastress í París, hann finni það í umferðinni. „Þetta er svolítið erfiður tími. En svo endar þetta alltaf með því að jólin koma!“ Hann kveðst ekkert þurfa að spila um hátíðina. „Ég er kominn í tónleikafrí síðan á mánudag, áður var ég með fimm tónleika á fjórum dögum. Allt gekk vel en víst var gott þegar það var búið.“ Þar sem franskir kennarar fara seint í jólafrí eru þeir í fríi til 8. janúar, að sögn Jóhanns, þannig að hann ætlar að koma til Íslands 2. janúar, ásamt Auréliu sinni. „Við verðum heima á þrettándanum,“ segir hann hress og biður fyrir jólakveðjur.gun@frettabladid.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Jú, ég er í París eins og venjulega,“ segir Jóhann Nardeau trompetleikari glaðlega, þegar slegið er á þráðinn til hans. Hann er þrítugur í dag og því afmælisbarn dagsins. „Það er rétt, ég er að verða þrjú þúsund ára gamall. Takk fyrir að minna mig á það,“ segir hann og hlær hjartanlega. Ætlar hann ekki að halda upp á daginn? „Jú, reyndar er ég að kenna - skólarnir fara ekki í frí hér fyrr en á hádegi á Þorláksmessu - en eftir það er konan mín, hún Aurélia, með eitthvað á prjónunum. Á gamlárskvöld ætlum við svo að halda partý og fagna nýjum árum, bæði aldursárum og 2018. Ég ætla að reyna að fá einhvern jólasvein til að koma með smá hangikjöt í það partý. Annars er ágætan mat að finna hér í Parísarborg, þannig að þó jólasveinninn komist ekki verður engin katastrófa.“ Jóhann segir þau hjón ætla að vera hjá tengdaforeldrum hans á aðfangadagskvöld og eiga svo von á föðurafa hans og frænku í heimsókn einhvern daginn í mat. „Það verða alveg gleðileg jól,“ segir hann. „Þó er ekki sama helgi sem einkennir aðfangadagskvöld hér og heima - fyrr en á miðnætti í kirkjunum, Frakkar vaka yfir Jesúbarninu. En búðirnar eru opnar hér alveg til sjö, átta. Í okkar fjölskyldu er samt borðuð mikil máltíð sem er teygð í alla enda. Fólk mótar hátíðina eftir ólíkum hefðum, það er ekki eins og heima, þar sem allt verður heilagt klukkan sex, beðið við útvarpið eftir klukknahringingunni og engir á ferli úti við.“ Gætir þú hlustað á íslensku messuna í útvarpinu? „Já, trúlega gæti ég það. Veit samt ekki alveg hvort það væri stemning fyrir því hjá foreldrum Auréliu. Ég gæti kannski sett messuna í annað eyrað!“ Jóhann segir jólastress í París, hann finni það í umferðinni. „Þetta er svolítið erfiður tími. En svo endar þetta alltaf með því að jólin koma!“ Hann kveðst ekkert þurfa að spila um hátíðina. „Ég er kominn í tónleikafrí síðan á mánudag, áður var ég með fimm tónleika á fjórum dögum. Allt gekk vel en víst var gott þegar það var búið.“ Þar sem franskir kennarar fara seint í jólafrí eru þeir í fríi til 8. janúar, að sögn Jóhanns, þannig að hann ætlar að koma til Íslands 2. janúar, ásamt Auréliu sinni. „Við verðum heima á þrettándanum,“ segir hann hress og biður fyrir jólakveðjur.gun@frettabladid.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira