Það verða alveg gleðileg jól Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 09:15 “Það er rétt, ég er að verða þrjú þúsund ára gamall. Takk fyrir að minna mig á það,” segir Jóhann og bregður á leik með trompetinn.” „Jú, ég er í París eins og venjulega,“ segir Jóhann Nardeau trompetleikari glaðlega, þegar slegið er á þráðinn til hans. Hann er þrítugur í dag og því afmælisbarn dagsins. „Það er rétt, ég er að verða þrjú þúsund ára gamall. Takk fyrir að minna mig á það,“ segir hann og hlær hjartanlega. Ætlar hann ekki að halda upp á daginn? „Jú, reyndar er ég að kenna - skólarnir fara ekki í frí hér fyrr en á hádegi á Þorláksmessu - en eftir það er konan mín, hún Aurélia, með eitthvað á prjónunum. Á gamlárskvöld ætlum við svo að halda partý og fagna nýjum árum, bæði aldursárum og 2018. Ég ætla að reyna að fá einhvern jólasvein til að koma með smá hangikjöt í það partý. Annars er ágætan mat að finna hér í Parísarborg, þannig að þó jólasveinninn komist ekki verður engin katastrófa.“ Jóhann segir þau hjón ætla að vera hjá tengdaforeldrum hans á aðfangadagskvöld og eiga svo von á föðurafa hans og frænku í heimsókn einhvern daginn í mat. „Það verða alveg gleðileg jól,“ segir hann. „Þó er ekki sama helgi sem einkennir aðfangadagskvöld hér og heima - fyrr en á miðnætti í kirkjunum, Frakkar vaka yfir Jesúbarninu. En búðirnar eru opnar hér alveg til sjö, átta. Í okkar fjölskyldu er samt borðuð mikil máltíð sem er teygð í alla enda. Fólk mótar hátíðina eftir ólíkum hefðum, það er ekki eins og heima, þar sem allt verður heilagt klukkan sex, beðið við útvarpið eftir klukknahringingunni og engir á ferli úti við.“ Gætir þú hlustað á íslensku messuna í útvarpinu? „Já, trúlega gæti ég það. Veit samt ekki alveg hvort það væri stemning fyrir því hjá foreldrum Auréliu. Ég gæti kannski sett messuna í annað eyrað!“ Jóhann segir jólastress í París, hann finni það í umferðinni. „Þetta er svolítið erfiður tími. En svo endar þetta alltaf með því að jólin koma!“ Hann kveðst ekkert þurfa að spila um hátíðina. „Ég er kominn í tónleikafrí síðan á mánudag, áður var ég með fimm tónleika á fjórum dögum. Allt gekk vel en víst var gott þegar það var búið.“ Þar sem franskir kennarar fara seint í jólafrí eru þeir í fríi til 8. janúar, að sögn Jóhanns, þannig að hann ætlar að koma til Íslands 2. janúar, ásamt Auréliu sinni. „Við verðum heima á þrettándanum,“ segir hann hress og biður fyrir jólakveðjur.gun@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
„Jú, ég er í París eins og venjulega,“ segir Jóhann Nardeau trompetleikari glaðlega, þegar slegið er á þráðinn til hans. Hann er þrítugur í dag og því afmælisbarn dagsins. „Það er rétt, ég er að verða þrjú þúsund ára gamall. Takk fyrir að minna mig á það,“ segir hann og hlær hjartanlega. Ætlar hann ekki að halda upp á daginn? „Jú, reyndar er ég að kenna - skólarnir fara ekki í frí hér fyrr en á hádegi á Þorláksmessu - en eftir það er konan mín, hún Aurélia, með eitthvað á prjónunum. Á gamlárskvöld ætlum við svo að halda partý og fagna nýjum árum, bæði aldursárum og 2018. Ég ætla að reyna að fá einhvern jólasvein til að koma með smá hangikjöt í það partý. Annars er ágætan mat að finna hér í Parísarborg, þannig að þó jólasveinninn komist ekki verður engin katastrófa.“ Jóhann segir þau hjón ætla að vera hjá tengdaforeldrum hans á aðfangadagskvöld og eiga svo von á föðurafa hans og frænku í heimsókn einhvern daginn í mat. „Það verða alveg gleðileg jól,“ segir hann. „Þó er ekki sama helgi sem einkennir aðfangadagskvöld hér og heima - fyrr en á miðnætti í kirkjunum, Frakkar vaka yfir Jesúbarninu. En búðirnar eru opnar hér alveg til sjö, átta. Í okkar fjölskyldu er samt borðuð mikil máltíð sem er teygð í alla enda. Fólk mótar hátíðina eftir ólíkum hefðum, það er ekki eins og heima, þar sem allt verður heilagt klukkan sex, beðið við útvarpið eftir klukknahringingunni og engir á ferli úti við.“ Gætir þú hlustað á íslensku messuna í útvarpinu? „Já, trúlega gæti ég það. Veit samt ekki alveg hvort það væri stemning fyrir því hjá foreldrum Auréliu. Ég gæti kannski sett messuna í annað eyrað!“ Jóhann segir jólastress í París, hann finni það í umferðinni. „Þetta er svolítið erfiður tími. En svo endar þetta alltaf með því að jólin koma!“ Hann kveðst ekkert þurfa að spila um hátíðina. „Ég er kominn í tónleikafrí síðan á mánudag, áður var ég með fimm tónleika á fjórum dögum. Allt gekk vel en víst var gott þegar það var búið.“ Þar sem franskir kennarar fara seint í jólafrí eru þeir í fríi til 8. janúar, að sögn Jóhanns, þannig að hann ætlar að koma til Íslands 2. janúar, ásamt Auréliu sinni. „Við verðum heima á þrettándanum,“ segir hann hress og biður fyrir jólakveðjur.gun@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira